Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Bjarki Sigurðsson skrifar 3. nóvember 2024 13:19 Sigurgeir að synda og Sóley Gísladóttir á kayaknum. Sigurgeir Svanbergsson, sundkappi, syndir nú frá Reyðarfirði til Eskifjarðar til styrktar góðu málefni. Í eftirdragi verður eiginkonan hans á kayak. Sigurgeir lagði af stað nú rétt eftir klukkan ellefu. Leiðin er um sex kílómetrar og á meðan safnar hann styrkjum fyrir Píeta-samtökin. Hann hefur synt svipað langt þónokkrum sinnum en í þetta sinn verður eiginkona hans með honum. Hún mun sitja í kayak sem Sigurgeir dregur. „Ég vildi prófa eitthvað nýtt. Svo er þetta táknrænt um hjálpsemi. Táknar svolítið hjálparhöndina í tákni Píeta-samtakanna,“ segir Sigurgeir. View this post on Instagram A post shared by Sigurgeir (@til_hvers_ad_sigla) Fyrir hvert sund reynir Sigurgeir að gera verkefnið meira krefjandi en það síðasta. Hann segist enn vera að finna sinn þröskuld. „Ég er vel stemmdur. En alltaf á þessum tíma fyrir hvert einasta stund hugsa ég af hverju í ósköpunum ég sé að þessu. En það er góð tilfinning, það er gott að það kemur. Þá fer ég ekki hrokafullur í þetta,“ segir Sigurgeir. Sjósundsáhuginn kom einmitt þegar Sigurgeir vildi takast á við nýja áskorun. „Þetta byrjaði allt bara með því að ég var að reyna að drepa kuldaskræfuna í mér. Í grunninn er ég algjör kuldaskræfa. Fyrsta skiptið sem ég fór út í sjó gat ég ekki farið lengra en upp að hnjám. Og þá var mitt sumar. Þetta byrjar alltaf þar, að þetta er bara skrítið og öfgakennd og frekar brjálæðislegt,“ segir Sigurgeir. Sigurgeir er að austan en hefur aldrei synt þessa leið áður. Hann þekkir þó svæðið ágætlega. „Það stefnir allt í að veðrið verði með okkur í liði. Hann er rólegur sjórinn, en hann er svakalega kaldur. Það er rigning núna og það er snjór hérna. En sjórinn er rólegur, og það er það sem við viljum,“ segir Sigurgeir. Segir Sigurgeir Svanbergsson sundkappi. Hægt er að fylgjast með hvernig honum gengur á Instagram-síðu hans, til_hvers_ad_sigla. Sund Góðverk Sjósund Fjarðabyggð Tengdar fréttir Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. 14. ágúst 2023 18:12 Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. 6. september 2021 15:52 Þurfti að hætta eftir sex tíma í sjónum Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson ætlaði að synda um 17 kílómetra leið frá Akranesi til Reykjavíkur í gær, en þurfti að hætta á miðri leið vegna veðurs. Hann er svekktur en ætlar að reyna aftur. Tilefnið var áheitasöfnun fyrir börn á Gasa í samstarfi við Barnaheill. 28. júlí 2024 12:06 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Sigurgeir lagði af stað nú rétt eftir klukkan ellefu. Leiðin er um sex kílómetrar og á meðan safnar hann styrkjum fyrir Píeta-samtökin. Hann hefur synt svipað langt þónokkrum sinnum en í þetta sinn verður eiginkona hans með honum. Hún mun sitja í kayak sem Sigurgeir dregur. „Ég vildi prófa eitthvað nýtt. Svo er þetta táknrænt um hjálpsemi. Táknar svolítið hjálparhöndina í tákni Píeta-samtakanna,“ segir Sigurgeir. View this post on Instagram A post shared by Sigurgeir (@til_hvers_ad_sigla) Fyrir hvert sund reynir Sigurgeir að gera verkefnið meira krefjandi en það síðasta. Hann segist enn vera að finna sinn þröskuld. „Ég er vel stemmdur. En alltaf á þessum tíma fyrir hvert einasta stund hugsa ég af hverju í ósköpunum ég sé að þessu. En það er góð tilfinning, það er gott að það kemur. Þá fer ég ekki hrokafullur í þetta,“ segir Sigurgeir. Sjósundsáhuginn kom einmitt þegar Sigurgeir vildi takast á við nýja áskorun. „Þetta byrjaði allt bara með því að ég var að reyna að drepa kuldaskræfuna í mér. Í grunninn er ég algjör kuldaskræfa. Fyrsta skiptið sem ég fór út í sjó gat ég ekki farið lengra en upp að hnjám. Og þá var mitt sumar. Þetta byrjar alltaf þar, að þetta er bara skrítið og öfgakennd og frekar brjálæðislegt,“ segir Sigurgeir. Sigurgeir er að austan en hefur aldrei synt þessa leið áður. Hann þekkir þó svæðið ágætlega. „Það stefnir allt í að veðrið verði með okkur í liði. Hann er rólegur sjórinn, en hann er svakalega kaldur. Það er rigning núna og það er snjór hérna. En sjórinn er rólegur, og það er það sem við viljum,“ segir Sigurgeir. Segir Sigurgeir Svanbergsson sundkappi. Hægt er að fylgjast með hvernig honum gengur á Instagram-síðu hans, til_hvers_ad_sigla.
Sund Góðverk Sjósund Fjarðabyggð Tengdar fréttir Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. 14. ágúst 2023 18:12 Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. 6. september 2021 15:52 Þurfti að hætta eftir sex tíma í sjónum Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson ætlaði að synda um 17 kílómetra leið frá Akranesi til Reykjavíkur í gær, en þurfti að hætta á miðri leið vegna veðurs. Hann er svekktur en ætlar að reyna aftur. Tilefnið var áheitasöfnun fyrir börn á Gasa í samstarfi við Barnaheill. 28. júlí 2024 12:06 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. 14. ágúst 2023 18:12
Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. 6. september 2021 15:52
Þurfti að hætta eftir sex tíma í sjónum Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson ætlaði að synda um 17 kílómetra leið frá Akranesi til Reykjavíkur í gær, en þurfti að hætta á miðri leið vegna veðurs. Hann er svekktur en ætlar að reyna aftur. Tilefnið var áheitasöfnun fyrir börn á Gasa í samstarfi við Barnaheill. 28. júlí 2024 12:06