Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Lovísa Arnardóttir skrifar 1. nóvember 2024 10:36 Grétar ætlar sér að koma heim með bikarinn í ár. Mynd/Ómar Vilhelmsson Grétar Matthíasson keppir um helgina í Heimsmeistaramótinu í kokteilagerð í Madeira í Portúgal. Keppninni lýkur á sunnudag. Grétar hefur ákveðið að leggja kokteilahristarann á hilluna eftir keppninni og taka að sér þjálfun. „Ég er menntaður matreiðslu- og framreiðslumeistari og byrjaði að hugsa um kokteila í kring um 2016 þegar ég fór að huga að því að keppa á Íslandsmeistara mótinu fyrst,“ segir Grétar. Keppnin fer fram á Savoy Palace Hotel í borginni Funchal Þar safnast saman um helgina barþjónar frá 67 löndum frá fimm heimsálfum. „Ég tók þátt með kokteil í fyrsta skipti í sparkling keppni og núna er ég aftur að keppa í sparkling flokki. Eftir þessa keppni hef ég ákveðið að leggja hristarann á hilluna í Íslandsmeistaramótinu. Í framhaldi langar mig að þjálfa upp þann keppanda sem fer næstu árin til að ná eins langt og ég hef gert,“ segir Grétar. Íslenski hópurinn í MadeiraMynd/Ómar Vilhelmsson Keppendur munu sýna fram á hæfileika sína í klassískri kokteilagerð. Á þessu móti verða krýndir sigurvegarar í hverjum flokki fyrir sig, auk þess kemur í ljós hverjir verða heimsmeistarar bæði í klassískri kokteilagerð og flair barmennsku. The Volvo Íslenski hópurinn samanstendur af 14 manns. Grétar Matthíasson keppir með drykkinn sinn The Volvo í flokknum “freyðandi kokteill”. Drykkurinn samanstendur af Roku gini, Grand Marnier, ylliblómalíkjöri, mandarínusafa, yuzu agave sírópi og að sjálfsögðu freyðivíni. „Drykkurinn er ferskur en á sama tíma smá beiskur með keim af mandarínu og yuzu sem er mikið notað í drykki í dag. Í fyrra komst ég í 15 manns úrslit og ætla ég mér að komast þangað líka í ár og síðan vonandi upp í þriggja manna úrslit. Svo ætla ég að sjálfsögðu að vinna keppnina í ár og koma með bikarinn heim fyrir Ísland,“ segir Grétar að lokum. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér. Grétar hóf keppni í dag klukkan 10. Áfengi og tóbak Portúgal Matur Drykkir Tengdar fréttir Þarf að framreiða fimm kokteila á sjö mínútum Síðar í dag kemur í ljós hvort að Grétar Matthíasson kemst í lokaúrslit á Heimsmeistaramóti barþjóna sem nú fer fram í Róm. Grétar skráði sig til keppni með kokteil sinn Candied Lemonade. Þrír komast í lokaúrslit sem fara fram á morgun. 30. nóvember 2023 14:20 Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
„Ég er menntaður matreiðslu- og framreiðslumeistari og byrjaði að hugsa um kokteila í kring um 2016 þegar ég fór að huga að því að keppa á Íslandsmeistara mótinu fyrst,“ segir Grétar. Keppnin fer fram á Savoy Palace Hotel í borginni Funchal Þar safnast saman um helgina barþjónar frá 67 löndum frá fimm heimsálfum. „Ég tók þátt með kokteil í fyrsta skipti í sparkling keppni og núna er ég aftur að keppa í sparkling flokki. Eftir þessa keppni hef ég ákveðið að leggja hristarann á hilluna í Íslandsmeistaramótinu. Í framhaldi langar mig að þjálfa upp þann keppanda sem fer næstu árin til að ná eins langt og ég hef gert,“ segir Grétar. Íslenski hópurinn í MadeiraMynd/Ómar Vilhelmsson Keppendur munu sýna fram á hæfileika sína í klassískri kokteilagerð. Á þessu móti verða krýndir sigurvegarar í hverjum flokki fyrir sig, auk þess kemur í ljós hverjir verða heimsmeistarar bæði í klassískri kokteilagerð og flair barmennsku. The Volvo Íslenski hópurinn samanstendur af 14 manns. Grétar Matthíasson keppir með drykkinn sinn The Volvo í flokknum “freyðandi kokteill”. Drykkurinn samanstendur af Roku gini, Grand Marnier, ylliblómalíkjöri, mandarínusafa, yuzu agave sírópi og að sjálfsögðu freyðivíni. „Drykkurinn er ferskur en á sama tíma smá beiskur með keim af mandarínu og yuzu sem er mikið notað í drykki í dag. Í fyrra komst ég í 15 manns úrslit og ætla ég mér að komast þangað líka í ár og síðan vonandi upp í þriggja manna úrslit. Svo ætla ég að sjálfsögðu að vinna keppnina í ár og koma með bikarinn heim fyrir Ísland,“ segir Grétar að lokum. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér. Grétar hóf keppni í dag klukkan 10.
Áfengi og tóbak Portúgal Matur Drykkir Tengdar fréttir Þarf að framreiða fimm kokteila á sjö mínútum Síðar í dag kemur í ljós hvort að Grétar Matthíasson kemst í lokaúrslit á Heimsmeistaramóti barþjóna sem nú fer fram í Róm. Grétar skráði sig til keppni með kokteil sinn Candied Lemonade. Þrír komast í lokaúrslit sem fara fram á morgun. 30. nóvember 2023 14:20 Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Þarf að framreiða fimm kokteila á sjö mínútum Síðar í dag kemur í ljós hvort að Grétar Matthíasson kemst í lokaúrslit á Heimsmeistaramóti barþjóna sem nú fer fram í Róm. Grétar skráði sig til keppni með kokteil sinn Candied Lemonade. Þrír komast í lokaúrslit sem fara fram á morgun. 30. nóvember 2023 14:20
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning