Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. október 2024 21:57 Marta Maier formaður nemendaráðs Laugalækjarskóla furðar sig á því að verkfall kennara muni koma í veg fyrir að nemendur fái að mæta á Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur. vísir „Það eru allir mjög svekktir yfir þessu, enda er þetta einn stærsti viðburður ársins,“ segir Marta Maier 10. bekkingur og formaður nemendaráðs Laugalækjarskóla. Kennarar skólans hófu verkfallsaðsgerðir í dag og ýmislegt er í lausu lofti í vegna þess, svo sem Skrekksviðburður nemenda. Kennarar Laugalækjarskóla eru í verkfalli næstu þrjár vikurnar og var engin kennsla þar í dag. Kennarar og foreldrar hafa áhyggjur af stöðunni, en ekki síður nemendur. „Út í hött“ „Sumir hugsa kannski að það sé gaman í fríi, en við erum í tíunda bekk og erum að missa mikið úr náminu. Þrjár vikur er slatti sem við þurfum svo að taka upp síðar allt í einu. Maður hugsar með sér hvort þetta hafi áhrif á menntaskóla, hvort við verðum verr undirbúin en aðrir nemendur. En þetta snýst ekki bara um námið heldur félagslífið og núna Skrekk,“ segir Marta í samtali við Vísi. Nemendur fréttu það á mánudag að ekki væri gert ráð fyrir að þeir fengju að mæta á Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, sem haldinn verður í stóra sal Borgarleikhússins í næstu viku. Miðar sem seldir höfðu verið nemendum voru endurgreiddir í gegnum miðasölu Tix.is og sú ástæða gefin að kennarar þyrftu að vera í fylgd með hópnum. Aftur á móti megi Skrekkshópur Laugalækjarskóla, þ.e. keppendur skólans, mæta og sýna öllum nema þeirra samnemendum. „Við fréttum þetta núna, að krakkarnir fái ekki að sýna fyrir skólann sinn. Þetta er bara út í hött,“ segir Marta. „Þetta er það skemmtilegasta sem skólinn gerir á árinu.“ Stórmál fyrir krakkana Bryndís Ýr Pétursdóttir, formaður foreldrafélags Laugarlækjarskóla og móðir Mörtu segir að foreldri hafi fengið þau svör frá verkfallsstjórn Kennarasambandsins að það sem nemendur aðhafist í frítíma sínum félli ekki undir verkfallsbrot. „Foreldrar og starfsfólk félagsmiðstöðva var hvatt til að fylgja nemendum á þessa skemmtum,“ segir Bryndís. Hún hefur aftur á móti engin skýr svör fengið frá viðburðarhaldara og því málið enn í lausu lofti. „Þetta er ekkert stórmál en skiptir krakkana mjög miklu máli. Hópurinn er búinn að æfa linnulaust allt vetrarfríiið og spennt að sýna vinum sínum.“ Kennaraverkfall 2024 Skrekkur Grunnskólar Krakkar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Kennarar Laugalækjarskóla eru í verkfalli næstu þrjár vikurnar og var engin kennsla þar í dag. Kennarar og foreldrar hafa áhyggjur af stöðunni, en ekki síður nemendur. „Út í hött“ „Sumir hugsa kannski að það sé gaman í fríi, en við erum í tíunda bekk og erum að missa mikið úr náminu. Þrjár vikur er slatti sem við þurfum svo að taka upp síðar allt í einu. Maður hugsar með sér hvort þetta hafi áhrif á menntaskóla, hvort við verðum verr undirbúin en aðrir nemendur. En þetta snýst ekki bara um námið heldur félagslífið og núna Skrekk,“ segir Marta í samtali við Vísi. Nemendur fréttu það á mánudag að ekki væri gert ráð fyrir að þeir fengju að mæta á Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, sem haldinn verður í stóra sal Borgarleikhússins í næstu viku. Miðar sem seldir höfðu verið nemendum voru endurgreiddir í gegnum miðasölu Tix.is og sú ástæða gefin að kennarar þyrftu að vera í fylgd með hópnum. Aftur á móti megi Skrekkshópur Laugalækjarskóla, þ.e. keppendur skólans, mæta og sýna öllum nema þeirra samnemendum. „Við fréttum þetta núna, að krakkarnir fái ekki að sýna fyrir skólann sinn. Þetta er bara út í hött,“ segir Marta. „Þetta er það skemmtilegasta sem skólinn gerir á árinu.“ Stórmál fyrir krakkana Bryndís Ýr Pétursdóttir, formaður foreldrafélags Laugarlækjarskóla og móðir Mörtu segir að foreldri hafi fengið þau svör frá verkfallsstjórn Kennarasambandsins að það sem nemendur aðhafist í frítíma sínum félli ekki undir verkfallsbrot. „Foreldrar og starfsfólk félagsmiðstöðva var hvatt til að fylgja nemendum á þessa skemmtum,“ segir Bryndís. Hún hefur aftur á móti engin skýr svör fengið frá viðburðarhaldara og því málið enn í lausu lofti. „Þetta er ekkert stórmál en skiptir krakkana mjög miklu máli. Hópurinn er búinn að æfa linnulaust allt vetrarfríiið og spennt að sýna vinum sínum.“
Kennaraverkfall 2024 Skrekkur Grunnskólar Krakkar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira