Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Lestrarklefinn og Sjöfn Asare 5. nóvember 2024 10:32 Breiðþotur er fyrsta skáldsaga Tómasar Ævars Ólafssonar. Eva schram Ritdómum rignir nú inn á menningarvefinn Lestrarklefinn. Hér fjallar Sjöfn Asare um bók Tómasar Ólafssonar, Breiðþotur. Mikil gleði fyllir hjarta mitt sem áhugamanns um náframtíðarvísindaskáldskap (e. speculative fiction) við lestur skáldsögunnar Breiðþotur sem kom nýlega út og kítlar spekúleringartaugarnar. Sjöfn Asare fjallar um bók Tómasar Ólafssonar, Breiðþotur í Lestrarklefanum Breiðþotur er fyrsta skáldaga Tómasar Ævars Ólafssonar sem áður hefur gefið út ljóðabókina Umframframleiðsla (2021) og starfar við dagskrágerð á Rás 1. Bókin ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur kastar fram spurningunni: Hvað hefði gerst og myndi gerast í kjölfar svaðalegs gagnaleka sem setur allan heiminn á hliðina? Hvað ef heimsbyggðinni yrðu veitt tíu ár til að sporna við hlýnun jarðar á almennilegan hátt, og takist það ekki muni annar gagnaleki skekja stoðir veruleikans. Hvað gera þrír ungir vinir í litlu þorpi á Austurlandi í kjölfarið? Litla þorpið þeirra springur, fjölskyldur splundrast, skólakerfið fellur, uppgangur fasisma, trúarofsi og sáluhjálp, skilnaðir, söknuður, vinátta og ást eiga sögusviðið í þessari spennandi bók. Börn á tímamótum Í upphafi bókar er þorpslífið hversdagslegt en þau Loftur, Umbi og Fransiska eru lengi í paradís. Einn daginn eru vinirnir að ráfa um bæinn og leika ímyndunarleiki, en þann næsta hefur allt gjörbreyst. Internetið hefur verið flett klæðum og öll persónuleg samskipti allra á netinu eru nú ekki lengur einkamál. Nektarmyndir, daður, fjárglæfrar, fjölskylduleyndarmál - allur pakkinn er uppi á borðinu. En það áhugaverða er að lesandi fylgist með þessum atburðum í gegnum augu táninga, ekki hinna fullorðnu, og áhrifin sem þessi afhjúpun hefur á fjölskyldulíf barnanna er í brennidepli. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri bókadóma má lesa á lestrarklefinn.is. Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Fleiri fréttir Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Sjá meira
Mikil gleði fyllir hjarta mitt sem áhugamanns um náframtíðarvísindaskáldskap (e. speculative fiction) við lestur skáldsögunnar Breiðþotur sem kom nýlega út og kítlar spekúleringartaugarnar. Sjöfn Asare fjallar um bók Tómasar Ólafssonar, Breiðþotur í Lestrarklefanum Breiðþotur er fyrsta skáldaga Tómasar Ævars Ólafssonar sem áður hefur gefið út ljóðabókina Umframframleiðsla (2021) og starfar við dagskrágerð á Rás 1. Bókin ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur kastar fram spurningunni: Hvað hefði gerst og myndi gerast í kjölfar svaðalegs gagnaleka sem setur allan heiminn á hliðina? Hvað ef heimsbyggðinni yrðu veitt tíu ár til að sporna við hlýnun jarðar á almennilegan hátt, og takist það ekki muni annar gagnaleki skekja stoðir veruleikans. Hvað gera þrír ungir vinir í litlu þorpi á Austurlandi í kjölfarið? Litla þorpið þeirra springur, fjölskyldur splundrast, skólakerfið fellur, uppgangur fasisma, trúarofsi og sáluhjálp, skilnaðir, söknuður, vinátta og ást eiga sögusviðið í þessari spennandi bók. Börn á tímamótum Í upphafi bókar er þorpslífið hversdagslegt en þau Loftur, Umbi og Fransiska eru lengi í paradís. Einn daginn eru vinirnir að ráfa um bæinn og leika ímyndunarleiki, en þann næsta hefur allt gjörbreyst. Internetið hefur verið flett klæðum og öll persónuleg samskipti allra á netinu eru nú ekki lengur einkamál. Nektarmyndir, daður, fjárglæfrar, fjölskylduleyndarmál - allur pakkinn er uppi á borðinu. En það áhugaverða er að lesandi fylgist með þessum atburðum í gegnum augu táninga, ekki hinna fullorðnu, og áhrifin sem þessi afhjúpun hefur á fjölskyldulíf barnanna er í brennidepli. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri bókadóma má lesa á lestrarklefinn.is.
Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Fleiri fréttir Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Sjá meira