Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Lovísa Arnardóttir skrifar 1. nóvember 2024 10:36 Grétar ætlar sér að koma heim með bikarinn í ár. Mynd/Ómar Vilhelmsson Grétar Matthíasson keppir um helgina í Heimsmeistaramótinu í kokteilagerð í Madeira í Portúgal. Keppninni lýkur á sunnudag. Grétar hefur ákveðið að leggja kokteilahristarann á hilluna eftir keppninni og taka að sér þjálfun. „Ég er menntaður matreiðslu- og framreiðslumeistari og byrjaði að hugsa um kokteila í kring um 2016 þegar ég fór að huga að því að keppa á Íslandsmeistara mótinu fyrst,“ segir Grétar. Keppnin fer fram á Savoy Palace Hotel í borginni Funchal Þar safnast saman um helgina barþjónar frá 67 löndum frá fimm heimsálfum. „Ég tók þátt með kokteil í fyrsta skipti í sparkling keppni og núna er ég aftur að keppa í sparkling flokki. Eftir þessa keppni hef ég ákveðið að leggja hristarann á hilluna í Íslandsmeistaramótinu. Í framhaldi langar mig að þjálfa upp þann keppanda sem fer næstu árin til að ná eins langt og ég hef gert,“ segir Grétar. Íslenski hópurinn í MadeiraMynd/Ómar Vilhelmsson Keppendur munu sýna fram á hæfileika sína í klassískri kokteilagerð. Á þessu móti verða krýndir sigurvegarar í hverjum flokki fyrir sig, auk þess kemur í ljós hverjir verða heimsmeistarar bæði í klassískri kokteilagerð og flair barmennsku. The Volvo Íslenski hópurinn samanstendur af 14 manns. Grétar Matthíasson keppir með drykkinn sinn The Volvo í flokknum “freyðandi kokteill”. Drykkurinn samanstendur af Roku gini, Grand Marnier, ylliblómalíkjöri, mandarínusafa, yuzu agave sírópi og að sjálfsögðu freyðivíni. „Drykkurinn er ferskur en á sama tíma smá beiskur með keim af mandarínu og yuzu sem er mikið notað í drykki í dag. Í fyrra komst ég í 15 manns úrslit og ætla ég mér að komast þangað líka í ár og síðan vonandi upp í þriggja manna úrslit. Svo ætla ég að sjálfsögðu að vinna keppnina í ár og koma með bikarinn heim fyrir Ísland,“ segir Grétar að lokum. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér. Grétar hóf keppni í dag klukkan 10. Áfengi og tóbak Portúgal Matur Drykkir Tengdar fréttir Þarf að framreiða fimm kokteila á sjö mínútum Síðar í dag kemur í ljós hvort að Grétar Matthíasson kemst í lokaúrslit á Heimsmeistaramóti barþjóna sem nú fer fram í Róm. Grétar skráði sig til keppni með kokteil sinn Candied Lemonade. Þrír komast í lokaúrslit sem fara fram á morgun. 30. nóvember 2023 14:20 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
„Ég er menntaður matreiðslu- og framreiðslumeistari og byrjaði að hugsa um kokteila í kring um 2016 þegar ég fór að huga að því að keppa á Íslandsmeistara mótinu fyrst,“ segir Grétar. Keppnin fer fram á Savoy Palace Hotel í borginni Funchal Þar safnast saman um helgina barþjónar frá 67 löndum frá fimm heimsálfum. „Ég tók þátt með kokteil í fyrsta skipti í sparkling keppni og núna er ég aftur að keppa í sparkling flokki. Eftir þessa keppni hef ég ákveðið að leggja hristarann á hilluna í Íslandsmeistaramótinu. Í framhaldi langar mig að þjálfa upp þann keppanda sem fer næstu árin til að ná eins langt og ég hef gert,“ segir Grétar. Íslenski hópurinn í MadeiraMynd/Ómar Vilhelmsson Keppendur munu sýna fram á hæfileika sína í klassískri kokteilagerð. Á þessu móti verða krýndir sigurvegarar í hverjum flokki fyrir sig, auk þess kemur í ljós hverjir verða heimsmeistarar bæði í klassískri kokteilagerð og flair barmennsku. The Volvo Íslenski hópurinn samanstendur af 14 manns. Grétar Matthíasson keppir með drykkinn sinn The Volvo í flokknum “freyðandi kokteill”. Drykkurinn samanstendur af Roku gini, Grand Marnier, ylliblómalíkjöri, mandarínusafa, yuzu agave sírópi og að sjálfsögðu freyðivíni. „Drykkurinn er ferskur en á sama tíma smá beiskur með keim af mandarínu og yuzu sem er mikið notað í drykki í dag. Í fyrra komst ég í 15 manns úrslit og ætla ég mér að komast þangað líka í ár og síðan vonandi upp í þriggja manna úrslit. Svo ætla ég að sjálfsögðu að vinna keppnina í ár og koma með bikarinn heim fyrir Ísland,“ segir Grétar að lokum. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér. Grétar hóf keppni í dag klukkan 10.
Áfengi og tóbak Portúgal Matur Drykkir Tengdar fréttir Þarf að framreiða fimm kokteila á sjö mínútum Síðar í dag kemur í ljós hvort að Grétar Matthíasson kemst í lokaúrslit á Heimsmeistaramóti barþjóna sem nú fer fram í Róm. Grétar skráði sig til keppni með kokteil sinn Candied Lemonade. Þrír komast í lokaúrslit sem fara fram á morgun. 30. nóvember 2023 14:20 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Þarf að framreiða fimm kokteila á sjö mínútum Síðar í dag kemur í ljós hvort að Grétar Matthíasson kemst í lokaúrslit á Heimsmeistaramóti barþjóna sem nú fer fram í Róm. Grétar skráði sig til keppni með kokteil sinn Candied Lemonade. Þrír komast í lokaúrslit sem fara fram á morgun. 30. nóvember 2023 14:20
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning