Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2024 15:01 Arnar Þór Jónsson (t.v) segir „djúpríki“ við lýði á Íslandi. Vestanhafs telja stuðningsmenn Donalds Trump að djúpríki leggi stein í götu hans. Til hægri er stuðingskona Trump með mótmælaskilti sem á stendur „Afhjúpið djúpríkið“. Vísir/Getty Stjórnmálafræðiprófessor segir það ranga notkun á hugtökum að blanda mögulegri spillingu við veitingu embætta saman við samsæriskenningu um „djúpríki“ sem stýri landinu á bak við tjöldin. Formaður Lýðræðisflokksins sagði djúpríkið staðreynd á Íslandi. Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hélt því fram að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og keppinautur hans í forsetakosningunum, yrði á næstunni sett í „gott embætti á vegum íslenska ríkisins eða hjá erlendum stofnunum“ í viðtali við mbl.is. Nefndi hann þetta sem dæmi um meint „djúpríki“ sem væri við lýði hér á landi. „Djúpríki“ er hugtak sem hefur náð töluverðri útbreiðslu á undanförnum árum, sérstaklega eftir að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, hélt því fram að „djúpríki“ innan bandaríska stjórnkerfisins reyndi að klekkja á honum í forsetatíð hans. Kenningin um djúpríkið er samsæriskenning að sögn Eiríks Bergmann, prófessors í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, sem telur að það sé röng hugtakanotkun að kenna spillingu í embættisveitingum við djúpríkið. Það hafi ekkert með djúpríki að gera að halda því fram að embættismannakerfið eða hagsmunagæsluaðilar hafi of mikil áhrif í samfélaginu. „Það að einhver fái sendiherrastól einhvers staðar er ekki djúpríkisaðgerð. Það væri mjög léttvægur þáttur í slíku. Menn geta sagt að það sé til einhvers konar embættisveitingaspilling í landinu. Að sulla því saman við djúpríkið er bara röng notkun á hugtökum,“ sagði Eiríkur í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Kenning um að ill öfl hafi tekið völdin Hugtakið „djúpríki“ á rætur sínar að rekja til ríkja þar sem valdarán hersins eru tíð eins og í Tyrklandi og víðar. Íbúar þar telji borgaraleg stjórnvöld ekki raunverulega við stjórnvölinn heldur herinn eða öfl sem tengjast honum. Eiríkur segir að þegar kenningin var flutt inn til Bandaríkjanna hafi það meðal annars verið hergagnaiðnaðurinn sem átti að stjórna öllu á bak við tjöldin. Kenningin tók svo á sig enn aðra mynd í tíð Trump. „Hún gengur ekki út á það að til sé embættismannakerfi og samkrull spilltra afla sem svona ráði ýmsu í þjóðfélaginu, geti haft áhrif hér og þar heldur sé þetta kerfisbundið stjórnvald undir niðri sem er leynilegt og við sjáum ekki og að það samanstandi af tilteknum einstaklingum sem við getum bent á,“ segir prófessorinn sem heldur úti hlaðvarpinu Skuggavaldinu um samsæriskenningar. Í Bandaríkjunum sé það til dæmis áhrifafólk úr Demókrataflokknum, úr fjármálalífinu og frægðarmenni í Hollywood sem haldi raunverulega um stjórnartaumana. „Djúpríkið er samsæriskenning um það að illvirkjar, ekki bara einhverjir, illvirkjar stjórni landinu raunverulega. Að það séu ill öfl sem hafi grafið um sig í samfélaginu, tekið völdin, hafi stjórn á þeim stjórnvöldum sem við sjáum,“ sagði Eiríkur. Robert Mueller, sem rannsakaði meint tengsl framboðs Donalds Trump við Rússa, er á meðal þeirra sem hafa verið sagðir útsendarar „djúpríkis“ í Bandaríkjunum.EPA/JIM LO SCALZO Útbreiðsla samsæriskenninga margfaldast á Íslandi Þó að á Íslandi sé engum her, hergagnaiðnaði eða leyniþjónustu til að dreifa hefur kenningin um djúpríkið náð einhverri útbreiðslu hér á landi undanfarið eins og ummæli formanns Lýðræðisflokksins eru vísbending um. Eiríkur segir að samsæriskenningar séu í eðli sínu almennar og alþjóðlegar. Þær breiðist um jarðkringluna og séu staðfærðar og aðlagaðar að aðstæðum á hverjum stað. Helsta samsæriskenningin í Evrópu um þessar mundir snúist um „útskiptin miklu“ (e. Great Replacement Theory). Hún gengur út á að illvirkjar í Miðausturlöndum sendi kerfisbundið fólk frá Norður-Afríku og Miðausturlöndum til Evrópu til þess að koma þar á íslömsku samfélagi. „Þá er þetta ekki bara fólk sem er að leita sér betra viðurværis upp á eigin spýtur sem er að koma til Evrópu heldur er það sent af illvirkjum,“ sagði Eirík. Djúpríkið sé stærsta samsæriskenningin vestanhafs en í Rússlandi hafi grasserað kenning um að vestræn ríki sætu um landið og hygðu á innrás. Á Íslandi hafi verið sáralítið um samsæriskenningar af þessu tagi fram til 2016 en síðan þá hafi tíðni þeirra, alvarleiki og útbreiðsla margfaldast. „Núna geturðu séð alvarlegar samsæriskenningar flæða á hverjum degi. Þetta er engin smávægis breyting.“ Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavík síðdegis Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hélt því fram að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og keppinautur hans í forsetakosningunum, yrði á næstunni sett í „gott embætti á vegum íslenska ríkisins eða hjá erlendum stofnunum“ í viðtali við mbl.is. Nefndi hann þetta sem dæmi um meint „djúpríki“ sem væri við lýði hér á landi. „Djúpríki“ er hugtak sem hefur náð töluverðri útbreiðslu á undanförnum árum, sérstaklega eftir að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, hélt því fram að „djúpríki“ innan bandaríska stjórnkerfisins reyndi að klekkja á honum í forsetatíð hans. Kenningin um djúpríkið er samsæriskenning að sögn Eiríks Bergmann, prófessors í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, sem telur að það sé röng hugtakanotkun að kenna spillingu í embættisveitingum við djúpríkið. Það hafi ekkert með djúpríki að gera að halda því fram að embættismannakerfið eða hagsmunagæsluaðilar hafi of mikil áhrif í samfélaginu. „Það að einhver fái sendiherrastól einhvers staðar er ekki djúpríkisaðgerð. Það væri mjög léttvægur þáttur í slíku. Menn geta sagt að það sé til einhvers konar embættisveitingaspilling í landinu. Að sulla því saman við djúpríkið er bara röng notkun á hugtökum,“ sagði Eiríkur í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Kenning um að ill öfl hafi tekið völdin Hugtakið „djúpríki“ á rætur sínar að rekja til ríkja þar sem valdarán hersins eru tíð eins og í Tyrklandi og víðar. Íbúar þar telji borgaraleg stjórnvöld ekki raunverulega við stjórnvölinn heldur herinn eða öfl sem tengjast honum. Eiríkur segir að þegar kenningin var flutt inn til Bandaríkjanna hafi það meðal annars verið hergagnaiðnaðurinn sem átti að stjórna öllu á bak við tjöldin. Kenningin tók svo á sig enn aðra mynd í tíð Trump. „Hún gengur ekki út á það að til sé embættismannakerfi og samkrull spilltra afla sem svona ráði ýmsu í þjóðfélaginu, geti haft áhrif hér og þar heldur sé þetta kerfisbundið stjórnvald undir niðri sem er leynilegt og við sjáum ekki og að það samanstandi af tilteknum einstaklingum sem við getum bent á,“ segir prófessorinn sem heldur úti hlaðvarpinu Skuggavaldinu um samsæriskenningar. Í Bandaríkjunum sé það til dæmis áhrifafólk úr Demókrataflokknum, úr fjármálalífinu og frægðarmenni í Hollywood sem haldi raunverulega um stjórnartaumana. „Djúpríkið er samsæriskenning um það að illvirkjar, ekki bara einhverjir, illvirkjar stjórni landinu raunverulega. Að það séu ill öfl sem hafi grafið um sig í samfélaginu, tekið völdin, hafi stjórn á þeim stjórnvöldum sem við sjáum,“ sagði Eiríkur. Robert Mueller, sem rannsakaði meint tengsl framboðs Donalds Trump við Rússa, er á meðal þeirra sem hafa verið sagðir útsendarar „djúpríkis“ í Bandaríkjunum.EPA/JIM LO SCALZO Útbreiðsla samsæriskenninga margfaldast á Íslandi Þó að á Íslandi sé engum her, hergagnaiðnaði eða leyniþjónustu til að dreifa hefur kenningin um djúpríkið náð einhverri útbreiðslu hér á landi undanfarið eins og ummæli formanns Lýðræðisflokksins eru vísbending um. Eiríkur segir að samsæriskenningar séu í eðli sínu almennar og alþjóðlegar. Þær breiðist um jarðkringluna og séu staðfærðar og aðlagaðar að aðstæðum á hverjum stað. Helsta samsæriskenningin í Evrópu um þessar mundir snúist um „útskiptin miklu“ (e. Great Replacement Theory). Hún gengur út á að illvirkjar í Miðausturlöndum sendi kerfisbundið fólk frá Norður-Afríku og Miðausturlöndum til Evrópu til þess að koma þar á íslömsku samfélagi. „Þá er þetta ekki bara fólk sem er að leita sér betra viðurværis upp á eigin spýtur sem er að koma til Evrópu heldur er það sent af illvirkjum,“ sagði Eirík. Djúpríkið sé stærsta samsæriskenningin vestanhafs en í Rússlandi hafi grasserað kenning um að vestræn ríki sætu um landið og hygðu á innrás. Á Íslandi hafi verið sáralítið um samsæriskenningar af þessu tagi fram til 2016 en síðan þá hafi tíðni þeirra, alvarleiki og útbreiðsla margfaldast. „Núna geturðu séð alvarlegar samsæriskenningar flæða á hverjum degi. Þetta er engin smávægis breyting.“
Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavík síðdegis Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira