Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar 1. nóvember 2024 08:33 Þátttaka atvinnulífsins á COP29, aðildarríkjafundi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna er mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þingið fer að þessu sinni fram í Bakú, Aserbaísjan undir yfirskriftinni „In solidarity for a greener world,“ enda er það siðferðileg skylda allra þjóða að gera það sem í þeirra valdi stendur að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu markið. Þó að mörgu hefur verið áorkað frá undirritun Parísarsamkomulagsins 2015, þá eru blikur á lofti og mikilvægt að vinna áfram að settu marki. Til að draga markvisst úr losun gróðurhúsaloftegunda þarf samstillt átak stjórnvalda og atvinnulífs í innleiðingu loftslagslausna á áður óþekktum skala. Tími aðgerða er nú. Áhersla síðasta loftslagsþings, COP28, var meðal annars á orkumál og útfösun jarðefnaeldsneytis. Á þessu þingi verður sérstökum sjónum beint að fjárfestingum í innviðum og nýsköpun en líka hvernig vinna megi að innleiðingu umfangsmikilla kerfisbreytinga, þvert á greinar, samfélög og þjóðir. Hér verða allar þjóðir að leggja sitt af mörkum svo vinna megi að nýjum leiðum að settu marki. Þegar kemur að loftslagsmálum og grænum lausnum stendur Ísland framar flestum þjóðum. Við höfum þegar lokið orkuskiptum í rafmagni og húshitun og til þess þurfti samstöðu og framsýni. Fjárfestingar okkar á þessum sviðum lögðu grunninn að því velferðarsamfélagi sem við búum við í dag. Það umhverfi hefur skapað grunn fyrir grósku nýsköpunar á sviði loftslagslausna og því eru grænar lausnir Íslands í dag eftirsóknarverðar um allan heim. Þá horfa aðrar þjóðir ekki síður til þess hvaða lærdóm megi draga af vegferð Íslands. Við búum yfir einstakri þekkingu og reynslu á sviði nýtingar jarðvarma og vatnsafls, föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis og græns hugvits. Þess vegna skiptir máli að íslenskt atvinnulíf haldi áfram að sækja fram og kynni sínar lausnir á alþjóðlegum vettvangi sem þessum. Skilaboð íslensku viðskiptasendinefndarinnar á COP29 eru skýr: Sjálfbær framtíð byggir á öflugu samstarfi sem stuðlar að grósku nýsköpunar og þýðingarmiklum loftslagsaðgerðum fyrir komandi kynslóðir. Með þátttöku sinni eru íslensk fyrirtæki að sýna í verki að þau séu ekki bara áhorfendur í loftslagsbaráttunni heldur leiðtogar sem knýja áfram lausnirnar sem við þurfum. Ef Ísland getur það, geta aðrar þjóðir. Sýnum öðrum þjóðum hugrekkið og hugvitið sem í okkur býr. Um Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna og viðskiptasendinefnd atvinnulífsins á COP29 COP er stærsti árlegi loftslagsviðburður heims. Undanfarin ár hefur Ísland sent viðskiptasendinefnd á COP, samhliða samninganefnd Íslands. Viðburðurinn hefur þróast í þá átt að vera ekki eingöngu samningavettvangur aðildarríkjanna, heldur innleiðingarvettvangur þar sem áherslan er á lausnamiðað samtal, þekkingarmiðlun og samstarf um leiðir að settu marki. Íslenskum fyrirtækjum gefst því tækifæri til að kynna sig, sækja sér þekkingu og finna samstarfsaðila. Grænvangur, í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið heldur utan um þátttöku viðskiptasendinefndar á COP29. Sendinefndin samanstendur af 8 íslenskum fyrirtækjum og nánar má lesa um þátttöku íslensku viðskiptasendinefndarinnar hér. Allur kostnaður er hlýst af þátttöku fyrirtækjanna og fulltrúa þeirra greiðist af fyrirtækjunum sjálfum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þátttaka atvinnulífsins á COP29, aðildarríkjafundi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna er mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þingið fer að þessu sinni fram í Bakú, Aserbaísjan undir yfirskriftinni „In solidarity for a greener world,“ enda er það siðferðileg skylda allra þjóða að gera það sem í þeirra valdi stendur að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu markið. Þó að mörgu hefur verið áorkað frá undirritun Parísarsamkomulagsins 2015, þá eru blikur á lofti og mikilvægt að vinna áfram að settu marki. Til að draga markvisst úr losun gróðurhúsaloftegunda þarf samstillt átak stjórnvalda og atvinnulífs í innleiðingu loftslagslausna á áður óþekktum skala. Tími aðgerða er nú. Áhersla síðasta loftslagsþings, COP28, var meðal annars á orkumál og útfösun jarðefnaeldsneytis. Á þessu þingi verður sérstökum sjónum beint að fjárfestingum í innviðum og nýsköpun en líka hvernig vinna megi að innleiðingu umfangsmikilla kerfisbreytinga, þvert á greinar, samfélög og þjóðir. Hér verða allar þjóðir að leggja sitt af mörkum svo vinna megi að nýjum leiðum að settu marki. Þegar kemur að loftslagsmálum og grænum lausnum stendur Ísland framar flestum þjóðum. Við höfum þegar lokið orkuskiptum í rafmagni og húshitun og til þess þurfti samstöðu og framsýni. Fjárfestingar okkar á þessum sviðum lögðu grunninn að því velferðarsamfélagi sem við búum við í dag. Það umhverfi hefur skapað grunn fyrir grósku nýsköpunar á sviði loftslagslausna og því eru grænar lausnir Íslands í dag eftirsóknarverðar um allan heim. Þá horfa aðrar þjóðir ekki síður til þess hvaða lærdóm megi draga af vegferð Íslands. Við búum yfir einstakri þekkingu og reynslu á sviði nýtingar jarðvarma og vatnsafls, föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis og græns hugvits. Þess vegna skiptir máli að íslenskt atvinnulíf haldi áfram að sækja fram og kynni sínar lausnir á alþjóðlegum vettvangi sem þessum. Skilaboð íslensku viðskiptasendinefndarinnar á COP29 eru skýr: Sjálfbær framtíð byggir á öflugu samstarfi sem stuðlar að grósku nýsköpunar og þýðingarmiklum loftslagsaðgerðum fyrir komandi kynslóðir. Með þátttöku sinni eru íslensk fyrirtæki að sýna í verki að þau séu ekki bara áhorfendur í loftslagsbaráttunni heldur leiðtogar sem knýja áfram lausnirnar sem við þurfum. Ef Ísland getur það, geta aðrar þjóðir. Sýnum öðrum þjóðum hugrekkið og hugvitið sem í okkur býr. Um Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna og viðskiptasendinefnd atvinnulífsins á COP29 COP er stærsti árlegi loftslagsviðburður heims. Undanfarin ár hefur Ísland sent viðskiptasendinefnd á COP, samhliða samninganefnd Íslands. Viðburðurinn hefur þróast í þá átt að vera ekki eingöngu samningavettvangur aðildarríkjanna, heldur innleiðingarvettvangur þar sem áherslan er á lausnamiðað samtal, þekkingarmiðlun og samstarf um leiðir að settu marki. Íslenskum fyrirtækjum gefst því tækifæri til að kynna sig, sækja sér þekkingu og finna samstarfsaðila. Grænvangur, í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið heldur utan um þátttöku viðskiptasendinefndar á COP29. Sendinefndin samanstendur af 8 íslenskum fyrirtækjum og nánar má lesa um þátttöku íslensku viðskiptasendinefndarinnar hér. Allur kostnaður er hlýst af þátttöku fyrirtækjanna og fulltrúa þeirra greiðist af fyrirtækjunum sjálfum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun