Skert athygli þegar ekið var inn á öfugan vegarhelming Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2024 11:07 Volvo bíllinn var mikið skemmdur. Aðdragandi banaslyss á Vesturlandsvegi til móts við Skipanes í desember í fyrra var sá að Toyota Yaris bifreið var ekið yfir á öfugan vegarhelming og framan á Volvo fólksbíl úr gagnstæðri átt. 66 ára kona sem ók Toyota bifreiðinni lést af völdum árekstursins og tveir í hinum bílnum slösuðust alvarlega. Slysið varð á þriðja tímanum síðdegis þann 13. desember í fyrra. Toyota Yaris var ekið Vesturlandsveg í átt að höfuðborgarsvæðinu á meðan Volvo bílnum var ekið í hina áttina. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið við gerð skýrslu sinnar um slysið en tilgangur skýrslugerðarinnar er að leiða í ljós orsakir slysa með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum en ekki varpa sök eða ábyrgð á nokkurn sem tengjast slysunum. Áreksturinn varð á Vesturlandsvegi til móts við Skipanes.RNSA Fram kemur í skýrslunni að hraði Toyota Yaris bílsins hafi verið mestur um 105 km/klst rúmlega sekúndu fyrir áreksturinn. Tæpri sekúndu fyrir áreksturinn steig ökumaðurinn á bremsuna og var hraðinn 80 km/klst þegar áreksturinn varð. Ökumaður og farþegi í Volvonum voru einu vitnin að árekstrinum. Þau sögðust lítið muna eftir aðdraganda fyrr en Toyota bílnum var ekið í átt að þeim skömmu fyrir slysið. Hann hefði náð að hægja á ferðinni rétt fyrir slysið, þar sem hann hafi áttað sig á því hvað væri yfirvofandi, og verið búinn að aka eins langt út í vegkant og hann treysti sér til. Hér má sjá áætlaðan árekstrarstað. Rannsóknarnefndin telur að ökumaður Toyota bílsins hafi verið með skerta athygli við aksturinn, mögulega án meðvitundar eða sofandi skömmu fyrir slysið. Hann hafi sennilega ekki orðið var við að hann ók yfir á öfugan vegarhelming fyrr en tveimur sekúndum fyrir slysið þegar hann sýndi fyrst viðbrögð með því að taka fótinn af bensíngjöfinni. Þá kemur fram í skýrslunni að yfirborð vegarins hafi verið malbikað og því mögulegt að fræsa rifflur í yfirborðið. Vegagerðin hafi fræst rifflur á milli akreina á slysstað eftir að slysið varð. Yaris bíllinn skemmdist verulega við áreksturinn. Nefndin beinir þeim tilmælum til ökumanna sem finna fyrir áhrifum þreytu eða syfju að taka sér hvíld eða hætta akstri. Rannsóknir Rannsóknarnefndar samgönguslysa hafi sýnt að svefn og þreyta eru meðal helstu orsaka banaslysa í umferðinni. Því sé brýnt að ökumenn forðist að aka þreyttir. „Margar rannsóknir hafa sýnt að þreyta skerðir aksturshæfni sem og að hætta er á að þreyttur ökumaður dotti eða jafnvel sofni undir stýri. Eins ættu allir að vera á verði og gera athugasemdir við ferðaáætlanir annarra ef sýnt er að þær geri ekki ráð fyrir nægjanlegri hvíld ökumanns,“ segir í ábendingum nefndarinnar. Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Tveir fluttir með þyrlunni eftir alvarlegt bílslys Alvarlegt bílslys varð á Þjóðvegi 1 nærri Skipanesi norður af Akrafjalli á fjórða tímanum í dag. Þrír eru slasaðir og var þyrla Landhelgisgæslunnar send norður til aðstoðar. 13. desember 2023 15:47 Banaslys á Vesturlandsvegi Einn lést í alvarlegu umferðarslysi á Vesturlandsvegi til mót við Skipanes á fjórða tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi. 14. desember 2023 09:38 Nafn konunnar sem lést í slysinu á Vesturlandsvegi Konan sem lést í umferðarslysinu sem varð við Vesturlandsveg á miðvikudag hét Jóninna Huld Haraldsdóttir. 17. desember 2023 21:59 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira
Slysið varð á þriðja tímanum síðdegis þann 13. desember í fyrra. Toyota Yaris var ekið Vesturlandsveg í átt að höfuðborgarsvæðinu á meðan Volvo bílnum var ekið í hina áttina. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið við gerð skýrslu sinnar um slysið en tilgangur skýrslugerðarinnar er að leiða í ljós orsakir slysa með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum en ekki varpa sök eða ábyrgð á nokkurn sem tengjast slysunum. Áreksturinn varð á Vesturlandsvegi til móts við Skipanes.RNSA Fram kemur í skýrslunni að hraði Toyota Yaris bílsins hafi verið mestur um 105 km/klst rúmlega sekúndu fyrir áreksturinn. Tæpri sekúndu fyrir áreksturinn steig ökumaðurinn á bremsuna og var hraðinn 80 km/klst þegar áreksturinn varð. Ökumaður og farþegi í Volvonum voru einu vitnin að árekstrinum. Þau sögðust lítið muna eftir aðdraganda fyrr en Toyota bílnum var ekið í átt að þeim skömmu fyrir slysið. Hann hefði náð að hægja á ferðinni rétt fyrir slysið, þar sem hann hafi áttað sig á því hvað væri yfirvofandi, og verið búinn að aka eins langt út í vegkant og hann treysti sér til. Hér má sjá áætlaðan árekstrarstað. Rannsóknarnefndin telur að ökumaður Toyota bílsins hafi verið með skerta athygli við aksturinn, mögulega án meðvitundar eða sofandi skömmu fyrir slysið. Hann hafi sennilega ekki orðið var við að hann ók yfir á öfugan vegarhelming fyrr en tveimur sekúndum fyrir slysið þegar hann sýndi fyrst viðbrögð með því að taka fótinn af bensíngjöfinni. Þá kemur fram í skýrslunni að yfirborð vegarins hafi verið malbikað og því mögulegt að fræsa rifflur í yfirborðið. Vegagerðin hafi fræst rifflur á milli akreina á slysstað eftir að slysið varð. Yaris bíllinn skemmdist verulega við áreksturinn. Nefndin beinir þeim tilmælum til ökumanna sem finna fyrir áhrifum þreytu eða syfju að taka sér hvíld eða hætta akstri. Rannsóknir Rannsóknarnefndar samgönguslysa hafi sýnt að svefn og þreyta eru meðal helstu orsaka banaslysa í umferðinni. Því sé brýnt að ökumenn forðist að aka þreyttir. „Margar rannsóknir hafa sýnt að þreyta skerðir aksturshæfni sem og að hætta er á að þreyttur ökumaður dotti eða jafnvel sofni undir stýri. Eins ættu allir að vera á verði og gera athugasemdir við ferðaáætlanir annarra ef sýnt er að þær geri ekki ráð fyrir nægjanlegri hvíld ökumanns,“ segir í ábendingum nefndarinnar.
Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Tveir fluttir með þyrlunni eftir alvarlegt bílslys Alvarlegt bílslys varð á Þjóðvegi 1 nærri Skipanesi norður af Akrafjalli á fjórða tímanum í dag. Þrír eru slasaðir og var þyrla Landhelgisgæslunnar send norður til aðstoðar. 13. desember 2023 15:47 Banaslys á Vesturlandsvegi Einn lést í alvarlegu umferðarslysi á Vesturlandsvegi til mót við Skipanes á fjórða tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi. 14. desember 2023 09:38 Nafn konunnar sem lést í slysinu á Vesturlandsvegi Konan sem lést í umferðarslysinu sem varð við Vesturlandsveg á miðvikudag hét Jóninna Huld Haraldsdóttir. 17. desember 2023 21:59 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira
Tveir fluttir með þyrlunni eftir alvarlegt bílslys Alvarlegt bílslys varð á Þjóðvegi 1 nærri Skipanesi norður af Akrafjalli á fjórða tímanum í dag. Þrír eru slasaðir og var þyrla Landhelgisgæslunnar send norður til aðstoðar. 13. desember 2023 15:47
Banaslys á Vesturlandsvegi Einn lést í alvarlegu umferðarslysi á Vesturlandsvegi til mót við Skipanes á fjórða tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi. 14. desember 2023 09:38
Nafn konunnar sem lést í slysinu á Vesturlandsvegi Konan sem lést í umferðarslysinu sem varð við Vesturlandsveg á miðvikudag hét Jóninna Huld Haraldsdóttir. 17. desember 2023 21:59