Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur Bjarki Sigurðsson skrifar 29. október 2024 13:21 Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Sigurjón Ólason Sveitarstjóri Skagafjarðar segir túlkun sveitarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) þannig að heimilt sé að starfsmenn ekki í verkfalli haldi starfsemi leikskólans Ársala gangandi. Enginn gangi í störf þeirra sem eru í verkfalli. Enn er langt á milli Kennarasambandsins, ríkis og sveitarfélaga í kjaraviðræðum. Samningafundi lauk í gær án niðurstöðu og fyrstu verkföllin eru skollin á. Kennarar níu skóla víðs vegar um landið lögðu niður störf á miðnætti, þar á meðal í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki. Þrátt fyrir boðað verkfall fengu foreldrar barna í skólanum tölvupóst síðdegis í gær þar sem tilkynnt var að skerðing yrði á starfsemi leikskólans. Opnunartími yrði frá 8:20 til 15:40 og var feitletrað í póstinum, til að leggja áherslu á það, að barnið mætti mæta í skólann. Telur Kennarasambandið sveitarfélagið með þessu brjóta viðmiðunarreglur sambandsins í verkfalli. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segist verulega ósáttur með viðbrögð Skagafjarðar. „Við vissum að við þurfum að fjárfesta í kennurum en kannski miðað við þetta er greinilegt að við þurfum að fjárfesta í betra sveitarstjórnarfólki,“ segir Haraldur. Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, að túlkun starfsmanna sveitarfélagsins og SÍS sé á þann veg að heimilt sé að þeir starfsmenn sem ekki eru í verkfalli haldi starfsemi leikskólans gangandi eins og við á. „Fyrir þessu eru fjölmörg fordæmi, meðal annars í fyrri verkföllum leikskólakennara. Það er því ekki er skylt að loka starfseminni þrátt fyrir verkfall hluta starfsmanna. Skipulagið okkar er með þeim hætti að ekki er gengið í störf þeirra sem eru í verkfalli og við virðum að sjálfsögðu verkfallsrétt þeirra starfsmanna sem hafa lagt niður störf,“ segir Sigfús. Skóla- og menntamál Leikskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Skagafjörður Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Enn er langt á milli Kennarasambandsins, ríkis og sveitarfélaga í kjaraviðræðum. Samningafundi lauk í gær án niðurstöðu og fyrstu verkföllin eru skollin á. Kennarar níu skóla víðs vegar um landið lögðu niður störf á miðnætti, þar á meðal í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki. Þrátt fyrir boðað verkfall fengu foreldrar barna í skólanum tölvupóst síðdegis í gær þar sem tilkynnt var að skerðing yrði á starfsemi leikskólans. Opnunartími yrði frá 8:20 til 15:40 og var feitletrað í póstinum, til að leggja áherslu á það, að barnið mætti mæta í skólann. Telur Kennarasambandið sveitarfélagið með þessu brjóta viðmiðunarreglur sambandsins í verkfalli. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segist verulega ósáttur með viðbrögð Skagafjarðar. „Við vissum að við þurfum að fjárfesta í kennurum en kannski miðað við þetta er greinilegt að við þurfum að fjárfesta í betra sveitarstjórnarfólki,“ segir Haraldur. Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, að túlkun starfsmanna sveitarfélagsins og SÍS sé á þann veg að heimilt sé að þeir starfsmenn sem ekki eru í verkfalli haldi starfsemi leikskólans gangandi eins og við á. „Fyrir þessu eru fjölmörg fordæmi, meðal annars í fyrri verkföllum leikskólakennara. Það er því ekki er skylt að loka starfseminni þrátt fyrir verkfall hluta starfsmanna. Skipulagið okkar er með þeim hætti að ekki er gengið í störf þeirra sem eru í verkfalli og við virðum að sjálfsögðu verkfallsrétt þeirra starfsmanna sem hafa lagt niður störf,“ segir Sigfús.
Skóla- og menntamál Leikskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Skagafjörður Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira