Hvernig líður þér? Jón Gnarr skrifar 29. október 2024 13:47 Ein helsta ástæðan þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir Viðreisn er áhersla flokksins á andlega líðan fólks. Þetta er málefni sem hefur alltaf verið mér mjög hugleikið, því ég veit sem er að ef fólki líður þokkalega vel þá á það auðveldara með að blómstra á ólíkum sviðum mannlífsins og nær betri árangri. Vellíðan einstaklinga skilar sér í beinum ávinningi fyrir samfélagið, ekki bara félagslega heldur einnig fjárhagslega. Það sem helst veldur vanlíðan eru þættir eins og ofbeldi, óvissa, fíkn, heilsubrestur og félagsleg staða. Ég tel, í þessu samhengi, mikilvægast að beina sjónum að á stöðu barna. Því miður finnst mér við ekki standa okkur nógu vel þar, enda sýna rannsóknir að vanlíðan barna er að aukast. Óeðlileg hegðun barna er oft eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Manneskjan er félagsvera og þarfnast hlýju og tengsla við annað fólk. Til að byggja upp heilbrigða sjálfsmynd, sjálfstraust og virðingu fyrir öðrum, er mikilvægt að finna til samþykkis og að tilheyra. Ef þessar þarfir eru ekki uppfylltar á eðlilegan hátt leitum við gjarnan á aðrar brautir til að fylla tómarúmið. Ég tel að tilfinningalega vannærðir einstaklingar séu oft burðarásar í glæpaklíkum, öfgahópum og andfélagslegum hreyfingum. Manneskjan er eins og hleðslubatterí. Ef hún elst upp við öryggi og hvatningu og í samfélagi sem er annt um hana og hjálpar henni að finna styrkleika sína þá eru yfirgnæfandi líkur á því að viðkomandi verði virkur þátttakandi í samfélaginu og leggi sitt af mörkum með lífi sínu og gjörðum. Heilbrigður einstaklingur hefur bein hagræn áhrif: skapar verðmæti, vinnur vel og getur jafnvel búið til störf fyrir aðra. Til dæmis þegar ég sjálfur skrifa handrit að sjónvarpsþáttum, skapast fjöldi starfa í kringum framleiðslu efnisins. Á hinn bóginn hefur manneskja, sem býr við ótta, óöryggi og reiði, þveröfug áhrif og getur orðið samfélaginu kostnaðarsöm, föst í vítahring sem erfitt er að rjúfa. Vanlíðan leiðir oft til fíknar. Þó svo að fyrstu kynni af fíkniefnum séu gjarnan vegna forvitni, ná fíkniefnin yfirleitt sterkustu tökunum á þeim sem líður illa og þau festast í neti fíknarinnar. Það fylgja gjarnan glæpir og ofbeldi í kjölfarið – en rót vandans liggur oft í sársauka og sálarangist. Ég þekki það sjálfur að vera barn á villigötum. Ungur villtist ég af hefðbundinni leið, af ýmsum ástæðum, en hafði gæfu til að rata aftur heim til míns hjarta. Það var ekki síst góðu fólki að þakka. Útideildin, sem starfrækt var 1976 - 1996 bjargaði lífi mínu. Okkur hættir til að ofmeta hvað þarf að gera. Oft þarf ekki nema áhuga og hlýju til að öðlast von og styrk. Við erum á villigötum. Neyðarástand ríkir í málefnum barna á Íslandi, og við þurfum tafarlausar aðgerðir. Það þarf þjóðarvakningu. Nýtt húsnæði fyrir Stuðla verður að rísa án tafar, og við þurfum að fjölga stöðugildum heilbrigðisstarfsfólks. Einnig vantar langtímaúrræði fyrir börn í vanda. Við ættum að endurreisa Útideildina og Forvarnadeild Lögreglunnar og endurvekja Íslenska forvarnarmódelið. Þetta mun kosta eitthvað og mér finnst það eðlilegt. Að gera ekkert er líkt því að fresta viðgerð á leku þaki þar til skemmdirnar eru orðnar óafturkræfar. Að fjárfesta í barni er besta fjárfestingin sem til er. Hjálpum börnunum okkar áður en það verður um seinan. Höfundur er sjálfstætt starfandi listamaður, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og í framboði fyrir Viðreisn í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Jón Gnarr Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ein helsta ástæðan þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir Viðreisn er áhersla flokksins á andlega líðan fólks. Þetta er málefni sem hefur alltaf verið mér mjög hugleikið, því ég veit sem er að ef fólki líður þokkalega vel þá á það auðveldara með að blómstra á ólíkum sviðum mannlífsins og nær betri árangri. Vellíðan einstaklinga skilar sér í beinum ávinningi fyrir samfélagið, ekki bara félagslega heldur einnig fjárhagslega. Það sem helst veldur vanlíðan eru þættir eins og ofbeldi, óvissa, fíkn, heilsubrestur og félagsleg staða. Ég tel, í þessu samhengi, mikilvægast að beina sjónum að á stöðu barna. Því miður finnst mér við ekki standa okkur nógu vel þar, enda sýna rannsóknir að vanlíðan barna er að aukast. Óeðlileg hegðun barna er oft eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Manneskjan er félagsvera og þarfnast hlýju og tengsla við annað fólk. Til að byggja upp heilbrigða sjálfsmynd, sjálfstraust og virðingu fyrir öðrum, er mikilvægt að finna til samþykkis og að tilheyra. Ef þessar þarfir eru ekki uppfylltar á eðlilegan hátt leitum við gjarnan á aðrar brautir til að fylla tómarúmið. Ég tel að tilfinningalega vannærðir einstaklingar séu oft burðarásar í glæpaklíkum, öfgahópum og andfélagslegum hreyfingum. Manneskjan er eins og hleðslubatterí. Ef hún elst upp við öryggi og hvatningu og í samfélagi sem er annt um hana og hjálpar henni að finna styrkleika sína þá eru yfirgnæfandi líkur á því að viðkomandi verði virkur þátttakandi í samfélaginu og leggi sitt af mörkum með lífi sínu og gjörðum. Heilbrigður einstaklingur hefur bein hagræn áhrif: skapar verðmæti, vinnur vel og getur jafnvel búið til störf fyrir aðra. Til dæmis þegar ég sjálfur skrifa handrit að sjónvarpsþáttum, skapast fjöldi starfa í kringum framleiðslu efnisins. Á hinn bóginn hefur manneskja, sem býr við ótta, óöryggi og reiði, þveröfug áhrif og getur orðið samfélaginu kostnaðarsöm, föst í vítahring sem erfitt er að rjúfa. Vanlíðan leiðir oft til fíknar. Þó svo að fyrstu kynni af fíkniefnum séu gjarnan vegna forvitni, ná fíkniefnin yfirleitt sterkustu tökunum á þeim sem líður illa og þau festast í neti fíknarinnar. Það fylgja gjarnan glæpir og ofbeldi í kjölfarið – en rót vandans liggur oft í sársauka og sálarangist. Ég þekki það sjálfur að vera barn á villigötum. Ungur villtist ég af hefðbundinni leið, af ýmsum ástæðum, en hafði gæfu til að rata aftur heim til míns hjarta. Það var ekki síst góðu fólki að þakka. Útideildin, sem starfrækt var 1976 - 1996 bjargaði lífi mínu. Okkur hættir til að ofmeta hvað þarf að gera. Oft þarf ekki nema áhuga og hlýju til að öðlast von og styrk. Við erum á villigötum. Neyðarástand ríkir í málefnum barna á Íslandi, og við þurfum tafarlausar aðgerðir. Það þarf þjóðarvakningu. Nýtt húsnæði fyrir Stuðla verður að rísa án tafar, og við þurfum að fjölga stöðugildum heilbrigðisstarfsfólks. Einnig vantar langtímaúrræði fyrir börn í vanda. Við ættum að endurreisa Útideildina og Forvarnadeild Lögreglunnar og endurvekja Íslenska forvarnarmódelið. Þetta mun kosta eitthvað og mér finnst það eðlilegt. Að gera ekkert er líkt því að fresta viðgerð á leku þaki þar til skemmdirnar eru orðnar óafturkræfar. Að fjárfesta í barni er besta fjárfestingin sem til er. Hjálpum börnunum okkar áður en það verður um seinan. Höfundur er sjálfstætt starfandi listamaður, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og í framboði fyrir Viðreisn í komandi alþingiskosningum.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun