Gott umhverfi er gott fyrir okkur Pall Jakob Líndal skrifar 3. nóvember 2024 09:30 Nú í aðdraganda alþingiskosninga er mikið talað um húsnæðismál og þá einkum í því samhengi að gera þurfi gangskör að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Að ekki sé nægjanlega mikið byggt og íbúðaverð of hátt. Sumir vilja brjóta nýtt land undir íbúðabyggð og telja landrými nægjanlegt. Aðrir tala fyrir þéttingu byggðar. Eiginlega allir vilja byggja hratt og helst hagkvæmt fyrir almenning og/eða uppbyggingaraðila. Á sama tíma eru viðraðar áhyggjur af andlegri líðan þjóðarinnar og sagt að geðheilbrigðismálum sé ekki sinnt sem skyldi. Líkamlegt heilbrigði hefur einnig verið til umræðu og ekki af góðu. Þá er talað um breytingar á félagslegum þáttum samfélagsins, að samfélagið sé harðara og klofnara og umræðan á margan hátt miskunnarlausari en áður. En það sem er áhugavert í þessari umræðu er að þessir tveir mikilvægu málaflokkar, þ.e. uppbygging húsnæðis og heilbrigði okkar, eru sjaldnast tvinnaðir saman. Það er sum sé lítið litið til þess að umrædd húsnæðisuppbygging þurfi að stuðla að andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði fólks og samfélags. Tilfellið er að við erum býsna oft að hanna, skipuleggja og byggja flatneskjulegt og lítt gefandi umhverfi. Við byggjum jafnvel umhverfi sem vinnur á móti okkur, umhverfi sem gerir líf okkar á hverjum degi pínulítið erfiðara en það þyrfti að vera. Hart, grátt, einsleitt og lífvana umhverfi í óheppilegum mælikvörðum, sem oftar en ekki tekur lítið tillit til staðhátta, sögu og/eða menningar. Umhverfi sem hvorki gleður augað né hefur umgjörð eða veitir skjól. Umhverfi jafnvel án nægjanlegrar dagsbirtu. Umhverfi sem hvetur hvorki til hreyfingar og/eða útiveru né félagslegra samskipta eða býður upp á einveru og íhugun. Umhverfi sem oft virðist meira í þágu bíla en fólks, meira í þágu fjárhagslegs hagnaðar en velferðar, meira í þágu hraða, firringar og náttúruleysis en meðvitundar, samkenndar og ánægju. Margt af því umhverfi sem byggt er upp er án aðdráttarafls og tilgangs, það er skeytingarlaust gagnvart skynjun okkar og hugsun, tilfinningu, þörfum og atferli, hugar ekki að því hvernig við erum samsett af náttúrunnar hendi. Mig langar því að skora á þá stjórnmálamenn sem láta sig varða húsnæðisuppbyggingu og heilbrigði okkar allra, að hugsa hlutina í stærra samhengi og huga vel að því að binda þessa tvo málaflokka saman. Verkefnið er ekki bara að móta og byggja upp einhvers konar umhverfi, heldur að móta og byggja upp heilbrigt, uppbyggilegt og manneskjulegt umhverfi sem styður við okkur og hjálpar okkur í dagsins önn – þó ekki væri nema pínulítið á hverjum degi. Hönnun, skipulag og uppbygging byggðar er nefnilega heilbrigðismál og meginreglan er þessi: Gott umhverfi er gott fyrir okkur en slæmt umhverfi slæmt. Höfundur er doktor í umhverfissálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Nú í aðdraganda alþingiskosninga er mikið talað um húsnæðismál og þá einkum í því samhengi að gera þurfi gangskör að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Að ekki sé nægjanlega mikið byggt og íbúðaverð of hátt. Sumir vilja brjóta nýtt land undir íbúðabyggð og telja landrými nægjanlegt. Aðrir tala fyrir þéttingu byggðar. Eiginlega allir vilja byggja hratt og helst hagkvæmt fyrir almenning og/eða uppbyggingaraðila. Á sama tíma eru viðraðar áhyggjur af andlegri líðan þjóðarinnar og sagt að geðheilbrigðismálum sé ekki sinnt sem skyldi. Líkamlegt heilbrigði hefur einnig verið til umræðu og ekki af góðu. Þá er talað um breytingar á félagslegum þáttum samfélagsins, að samfélagið sé harðara og klofnara og umræðan á margan hátt miskunnarlausari en áður. En það sem er áhugavert í þessari umræðu er að þessir tveir mikilvægu málaflokkar, þ.e. uppbygging húsnæðis og heilbrigði okkar, eru sjaldnast tvinnaðir saman. Það er sum sé lítið litið til þess að umrædd húsnæðisuppbygging þurfi að stuðla að andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði fólks og samfélags. Tilfellið er að við erum býsna oft að hanna, skipuleggja og byggja flatneskjulegt og lítt gefandi umhverfi. Við byggjum jafnvel umhverfi sem vinnur á móti okkur, umhverfi sem gerir líf okkar á hverjum degi pínulítið erfiðara en það þyrfti að vera. Hart, grátt, einsleitt og lífvana umhverfi í óheppilegum mælikvörðum, sem oftar en ekki tekur lítið tillit til staðhátta, sögu og/eða menningar. Umhverfi sem hvorki gleður augað né hefur umgjörð eða veitir skjól. Umhverfi jafnvel án nægjanlegrar dagsbirtu. Umhverfi sem hvetur hvorki til hreyfingar og/eða útiveru né félagslegra samskipta eða býður upp á einveru og íhugun. Umhverfi sem oft virðist meira í þágu bíla en fólks, meira í þágu fjárhagslegs hagnaðar en velferðar, meira í þágu hraða, firringar og náttúruleysis en meðvitundar, samkenndar og ánægju. Margt af því umhverfi sem byggt er upp er án aðdráttarafls og tilgangs, það er skeytingarlaust gagnvart skynjun okkar og hugsun, tilfinningu, þörfum og atferli, hugar ekki að því hvernig við erum samsett af náttúrunnar hendi. Mig langar því að skora á þá stjórnmálamenn sem láta sig varða húsnæðisuppbyggingu og heilbrigði okkar allra, að hugsa hlutina í stærra samhengi og huga vel að því að binda þessa tvo málaflokka saman. Verkefnið er ekki bara að móta og byggja upp einhvers konar umhverfi, heldur að móta og byggja upp heilbrigt, uppbyggilegt og manneskjulegt umhverfi sem styður við okkur og hjálpar okkur í dagsins önn – þó ekki væri nema pínulítið á hverjum degi. Hönnun, skipulag og uppbygging byggðar er nefnilega heilbrigðismál og meginreglan er þessi: Gott umhverfi er gott fyrir okkur en slæmt umhverfi slæmt. Höfundur er doktor í umhverfissálfræði.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun