Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Lovísa Arnardóttir skrifar 31. október 2024 06:31 Bærinn Paiporta varð einna verst úti í flóðunum. Forsætisráðherra landsins, Pedro Sanchez, mun í dag heimsækja miðstöð viðbragðsaðila í bænum. Vísir/EPA Halda á leit áfram í Valencia á Spáni þar sem hamfaraflóð hófust í fyrradag. Alls eru 95 látin en líklegt er að sú tala eigi eftir að hækka þegar líður á daginn. Mikill fjöldi viðbragðsaðila frá lögreglu, her og björgunarsveitum mun í dag leita að fólki. Tugir eru enn týnd. Ekki hafa svo margir látist í flóðum á Spáni í áratugi. Fjöldi er enn án rafmagns og margir vegir enn lokaðir vegna hamfaranna. Þar eru þúsundir bíla fastir. Lestarsamgöngur í Valencia hafa víða verið stöðvaðar. Pedro Sanchez, forsætisráðhera landsins, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg. Hann mun heimsækja miðstöð viðbragðsaðila í bænum Paiporta í dag en þar varð fólk hvað verst úti. Greint er frá á spænska miðlinum El País. Í frétt breska miðilsins Guardian segir að varnarmálaráðherra landsins hafi sagt í viðtali við útvarpsstöðina Cadena Ser að sérhæft leitarlið innan spænska hersins myndi í dag byrja að leita að fólki í drullu og rústum. Til þess myndu þau til dæmis nota leitarhunda. Hún sagði í viðtalinu yfirvöld ekki bjartsýn á að það finnist ekki fleiri látnir. Teymið verður með sér 50 færanleg líkhús. Meiri rigningu er spáð í dag í austurhluta Valencia sem varð verst úti. Í Tarragona og Castellón í norðaustri hafa verið gefnar út appelsínugular veðurviðvaranir. Í suðvestur hluta hafa verið gefnar út gular viðvaranir, þar er í Cádiz, Huelva og Sevilla samkvæmt spænska miðlinum El País. Mikill fjöldi fólks leitar nú að ástvinum sínum og auglýsir eftir þeim á samfélagsmiðlum. Seint viðbragð Í frétt Guardian segir að fólk velti því nú fyrir sér hvort eitthvað hafi brugðist í viðbrögðum yfirvalda. Hvort fólk hefði ekki átt að vera látið vita fyrr af hættunni. Rigningin hófst í upphafi vikunnar og leiddi svo til flóða. Gefin var út rauð veðurviðvörun á miðvikudag en það var svo aðeins um kvöldið sem að yfirvöld í héraðinu skipulögðu nokkuð viðbragð. Skilaboð til fólks um að yfirgefa ekki heimili sitt var ekki sent fyrr en eftir 20 um kvöldið og var of seint fyrir marga. Fólk festist á vegum og komst ekki neitt áfram. Ekki hafa verið svo slæmt flóð á Spáni síðan 1996 þegar 87 létust í flóðum á tjaldsvæði í Pyranees fjöllum. Styttra er frá hamfaraflóðum í Evrópu en árið 2021 létust 243 í flóðum í Þýskalandi, Belgíu, Rúmeníu, Ítalíu og Austurríki. Hlýnun Miðjarðarhafsins Hamfararigningin hefur verið tengd við fyrirbæri sem kallað er „gota fría“ eða „kaldi dropinn“ sem gerist þegar kalt loft fer yfir heitan sjóinn í Miðjarðarhafinu. Það valdi óstöðugleika í andrúmsloftinu sem leiði til þess að heitt og blautt loft rís hratt og veldur að lokum þungri rigningu og þrumuveðri. Í frétt Guardian segir að hlýnun Miðjarðarhafsins, sem eykur uppgufun vatns, spili lykilhlutverk í því að gera úrhellisrigningu alvarlegri. Spánn Loftslagsmál Umhverfismál Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Ekki hafa svo margir látist í flóðum á Spáni í áratugi. Fjöldi er enn án rafmagns og margir vegir enn lokaðir vegna hamfaranna. Þar eru þúsundir bíla fastir. Lestarsamgöngur í Valencia hafa víða verið stöðvaðar. Pedro Sanchez, forsætisráðhera landsins, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg. Hann mun heimsækja miðstöð viðbragðsaðila í bænum Paiporta í dag en þar varð fólk hvað verst úti. Greint er frá á spænska miðlinum El País. Í frétt breska miðilsins Guardian segir að varnarmálaráðherra landsins hafi sagt í viðtali við útvarpsstöðina Cadena Ser að sérhæft leitarlið innan spænska hersins myndi í dag byrja að leita að fólki í drullu og rústum. Til þess myndu þau til dæmis nota leitarhunda. Hún sagði í viðtalinu yfirvöld ekki bjartsýn á að það finnist ekki fleiri látnir. Teymið verður með sér 50 færanleg líkhús. Meiri rigningu er spáð í dag í austurhluta Valencia sem varð verst úti. Í Tarragona og Castellón í norðaustri hafa verið gefnar út appelsínugular veðurviðvaranir. Í suðvestur hluta hafa verið gefnar út gular viðvaranir, þar er í Cádiz, Huelva og Sevilla samkvæmt spænska miðlinum El País. Mikill fjöldi fólks leitar nú að ástvinum sínum og auglýsir eftir þeim á samfélagsmiðlum. Seint viðbragð Í frétt Guardian segir að fólk velti því nú fyrir sér hvort eitthvað hafi brugðist í viðbrögðum yfirvalda. Hvort fólk hefði ekki átt að vera látið vita fyrr af hættunni. Rigningin hófst í upphafi vikunnar og leiddi svo til flóða. Gefin var út rauð veðurviðvörun á miðvikudag en það var svo aðeins um kvöldið sem að yfirvöld í héraðinu skipulögðu nokkuð viðbragð. Skilaboð til fólks um að yfirgefa ekki heimili sitt var ekki sent fyrr en eftir 20 um kvöldið og var of seint fyrir marga. Fólk festist á vegum og komst ekki neitt áfram. Ekki hafa verið svo slæmt flóð á Spáni síðan 1996 þegar 87 létust í flóðum á tjaldsvæði í Pyranees fjöllum. Styttra er frá hamfaraflóðum í Evrópu en árið 2021 létust 243 í flóðum í Þýskalandi, Belgíu, Rúmeníu, Ítalíu og Austurríki. Hlýnun Miðjarðarhafsins Hamfararigningin hefur verið tengd við fyrirbæri sem kallað er „gota fría“ eða „kaldi dropinn“ sem gerist þegar kalt loft fer yfir heitan sjóinn í Miðjarðarhafinu. Það valdi óstöðugleika í andrúmsloftinu sem leiði til þess að heitt og blautt loft rís hratt og veldur að lokum þungri rigningu og þrumuveðri. Í frétt Guardian segir að hlýnun Miðjarðarhafsins, sem eykur uppgufun vatns, spili lykilhlutverk í því að gera úrhellisrigningu alvarlegri.
Spánn Loftslagsmál Umhverfismál Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira