Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2024 14:51 Eldri maður heldur á georgíska fánanum og fána Evrópusambandsins á mótmælum stjórnarandstöðunnar gegn kosningaúrslitunum í Tblisi á mánudag, 28. október 2024. Þúsundir manna mótmæltu fyrir utan þinghúsið. AP/Zurab Tsertsvadze Saksóknarar í Georgíu segjast nú rannsaka ásakanir stjórnarandstöðunnar í landinu um að úrslitum þingkosninga sem fóru fram um helgina hafi verið hagrætt. Stjórnarandstaðan og forseti landsins viðurkenna ekki úrslitin. Samkvæmt opinberum tölum hlaut Georgíski draumurinn, sitjandi stjórnarflokkur Georgíu, 54 prósent atkvæða þrátt fyrir að útgönguspár hafi bent til sigurs stjórnarandstöðunnar. Salome Zourabicvili, forseti, hefur haldið því fram að úrslitin hafi verið fölsuð en hún hefur ekki lagt fram sannanir fyrir því. Embætti ríkissaksóknara sagðist í dag hafa boðað Zourabichvili til skýrslutöku á morgun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rannsóknin hefði verið opnuð að beiðni yfirkjörstjórnar landsins en hún heldur því fram að kosningarnar hafi farið vel fram. Stjórnarandstaðan gagnrýndi að ríkissaksóknari ætlaði ekki að skipa óháðan rannsakanda í ljósi þess að yfirmaður embættisins var skipaður af þingmeirihluta Georgíska draumsins. Kosningaeftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sögðu að dæmi hafi verið um að kjósendum hefði verið ógnað eða þeim mútað og að kjörkassar hafi verið fylltir með atkvæðum sem hefðu getað haft áhrif á úrslitin. Þeir fullyrtu þó ekki að úrslitunum hefði verið hagrætt. Kosningunum um helgina var stillt upp sem vali kjósenda á milli afturhvarfs fyrru sovétlýðveldisins í faðm Rússlands undir Georgíska draumnum annars vegar eða aukins samstarfs til vesturs hins vegar. Georgía hefur stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu en umsóknin var fryst eftir að Georgíski draumurinn kom í gegn lögum sem þrengja verulega að fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum fyrr á þessu ári. Þá hét stofnandi Georgíska draumsins því fyrir kosningar að banna stjórnarandstöðuna í landinu næði flokkur hans meirihluta á þingi. Georgía Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Stjórnarandstaðan í Georgíu véfengir úrslit kosninga sem haldnar voru þar í landi í gær. Embættismenn segja Georgíska drauminn, stjórnarflokk ríkisins, líklega hafa sigrað kosningarnar. 27. október 2024 10:58 Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. 24. október 2024 09:03 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Samkvæmt opinberum tölum hlaut Georgíski draumurinn, sitjandi stjórnarflokkur Georgíu, 54 prósent atkvæða þrátt fyrir að útgönguspár hafi bent til sigurs stjórnarandstöðunnar. Salome Zourabicvili, forseti, hefur haldið því fram að úrslitin hafi verið fölsuð en hún hefur ekki lagt fram sannanir fyrir því. Embætti ríkissaksóknara sagðist í dag hafa boðað Zourabichvili til skýrslutöku á morgun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rannsóknin hefði verið opnuð að beiðni yfirkjörstjórnar landsins en hún heldur því fram að kosningarnar hafi farið vel fram. Stjórnarandstaðan gagnrýndi að ríkissaksóknari ætlaði ekki að skipa óháðan rannsakanda í ljósi þess að yfirmaður embættisins var skipaður af þingmeirihluta Georgíska draumsins. Kosningaeftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sögðu að dæmi hafi verið um að kjósendum hefði verið ógnað eða þeim mútað og að kjörkassar hafi verið fylltir með atkvæðum sem hefðu getað haft áhrif á úrslitin. Þeir fullyrtu þó ekki að úrslitunum hefði verið hagrætt. Kosningunum um helgina var stillt upp sem vali kjósenda á milli afturhvarfs fyrru sovétlýðveldisins í faðm Rússlands undir Georgíska draumnum annars vegar eða aukins samstarfs til vesturs hins vegar. Georgía hefur stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu en umsóknin var fryst eftir að Georgíski draumurinn kom í gegn lögum sem þrengja verulega að fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum fyrr á þessu ári. Þá hét stofnandi Georgíska draumsins því fyrir kosningar að banna stjórnarandstöðuna í landinu næði flokkur hans meirihluta á þingi.
Georgía Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Stjórnarandstaðan í Georgíu véfengir úrslit kosninga sem haldnar voru þar í landi í gær. Embættismenn segja Georgíska drauminn, stjórnarflokk ríkisins, líklega hafa sigrað kosningarnar. 27. október 2024 10:58 Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. 24. október 2024 09:03 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Stjórnarandstaðan í Georgíu véfengir úrslit kosninga sem haldnar voru þar í landi í gær. Embættismenn segja Georgíska drauminn, stjórnarflokk ríkisins, líklega hafa sigrað kosningarnar. 27. október 2024 10:58
Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. 24. október 2024 09:03