Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Lovísa Arnardóttir skrifar 29. október 2024 23:06 Flestir fara í bíó á höfuðborgarsvæðinu í stað þess að gera það í Keflavík segir rekstrarstjóri. Sambíó Sambíóinu í Keflavík var lokað í kvöld. Kvikmyndahúsið er fyrsta Sambíóið og var byggt árið 1941 af Eyjólfi Ásberg. Guðný Ásberg Alfreðsdóttir rekstrarstjóri kvikmyndahússins segir þetta sorgleg tímamót en að aðsóknin hafi verið orðin dræm. Eyjólfur var langalangafi hennar. Hún segir starfsfólk flest vinna uppsagnarfrest sinn út þennan mánuð en einhverjir haldi áfram að vinna fyrir þau í kvikmyndahúsum þeirra í bænum. „Síðasta sýningin var í kvöld og síðustu gestirnir eru farnir, sorgmæddir,“ segir Guðný en hún hefur lengi unnið í kvikmyndahúsinu. „Þetta er fjölskyldufyrirtæki. Salurinn Ásberg í Kringlunni er nefndur eftir langafa mínum,“ segir Guðný en salurinn var opnaður árið 2023 og er talinn einn fullkomnasti kvikmyndasalur á Íslandi. Árið 1937 hófu þau Eyjólfur og kona hans Guðný Jónsdóttir rekstur kvikmyndahússins Nýja bíós í Félagshúsum við Túngötu, eða Verkó eins og það var kallað, og níu árum seinna opnaði sérstakt kvikmyndahús sem byggt var í þeim tilgangi og starfar enn.Aðsend Hún segir að ákveðið hafi verið að skella í lás vegna dræmrar aðsóknar . Flestir á Suðurnesjum sæki þessa þjónustu í bænum. Fyrst var greint frá lokuninni á vef Víkurfrétta. Er þetta erfitt kvöld? „Já, það fylgja þessu miklar tilfinningar.“ Sambíóin hafa frá upphafi verið fjölskyldufyrirtæki og eru það enn. Aðsend Hún segir enn óákveðið hvað verði gert við búnaðinn. Á vef Sambíóanna segir að salur 1 í kvikmyndahúsinu hafi verið endurreistur árið 1998 og salur 2 svo byggður árið 2001. Myndirnar sem voru sýndar í kvikmyndahúsinu í kvöld voru Venom: The Last Dance og Smile 2. „Ég vil þakka Suðurnesjafólki fyrir stuðninginn. Við erum svo auðvitað alltaf opin áfram í bænum,“ segir Guðný að lokum. Þúsundir kvikmynda hafa verið sýndar í kvikmyndasölunum. Aðsend Kvikmyndahúsið á Akureyri til sölu Rekstur kvikmyndahússins í Keflavík er ekki sá eini sem hefur gengið erfiðlega. Í sumar var greint frá því að rekstur kvikmyndahússins á Akureyri væri til sölu. Reksturinn er enn skráður til sölu á fasteignavef Vísis fyrir 280 milljónir. Bíó og sjónvarp Reykjanesbær Suðurnesjabær Kvikmyndahús Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Hún segir starfsfólk flest vinna uppsagnarfrest sinn út þennan mánuð en einhverjir haldi áfram að vinna fyrir þau í kvikmyndahúsum þeirra í bænum. „Síðasta sýningin var í kvöld og síðustu gestirnir eru farnir, sorgmæddir,“ segir Guðný en hún hefur lengi unnið í kvikmyndahúsinu. „Þetta er fjölskyldufyrirtæki. Salurinn Ásberg í Kringlunni er nefndur eftir langafa mínum,“ segir Guðný en salurinn var opnaður árið 2023 og er talinn einn fullkomnasti kvikmyndasalur á Íslandi. Árið 1937 hófu þau Eyjólfur og kona hans Guðný Jónsdóttir rekstur kvikmyndahússins Nýja bíós í Félagshúsum við Túngötu, eða Verkó eins og það var kallað, og níu árum seinna opnaði sérstakt kvikmyndahús sem byggt var í þeim tilgangi og starfar enn.Aðsend Hún segir að ákveðið hafi verið að skella í lás vegna dræmrar aðsóknar . Flestir á Suðurnesjum sæki þessa þjónustu í bænum. Fyrst var greint frá lokuninni á vef Víkurfrétta. Er þetta erfitt kvöld? „Já, það fylgja þessu miklar tilfinningar.“ Sambíóin hafa frá upphafi verið fjölskyldufyrirtæki og eru það enn. Aðsend Hún segir enn óákveðið hvað verði gert við búnaðinn. Á vef Sambíóanna segir að salur 1 í kvikmyndahúsinu hafi verið endurreistur árið 1998 og salur 2 svo byggður árið 2001. Myndirnar sem voru sýndar í kvikmyndahúsinu í kvöld voru Venom: The Last Dance og Smile 2. „Ég vil þakka Suðurnesjafólki fyrir stuðninginn. Við erum svo auðvitað alltaf opin áfram í bænum,“ segir Guðný að lokum. Þúsundir kvikmynda hafa verið sýndar í kvikmyndasölunum. Aðsend Kvikmyndahúsið á Akureyri til sölu Rekstur kvikmyndahússins í Keflavík er ekki sá eini sem hefur gengið erfiðlega. Í sumar var greint frá því að rekstur kvikmyndahússins á Akureyri væri til sölu. Reksturinn er enn skráður til sölu á fasteignavef Vísis fyrir 280 milljónir.
Bíó og sjónvarp Reykjanesbær Suðurnesjabær Kvikmyndahús Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira