Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Kristín Ólafsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 2. nóvember 2024 20:15 Fjölda fólks er enn saknað vegna flóðanna og búist er við að tala látinna hækki enn fremur. EPA Tugþúsundir sjálfboðaliða hafa farið inn á hamfarasvæðin í Valensíahéraði á Spáni til aðstoðar vegna hamfaraflóða sem gengu þar yfir í byrjun vikunnar. Þó að sjálfboðaliðum sé gott eitt í huga hafa yfirvöld á svæðinu biðlað til almennra borgara að halda sig frá flóðasvæðum, þar sem mannfjöldinn hafi reynst viðbragðsaðilum til trafala. Stjórnvöld hafa þótt svifasein í viðbrögðum sínum og sætt gagnrýni fyrir. Pedro Sánchez forsætisráðherra Spánar fyrirskipaði loks stóraukið viðbragð í dag. Tíu þúsund her- og lögreglumenn yrðu sendir til björgunar- og hreinsunarstarfa. Aldrei hafa fleiri spænskir hermenn verið kvaddir til á friðartímum. Í aðgerðinni felst meðal annars að dæla vatni úr neðanjarðargöngum og bílakjöllurum, þar sem talið er að fólk hafi orðið innlyksa þegar flóðin skullu á. Sánchez sagði viðbragðið þó ekki nægilega mikið og benti á að enn séu mörg heimili eyðilögð og margir í neyð. Hann hét þrotlausri vinnu her- og lögreglumanna þar til líf allra væri komið í eðlilegt horf á ný. Að minnsta kosti 211 manns létu lífið í flóðunum og er búist við að tala látinna haldi áfram að hækka. Í flóðunum eyðilögðust brýr og heilu bæjarfélögin voru án matar og rafmagns vegna þeirra. Veðurviðvaranir eru enn í gildi í norðaustur- og suðurhluta Spánar og verða út morgundaginn hið minnsta. Þegar eru um 1700 björgunarmenn að störfum í Valensíahéraði þrátt fyrir að von um að fleiri finnist á lífi fari dvínandi. Spánn Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Þó að sjálfboðaliðum sé gott eitt í huga hafa yfirvöld á svæðinu biðlað til almennra borgara að halda sig frá flóðasvæðum, þar sem mannfjöldinn hafi reynst viðbragðsaðilum til trafala. Stjórnvöld hafa þótt svifasein í viðbrögðum sínum og sætt gagnrýni fyrir. Pedro Sánchez forsætisráðherra Spánar fyrirskipaði loks stóraukið viðbragð í dag. Tíu þúsund her- og lögreglumenn yrðu sendir til björgunar- og hreinsunarstarfa. Aldrei hafa fleiri spænskir hermenn verið kvaddir til á friðartímum. Í aðgerðinni felst meðal annars að dæla vatni úr neðanjarðargöngum og bílakjöllurum, þar sem talið er að fólk hafi orðið innlyksa þegar flóðin skullu á. Sánchez sagði viðbragðið þó ekki nægilega mikið og benti á að enn séu mörg heimili eyðilögð og margir í neyð. Hann hét þrotlausri vinnu her- og lögreglumanna þar til líf allra væri komið í eðlilegt horf á ný. Að minnsta kosti 211 manns létu lífið í flóðunum og er búist við að tala látinna haldi áfram að hækka. Í flóðunum eyðilögðust brýr og heilu bæjarfélögin voru án matar og rafmagns vegna þeirra. Veðurviðvaranir eru enn í gildi í norðaustur- og suðurhluta Spánar og verða út morgundaginn hið minnsta. Þegar eru um 1700 björgunarmenn að störfum í Valensíahéraði þrátt fyrir að von um að fleiri finnist á lífi fari dvínandi.
Spánn Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira