Samstarf um menntun og móttöku barna af erlendum uppruna Fríða Bjarney Jónsdóttir skrifar 29. október 2024 10:32 Á liðnum árum hafa orðið miklar samfélagsbreytingar á Íslandi sem haldast í hendur við þá þróun sem við sjáum í heiminum. Síðustu tíu ár hefur hlutfall innflytjenda á Íslandi hækkað úr 8% í 18% og í leik- og grunnskólum landsins eru börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn orðin um það bil þriðjungur að meðaltali. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram og því löngu tímabært að bregðast við víðtæku ákalli um að málefnum þeirra verði betur sinnt. Niðurstöður rannsókna og raddir þeirra sem vel þekkja til sýna hins vegar að nú þegar er verið að gera góða hluti víða og því brýnt að teikna upp heildarmynd, samhæfa úrræði og mannauð og byggja á því sem vel er gert. MEMM verkefnið – menntun, móttaka, menning MEMM er þróunarverkefni sem ætlað er að bregðast við þessu ákalli. Samkomulag um verkefnið var undirritað í vor en það er leitt af mennta- og barnamálaráðuneytinu, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og Reykjavíkurborg og þróað í víðtæku samstarfi við sveitarfélög og stofnanir á landsvísu. Markmið þess er að stuðla að inngildingu og virkri þátttöku barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í íslensku samfélagi, koma á samræmdu verklagi um móttöku og menntun á landsvísu í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og frístundastarfi, ásamt því að þróa og tryggja menntasamfélaginu öfluga ráðgjöf, námsgögn og verkfæri. MEMM stendur fyrir hugtökin menntun, móttaka og menning og ná áherslur verkefnisins til þessara þátta. Standa þarf betur að móttöku barna sem hefja skólagöngu í íslenskum skólum og móta verklag sem tekur mið af ólíkum þörfum barnanna og íslenskum veruleika. Skapa þarf raunveruleg tækifæri til menntunar og gera betur þegar kemur að kennslu íslensku sem annars máls en líka huga að tækifærum barna til að ná árangri námslega og félagslega. Hugtakið menning í þessu samhengi felur í sér mikilvægi þess að bregðast á menningarnæman hátt við þeim breytingum sem eru að verða í samfélaginu, líta á fjölbreytt tungumál og menningu sem auðlind sem hlúa ber að, ásamt því að endurmeta eigin viðhorf og orðræðu í málaflokknum. Á liðnum vikum hefur verið unnið við að koma verkefninu af stað. Miðja máls og læsis, þekkingarteymi sem hefur þróað þjónustu og stuðning í málaflokknum innan Reykjavíkurborgar, hefur gengið til liðs við Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Með MEMM verður byggt á þeirri þekkingu í uppbyggingu þjónustu við skóla og sveitarfélög um leið og litið verður til þess hvernig læra megi af fleiri árangursríkum innlendum og erlendum aðferðum. Þrjár íslenskubrautir hafa verið settar af stað í þremur framhaldsskólum og samhliða komið á laggirnar fagteymi fyrir framhaldsskóla sem ætlað er að styðja við brautirnar og teikna upp verklag um móttöku og menntun barna og ungmenna á framhaldsskólaaldri. Í vinnslu er vefsvæði MEMM þar sem skólar og sveitarfélög geta nálgast námsefni, bjargir og verkfæri en mikið hefur verið kallað eftir slíkum stuðningi. Þá er unnið að því að þróa ráðgjöf og stuðning við vettvang, ásamt því að skoða tækifæri til umbóta í kennaramenntun og starfsþróun kennara. Fjölbreyttar þarfir – fjölbreyttar leiðir Í umræðu um málaflokkinn er mikilvægt að forðast það að líta á málefni innflytjenda og barna þeirra líkt og um einsleitan hóp sé að ræða og að til séu einfaldar töfralausnir sem auðvelt sé að beita. Raunin er sú að í þeim hópi barna, eins og í öðrum barnahópum, eru börn með mjög ólíkar þarfir, getu og styrkleika. Í hópnum eru börn sem búa við sterkt bakland og eru sterk námslega og félagslega, börn sem fæðast á Íslandi og búa við önnur tungumál en íslensku á heimili og oft á tíðum samfélagslegan ójöfnuð og börn eða jafnvel ungmenni sem hingað koma síðar á skólagöngunni oft með rofna skólagöngu og reynslu sem ekkert barn ætti að hafa. Viðfangsefnið krefst þess að við lítum á það af yfirvegun og sem langtímaverkefni. Það krefst þess að við vinnum saman, tileinkum okkur framtíðarsýn og kjark til að þróa og prófa fjölbreyttar leiðir og sameinumst í því verkefni að tryggja farsæld allra barna. Þá má ekki gleyma að líta í eigin barm og sjá það sem tækifæri, til að þjálfa mikilvæga framtíðarhæfni fyrir okkur sjálf, að eiga í samskiptum þvert á tungumál og menningu. Það er hæfni sem við þurfum öll á að halda og getum þjálfað með litlum tilkostnaði með því að opna faðminn og sýna að við höfum raunverulegan áhuga á að læra hvert af öðru og byggja samfélagið upp í sameiningu. Höfundur er samhæfingastjóri MEMM hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Innflytjendamál Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Á liðnum árum hafa orðið miklar samfélagsbreytingar á Íslandi sem haldast í hendur við þá þróun sem við sjáum í heiminum. Síðustu tíu ár hefur hlutfall innflytjenda á Íslandi hækkað úr 8% í 18% og í leik- og grunnskólum landsins eru börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn orðin um það bil þriðjungur að meðaltali. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram og því löngu tímabært að bregðast við víðtæku ákalli um að málefnum þeirra verði betur sinnt. Niðurstöður rannsókna og raddir þeirra sem vel þekkja til sýna hins vegar að nú þegar er verið að gera góða hluti víða og því brýnt að teikna upp heildarmynd, samhæfa úrræði og mannauð og byggja á því sem vel er gert. MEMM verkefnið – menntun, móttaka, menning MEMM er þróunarverkefni sem ætlað er að bregðast við þessu ákalli. Samkomulag um verkefnið var undirritað í vor en það er leitt af mennta- og barnamálaráðuneytinu, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og Reykjavíkurborg og þróað í víðtæku samstarfi við sveitarfélög og stofnanir á landsvísu. Markmið þess er að stuðla að inngildingu og virkri þátttöku barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í íslensku samfélagi, koma á samræmdu verklagi um móttöku og menntun á landsvísu í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og frístundastarfi, ásamt því að þróa og tryggja menntasamfélaginu öfluga ráðgjöf, námsgögn og verkfæri. MEMM stendur fyrir hugtökin menntun, móttaka og menning og ná áherslur verkefnisins til þessara þátta. Standa þarf betur að móttöku barna sem hefja skólagöngu í íslenskum skólum og móta verklag sem tekur mið af ólíkum þörfum barnanna og íslenskum veruleika. Skapa þarf raunveruleg tækifæri til menntunar og gera betur þegar kemur að kennslu íslensku sem annars máls en líka huga að tækifærum barna til að ná árangri námslega og félagslega. Hugtakið menning í þessu samhengi felur í sér mikilvægi þess að bregðast á menningarnæman hátt við þeim breytingum sem eru að verða í samfélaginu, líta á fjölbreytt tungumál og menningu sem auðlind sem hlúa ber að, ásamt því að endurmeta eigin viðhorf og orðræðu í málaflokknum. Á liðnum vikum hefur verið unnið við að koma verkefninu af stað. Miðja máls og læsis, þekkingarteymi sem hefur þróað þjónustu og stuðning í málaflokknum innan Reykjavíkurborgar, hefur gengið til liðs við Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Með MEMM verður byggt á þeirri þekkingu í uppbyggingu þjónustu við skóla og sveitarfélög um leið og litið verður til þess hvernig læra megi af fleiri árangursríkum innlendum og erlendum aðferðum. Þrjár íslenskubrautir hafa verið settar af stað í þremur framhaldsskólum og samhliða komið á laggirnar fagteymi fyrir framhaldsskóla sem ætlað er að styðja við brautirnar og teikna upp verklag um móttöku og menntun barna og ungmenna á framhaldsskólaaldri. Í vinnslu er vefsvæði MEMM þar sem skólar og sveitarfélög geta nálgast námsefni, bjargir og verkfæri en mikið hefur verið kallað eftir slíkum stuðningi. Þá er unnið að því að þróa ráðgjöf og stuðning við vettvang, ásamt því að skoða tækifæri til umbóta í kennaramenntun og starfsþróun kennara. Fjölbreyttar þarfir – fjölbreyttar leiðir Í umræðu um málaflokkinn er mikilvægt að forðast það að líta á málefni innflytjenda og barna þeirra líkt og um einsleitan hóp sé að ræða og að til séu einfaldar töfralausnir sem auðvelt sé að beita. Raunin er sú að í þeim hópi barna, eins og í öðrum barnahópum, eru börn með mjög ólíkar þarfir, getu og styrkleika. Í hópnum eru börn sem búa við sterkt bakland og eru sterk námslega og félagslega, börn sem fæðast á Íslandi og búa við önnur tungumál en íslensku á heimili og oft á tíðum samfélagslegan ójöfnuð og börn eða jafnvel ungmenni sem hingað koma síðar á skólagöngunni oft með rofna skólagöngu og reynslu sem ekkert barn ætti að hafa. Viðfangsefnið krefst þess að við lítum á það af yfirvegun og sem langtímaverkefni. Það krefst þess að við vinnum saman, tileinkum okkur framtíðarsýn og kjark til að þróa og prófa fjölbreyttar leiðir og sameinumst í því verkefni að tryggja farsæld allra barna. Þá má ekki gleyma að líta í eigin barm og sjá það sem tækifæri, til að þjálfa mikilvæga framtíðarhæfni fyrir okkur sjálf, að eiga í samskiptum þvert á tungumál og menningu. Það er hæfni sem við þurfum öll á að halda og getum þjálfað með litlum tilkostnaði með því að opna faðminn og sýna að við höfum raunverulegan áhuga á að læra hvert af öðru og byggja samfélagið upp í sameiningu. Höfundur er samhæfingastjóri MEMM hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun