Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar 30. október 2024 07:30 „Þið eigið svo marga orlofsdaga“ fæ ég oft að heyra – sérstaklega þegar kjarabarátta kennara er í umræðunni. Já, 30 dagar eru aðeins meira en hjá mörgum og lögbundna lágmarkið en ég þekki fullt af fólki á almennum markaði sem hefur samið um jafn marga daga. Og það eru ekki einungis kennarar sem hafa 30 orlofsdaga í kjarasamningi, það er algengt á opinberum markaði. „En á sumrin?“ Já, ég á 30 orlofsdaga. Allt árið, líka á sumrin. En ég fæ ekki að ráða hvenær ég tek þá. Ég verð að taka þá alla á sumrin. „En hvað með vetrarfrí og jólafrí og páskafrí?“ Já, þá erum við yfirleitt í fríi frá kennslu enda held ég að fáir myndu vilja að við kenndum á Þorláksmessu, á aðfangadag (fyrir kl. 13) eða á milli jóla og nýárs. Og vetrarfríin sem tíðkast var bætt við skóladagatalið því svo margir foreldrar tóku börnin sín úr skóla á skólatíma fyrir utanlandsferðir og slíkt en reynt var að koma í veg fyrir röskun á námi og skólastarfi eins og unnt er með þessu móti. Þessi „frí“ eru auk þess ekki orlofsdagar heldur koma til af uppsöfnuðu vinnuframlagi umfram venjulega vinnuviku á skólaárinu. Venjuleg vinnuvika nemur 40 klukkustundum en kennarar vinna tæplega 43 klukkustundir á viku. Þessir aukatímar leysa ekki út yfirvinnugreiðslur heldur verðum við á móti að taka þessi frí á fyrirfram ákveðnum tíma. Almennt þegar starfsmaður veikist í orlofi á hann rétt á að taka út orlofið seinna, í samráði við vinnuveitanda. Fyrir kennara er þetta tvenns konar. Annars vegar eru „fríin“ á skólaárinu ekki orlof þannig að kennarinn nýtur þá ekki neinna slíkra réttinda, það væri bara synd að verða veikur. Hins vegar eru það orlofsdagar á sumrin. Kennari sem veikist þá þarf að taka út uppsöfnuðu orlofsdagana á endurmenntunartímabilinu sem fer fram í byrjun ágúst. Það er síðan ekki fyrr en allir endurmenntunartímar klárast sem hann á rétt til að taka út orlofið á öðrum tíma í samráði við vinnuveitanda. Og hér er ekki farið út í það hvernig kennarar raunverulega nýta „fríin“ sem er yfirleitt í undirbúning kennslu, yfirferð verkefna og námsmat, eða jafnvel í endurmenntun! Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
„Þið eigið svo marga orlofsdaga“ fæ ég oft að heyra – sérstaklega þegar kjarabarátta kennara er í umræðunni. Já, 30 dagar eru aðeins meira en hjá mörgum og lögbundna lágmarkið en ég þekki fullt af fólki á almennum markaði sem hefur samið um jafn marga daga. Og það eru ekki einungis kennarar sem hafa 30 orlofsdaga í kjarasamningi, það er algengt á opinberum markaði. „En á sumrin?“ Já, ég á 30 orlofsdaga. Allt árið, líka á sumrin. En ég fæ ekki að ráða hvenær ég tek þá. Ég verð að taka þá alla á sumrin. „En hvað með vetrarfrí og jólafrí og páskafrí?“ Já, þá erum við yfirleitt í fríi frá kennslu enda held ég að fáir myndu vilja að við kenndum á Þorláksmessu, á aðfangadag (fyrir kl. 13) eða á milli jóla og nýárs. Og vetrarfríin sem tíðkast var bætt við skóladagatalið því svo margir foreldrar tóku börnin sín úr skóla á skólatíma fyrir utanlandsferðir og slíkt en reynt var að koma í veg fyrir röskun á námi og skólastarfi eins og unnt er með þessu móti. Þessi „frí“ eru auk þess ekki orlofsdagar heldur koma til af uppsöfnuðu vinnuframlagi umfram venjulega vinnuviku á skólaárinu. Venjuleg vinnuvika nemur 40 klukkustundum en kennarar vinna tæplega 43 klukkustundir á viku. Þessir aukatímar leysa ekki út yfirvinnugreiðslur heldur verðum við á móti að taka þessi frí á fyrirfram ákveðnum tíma. Almennt þegar starfsmaður veikist í orlofi á hann rétt á að taka út orlofið seinna, í samráði við vinnuveitanda. Fyrir kennara er þetta tvenns konar. Annars vegar eru „fríin“ á skólaárinu ekki orlof þannig að kennarinn nýtur þá ekki neinna slíkra réttinda, það væri bara synd að verða veikur. Hins vegar eru það orlofsdagar á sumrin. Kennari sem veikist þá þarf að taka út uppsöfnuðu orlofsdagana á endurmenntunartímabilinu sem fer fram í byrjun ágúst. Það er síðan ekki fyrr en allir endurmenntunartímar klárast sem hann á rétt til að taka út orlofið á öðrum tíma í samráði við vinnuveitanda. Og hér er ekki farið út í það hvernig kennarar raunverulega nýta „fríin“ sem er yfirleitt í undirbúning kennslu, yfirferð verkefna og námsmat, eða jafnvel í endurmenntun! Höfundur er kennari.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar