Skoðun

Á­rás á fá­tækasta fólkið í borginni

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Félagsbústaðir vilja hækka leigu um 6,5% umfram vísitölu neysluverðs. Félagið leigir út húsnæði til fólks undir ákveðnum tekju- og eignarmörkum. Flokkur fólksins í borginni hefur mótmælt þessu harðlega strax á umsagnarferli. Ekkert lát er á árásum á fátækasta fólkið í borginni. Fulltrúi Flokks fólksins í velferðarráði styður ekki að leiga verði hækkuð og það án nokkurra mótvægisaðgerða. Ef þarf að hækka húsaleigu hjá Félagsbústöðum til að halda fyrirtækinu á floti má ætla að viðskiptamódel Félagsbústaða gangi ekki upp miðað við núverandi forsendur.

Leigumarkaðurinn er alvarlega sjúkur og hafa stjórnvöld gert lítið til að koma böndum á hann. Flokkur fólksins vill koma varanlegri skikkan á hinn almenna leigumarkað og setja takmarkanir varðandi hækkanir á leiguverði. Leita þarf annarra leiða en að hækka leigu hjá þeim verst settu. Efla þarf réttarvernd leigjenda og verja leigjendur Félagsbústaða fyrir hækkunum með sérstökum aðgerðum s.s. að hækka sérstakan húsnæðisstuðning sem nemur hækkunum Félagsbústaða.

Fulltrúa Flokks fólksins finnst sífellt að stjórnvöld hugsi um hvað sé íþyngjandi fyrir leigusala en sjaldnar er hugað að leigukaupa. Þetta er ekkert annað er árásir á okkar minnstu bræður og systur. Koma verður böndum á stjórnlausan leigumarkað og standa vörð á sama tíma um þá sem minna mega sín í samfélagi okkar þar sem fátækt og ójöfnuður hefur aukist.

Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi. Hún skipar einnig 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×