Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar 1. nóvember 2024 08:47 Á mánudaginn síðastliðinn varð alvarlegt bílslys á Reykjanesbrautinni og umferð stöðvuð á meðan verið var að hlúa að fólki og koma slösuðum á sjúkrahús. Þennan veruleika þekkjum við sem eigum þarna leið um nær daglega. Sem betur fer eigum við til fólk sem getur brugðist við þegar aðstæður sem þessar koma upp. Ég þekki það líka á eigin skinni að þurfa að reiða mig á viðbragð heilbrigðiskerfisins þegar veikindi koma upp hjá þeim sem manni standa næst. Fyrir það megum við vera þakklát og erum það svo sannarlega. Hins vegar eru til þær aðstæður þar sem ekki er verið að gera nóg og þörf á að velta því upp hvað veldur. Að biðja um hjálp Ég er lánsamur maður. Þegar ég sem ungur maður, veikur af sjúkdómnum alkóhólisma, bað um hjálp, þá fékk ég þá hjálp sem ég þurfti. Sá vegvísir dugði til þess að ég hef getað tekist betur á við lífið. Það eru hins vegar ekki allir svo heppnir og það eru ekki allir sem fá viðeigandi aðstoð þegar þeir þurfa á henni að halda. Okkar stóra viðfangsefni í dag er að bregðast við og greiða úr þeim flækjum sem óhjákvæmilega fylgja síbreytilegu og flóknu samfélagi. Samfélagsbreytingin Það er greinilegt að þær samfélagsbreytingar sem hafa átt sér stað undanfarin ár hafa aukið álag á grunnkerfin. Þótt ekki sé alveg ljóst hverju er um að kenna nefna margir afleiðingar af heimsfaraldri, mikla notkun samfélagsmiðla eða aukna notkun fíkniefna. Hver sem ástæðan er þá hefur andlegri líðan barna og ungmenna hrakað og þrátt fyrir þessa staðreynd hefur lítið gerst til þess að takast á við þá stöðu. Hvenær á að bregðast við? Staðan í samfélaginu okkar er því miður þannig að þegar barn biður um hjálp er það sett á biðlista og sá biðlisti getur verið ansi langur. Í millitíðinni getur ýmislegt gerst. Við sjáum sjálfsmorðstíðni vaxa og fjöldi dauðsfalla vegna of stórra skammta af vímuefnum er alltof mikill og fer því miður vaxandi. En hvenær á að bregðast við? Að mínu mati á að bregðast við strax, rétt eins og með bílslysið. Við setjum ekki bílslys á biðlista og við ættum ekki heldur að gera það þegar börn eiga í hlut. Vandi barna er bráðavandi. Börn eiga ekki að vera á biðlista. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Á mánudaginn síðastliðinn varð alvarlegt bílslys á Reykjanesbrautinni og umferð stöðvuð á meðan verið var að hlúa að fólki og koma slösuðum á sjúkrahús. Þennan veruleika þekkjum við sem eigum þarna leið um nær daglega. Sem betur fer eigum við til fólk sem getur brugðist við þegar aðstæður sem þessar koma upp. Ég þekki það líka á eigin skinni að þurfa að reiða mig á viðbragð heilbrigðiskerfisins þegar veikindi koma upp hjá þeim sem manni standa næst. Fyrir það megum við vera þakklát og erum það svo sannarlega. Hins vegar eru til þær aðstæður þar sem ekki er verið að gera nóg og þörf á að velta því upp hvað veldur. Að biðja um hjálp Ég er lánsamur maður. Þegar ég sem ungur maður, veikur af sjúkdómnum alkóhólisma, bað um hjálp, þá fékk ég þá hjálp sem ég þurfti. Sá vegvísir dugði til þess að ég hef getað tekist betur á við lífið. Það eru hins vegar ekki allir svo heppnir og það eru ekki allir sem fá viðeigandi aðstoð þegar þeir þurfa á henni að halda. Okkar stóra viðfangsefni í dag er að bregðast við og greiða úr þeim flækjum sem óhjákvæmilega fylgja síbreytilegu og flóknu samfélagi. Samfélagsbreytingin Það er greinilegt að þær samfélagsbreytingar sem hafa átt sér stað undanfarin ár hafa aukið álag á grunnkerfin. Þótt ekki sé alveg ljóst hverju er um að kenna nefna margir afleiðingar af heimsfaraldri, mikla notkun samfélagsmiðla eða aukna notkun fíkniefna. Hver sem ástæðan er þá hefur andlegri líðan barna og ungmenna hrakað og þrátt fyrir þessa staðreynd hefur lítið gerst til þess að takast á við þá stöðu. Hvenær á að bregðast við? Staðan í samfélaginu okkar er því miður þannig að þegar barn biður um hjálp er það sett á biðlista og sá biðlisti getur verið ansi langur. Í millitíðinni getur ýmislegt gerst. Við sjáum sjálfsmorðstíðni vaxa og fjöldi dauðsfalla vegna of stórra skammta af vímuefnum er alltof mikill og fer því miður vaxandi. En hvenær á að bregðast við? Að mínu mati á að bregðast við strax, rétt eins og með bílslysið. Við setjum ekki bílslys á biðlista og við ættum ekki heldur að gera það þegar börn eiga í hlut. Vandi barna er bráðavandi. Börn eiga ekki að vera á biðlista. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun