Kunnum við að rífast? Katrín Þrastardóttir skrifar 29. október 2024 12:03 Í samskiptum og samvinnu við fólkið í lífi okkar, hvort sem um ræðir fjölskyldumeðlimi, maka, vini eða vinnufélaga er eðlilegt að greina stundum á. Fólk byggir hegðun sína og samskipti á ólíkum gildum og viðhorfum. Ástarsambandið er ekki undanskilið þessu. Áralangar rannsóknir á pörum hafa sýnt að þau sem eru góð í að takast á við ágreining – þau sem kunna að rífast – eru margfalt líklegri til þess að eiga í löngu og hamingjuríku sambandi heldur en þau sem eiga í vandræðum með að takast á við ágreining. En hvernig veit ég hvort ég sé góð í að rífast? Einn af lykilþáttum í að viðhalda heilbrigðu ástarsambandi er að vera góð í að takast á við ágreining í sameiningu. Það getur komið sér vel að vera góður í að vera óánægður og kunna að velja viðbörgðin sín. Við erum mörg gjörn á að bregðast við á sjálfsstýringu án þess að velta fyrir okkur hvernig væri heppilegast að bregðast við. Það getur verið freistandi eða jafnvel sjálfvirkt viðbragð að grípa til ásakana, gagnrýna og fara í vörn en hjálplegra er að mæta til leiks með viljann að vopni. Það er viljann til þess að komast að samkomulagi og gera málamiðlanir. Með því erum við að velja viðbrögðin okkar. Viljinn til samvinnu kemur okkur hálfa leið. Þau pör sem eru gjörn að bregðast við með vörn og/eða ásökunum eru ekki að mæta ágreiningnum í sameiningu og persónugera vandann jafnvel, þ.e. fara að kenna hvort öðru um í stað þess að líta á vandann sem sjálfstæðan og leita lausna í sameiningu. Þessi pör eru því miður ólíklegri til þess að endast og eiga í hamingjuríku ástarsambandi. Örvæntið þó ekki, því það er vel hægt að læra að rífast með árangursríkari hætti. Ef ástarsambandið er orðið fast í hjólförum vanans, jafnvel farið að taka orku frekar en að gefa orku, ef við erum farin að glíma við tíðan ágreining eða ef við hreinlega viljum hressa upp á samskiptin, þá getur reynst gagnlegt að leita til fagaðila og fá stuðning. Parameðferð hjá fjölskyldufræðingi er ekki bara árangursríkt úrræði sem byggir á gagnreyndum aðferðum heldur getur líka verið skemmtilegt og fræðandi að sækja slíka meðferð og vinna þannig að hamingjuríku ástarsambandi. Höfundur er fjölskyldufræðingur hjá Auðnast Klíník. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Fjölskyldumál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í samskiptum og samvinnu við fólkið í lífi okkar, hvort sem um ræðir fjölskyldumeðlimi, maka, vini eða vinnufélaga er eðlilegt að greina stundum á. Fólk byggir hegðun sína og samskipti á ólíkum gildum og viðhorfum. Ástarsambandið er ekki undanskilið þessu. Áralangar rannsóknir á pörum hafa sýnt að þau sem eru góð í að takast á við ágreining – þau sem kunna að rífast – eru margfalt líklegri til þess að eiga í löngu og hamingjuríku sambandi heldur en þau sem eiga í vandræðum með að takast á við ágreining. En hvernig veit ég hvort ég sé góð í að rífast? Einn af lykilþáttum í að viðhalda heilbrigðu ástarsambandi er að vera góð í að takast á við ágreining í sameiningu. Það getur komið sér vel að vera góður í að vera óánægður og kunna að velja viðbörgðin sín. Við erum mörg gjörn á að bregðast við á sjálfsstýringu án þess að velta fyrir okkur hvernig væri heppilegast að bregðast við. Það getur verið freistandi eða jafnvel sjálfvirkt viðbragð að grípa til ásakana, gagnrýna og fara í vörn en hjálplegra er að mæta til leiks með viljann að vopni. Það er viljann til þess að komast að samkomulagi og gera málamiðlanir. Með því erum við að velja viðbrögðin okkar. Viljinn til samvinnu kemur okkur hálfa leið. Þau pör sem eru gjörn að bregðast við með vörn og/eða ásökunum eru ekki að mæta ágreiningnum í sameiningu og persónugera vandann jafnvel, þ.e. fara að kenna hvort öðru um í stað þess að líta á vandann sem sjálfstæðan og leita lausna í sameiningu. Þessi pör eru því miður ólíklegri til þess að endast og eiga í hamingjuríku ástarsambandi. Örvæntið þó ekki, því það er vel hægt að læra að rífast með árangursríkari hætti. Ef ástarsambandið er orðið fast í hjólförum vanans, jafnvel farið að taka orku frekar en að gefa orku, ef við erum farin að glíma við tíðan ágreining eða ef við hreinlega viljum hressa upp á samskiptin, þá getur reynst gagnlegt að leita til fagaðila og fá stuðning. Parameðferð hjá fjölskyldufræðingi er ekki bara árangursríkt úrræði sem byggir á gagnreyndum aðferðum heldur getur líka verið skemmtilegt og fræðandi að sækja slíka meðferð og vinna þannig að hamingjuríku ástarsambandi. Höfundur er fjölskyldufræðingur hjá Auðnast Klíník.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun