Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar 1. nóvember 2024 08:33 Þátttaka atvinnulífsins á COP29, aðildarríkjafundi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna er mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þingið fer að þessu sinni fram í Bakú, Aserbaísjan undir yfirskriftinni „In solidarity for a greener world,“ enda er það siðferðileg skylda allra þjóða að gera það sem í þeirra valdi stendur að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu markið. Þó að mörgu hefur verið áorkað frá undirritun Parísarsamkomulagsins 2015, þá eru blikur á lofti og mikilvægt að vinna áfram að settu marki. Til að draga markvisst úr losun gróðurhúsaloftegunda þarf samstillt átak stjórnvalda og atvinnulífs í innleiðingu loftslagslausna á áður óþekktum skala. Tími aðgerða er nú. Áhersla síðasta loftslagsþings, COP28, var meðal annars á orkumál og útfösun jarðefnaeldsneytis. Á þessu þingi verður sérstökum sjónum beint að fjárfestingum í innviðum og nýsköpun en líka hvernig vinna megi að innleiðingu umfangsmikilla kerfisbreytinga, þvert á greinar, samfélög og þjóðir. Hér verða allar þjóðir að leggja sitt af mörkum svo vinna megi að nýjum leiðum að settu marki. Þegar kemur að loftslagsmálum og grænum lausnum stendur Ísland framar flestum þjóðum. Við höfum þegar lokið orkuskiptum í rafmagni og húshitun og til þess þurfti samstöðu og framsýni. Fjárfestingar okkar á þessum sviðum lögðu grunninn að því velferðarsamfélagi sem við búum við í dag. Það umhverfi hefur skapað grunn fyrir grósku nýsköpunar á sviði loftslagslausna og því eru grænar lausnir Íslands í dag eftirsóknarverðar um allan heim. Þá horfa aðrar þjóðir ekki síður til þess hvaða lærdóm megi draga af vegferð Íslands. Við búum yfir einstakri þekkingu og reynslu á sviði nýtingar jarðvarma og vatnsafls, föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis og græns hugvits. Þess vegna skiptir máli að íslenskt atvinnulíf haldi áfram að sækja fram og kynni sínar lausnir á alþjóðlegum vettvangi sem þessum. Skilaboð íslensku viðskiptasendinefndarinnar á COP29 eru skýr: Sjálfbær framtíð byggir á öflugu samstarfi sem stuðlar að grósku nýsköpunar og þýðingarmiklum loftslagsaðgerðum fyrir komandi kynslóðir. Með þátttöku sinni eru íslensk fyrirtæki að sýna í verki að þau séu ekki bara áhorfendur í loftslagsbaráttunni heldur leiðtogar sem knýja áfram lausnirnar sem við þurfum. Ef Ísland getur það, geta aðrar þjóðir. Sýnum öðrum þjóðum hugrekkið og hugvitið sem í okkur býr. Um Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna og viðskiptasendinefnd atvinnulífsins á COP29 COP er stærsti árlegi loftslagsviðburður heims. Undanfarin ár hefur Ísland sent viðskiptasendinefnd á COP, samhliða samninganefnd Íslands. Viðburðurinn hefur þróast í þá átt að vera ekki eingöngu samningavettvangur aðildarríkjanna, heldur innleiðingarvettvangur þar sem áherslan er á lausnamiðað samtal, þekkingarmiðlun og samstarf um leiðir að settu marki. Íslenskum fyrirtækjum gefst því tækifæri til að kynna sig, sækja sér þekkingu og finna samstarfsaðila. Grænvangur, í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið heldur utan um þátttöku viðskiptasendinefndar á COP29. Sendinefndin samanstendur af 8 íslenskum fyrirtækjum og nánar má lesa um þátttöku íslensku viðskiptasendinefndarinnar hér. Allur kostnaður er hlýst af þátttöku fyrirtækjanna og fulltrúa þeirra greiðist af fyrirtækjunum sjálfum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þátttaka atvinnulífsins á COP29, aðildarríkjafundi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna er mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þingið fer að þessu sinni fram í Bakú, Aserbaísjan undir yfirskriftinni „In solidarity for a greener world,“ enda er það siðferðileg skylda allra þjóða að gera það sem í þeirra valdi stendur að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu markið. Þó að mörgu hefur verið áorkað frá undirritun Parísarsamkomulagsins 2015, þá eru blikur á lofti og mikilvægt að vinna áfram að settu marki. Til að draga markvisst úr losun gróðurhúsaloftegunda þarf samstillt átak stjórnvalda og atvinnulífs í innleiðingu loftslagslausna á áður óþekktum skala. Tími aðgerða er nú. Áhersla síðasta loftslagsþings, COP28, var meðal annars á orkumál og útfösun jarðefnaeldsneytis. Á þessu þingi verður sérstökum sjónum beint að fjárfestingum í innviðum og nýsköpun en líka hvernig vinna megi að innleiðingu umfangsmikilla kerfisbreytinga, þvert á greinar, samfélög og þjóðir. Hér verða allar þjóðir að leggja sitt af mörkum svo vinna megi að nýjum leiðum að settu marki. Þegar kemur að loftslagsmálum og grænum lausnum stendur Ísland framar flestum þjóðum. Við höfum þegar lokið orkuskiptum í rafmagni og húshitun og til þess þurfti samstöðu og framsýni. Fjárfestingar okkar á þessum sviðum lögðu grunninn að því velferðarsamfélagi sem við búum við í dag. Það umhverfi hefur skapað grunn fyrir grósku nýsköpunar á sviði loftslagslausna og því eru grænar lausnir Íslands í dag eftirsóknarverðar um allan heim. Þá horfa aðrar þjóðir ekki síður til þess hvaða lærdóm megi draga af vegferð Íslands. Við búum yfir einstakri þekkingu og reynslu á sviði nýtingar jarðvarma og vatnsafls, föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis og græns hugvits. Þess vegna skiptir máli að íslenskt atvinnulíf haldi áfram að sækja fram og kynni sínar lausnir á alþjóðlegum vettvangi sem þessum. Skilaboð íslensku viðskiptasendinefndarinnar á COP29 eru skýr: Sjálfbær framtíð byggir á öflugu samstarfi sem stuðlar að grósku nýsköpunar og þýðingarmiklum loftslagsaðgerðum fyrir komandi kynslóðir. Með þátttöku sinni eru íslensk fyrirtæki að sýna í verki að þau séu ekki bara áhorfendur í loftslagsbaráttunni heldur leiðtogar sem knýja áfram lausnirnar sem við þurfum. Ef Ísland getur það, geta aðrar þjóðir. Sýnum öðrum þjóðum hugrekkið og hugvitið sem í okkur býr. Um Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna og viðskiptasendinefnd atvinnulífsins á COP29 COP er stærsti árlegi loftslagsviðburður heims. Undanfarin ár hefur Ísland sent viðskiptasendinefnd á COP, samhliða samninganefnd Íslands. Viðburðurinn hefur þróast í þá átt að vera ekki eingöngu samningavettvangur aðildarríkjanna, heldur innleiðingarvettvangur þar sem áherslan er á lausnamiðað samtal, þekkingarmiðlun og samstarf um leiðir að settu marki. Íslenskum fyrirtækjum gefst því tækifæri til að kynna sig, sækja sér þekkingu og finna samstarfsaðila. Grænvangur, í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið heldur utan um þátttöku viðskiptasendinefndar á COP29. Sendinefndin samanstendur af 8 íslenskum fyrirtækjum og nánar má lesa um þátttöku íslensku viðskiptasendinefndarinnar hér. Allur kostnaður er hlýst af þátttöku fyrirtækjanna og fulltrúa þeirra greiðist af fyrirtækjunum sjálfum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun