Ætluðu að hringsóla yfir Eyjar þegar flugvélarnar skullu saman Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. október 2024 11:07 Á flugleið vélanna á Flightradar má sjá hvar og hvernig þær rekast saman í loftinu. Hægra meginn sjást skemmdir á stéli vélarinnar sem var fyrir framan. Vísir Flugmenn tveggja flugvéla sem rákust saman í samflugi yfir Vestmannaeyjum ætluðu að fljúga í hring yfir Vestmannaeyjar þegar vélarnar rákust saman. Þeir létu flugumferðarstjórn ekki vita af árekstrinum fyrr en skemmdir á vélunum komu í ljós á Keflavíkuflugvelli. Tvær einkaflugvélar rákust saman á flugi við Vestmannaeyjar í febrúar síðastliðnum. Flugmaður og farþegi voru í annarri vélinni en aðeins flugmaður í hinni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið rannsókn á atvikinu. Í skýrslu RNSA segir að vélarnar hafi verið í svokölluðu ferjuflugi frá Belfast til Keflavíkur. Báðar vélarnar hafi verið af sömu gerð, King Air B200. Lagt hafi verið af stað frá Belfast klukkan 14:00. Fram kemur að báðir flugmenn hafi fengið leyfi um 16:27 til þess að færa sig neðar í lofthelginni, úr blindflugi yfir í svokallað sjónflug. Klukkan 16:31 hafi annar flugmaðurinn tilkynnt flugumferðarstjórn að vélarnar væru í samflugi, og aðeins 2000 fet væru á milli vélanna. Þá voru þeir suðaustan við Vík. Veðurskilyrði með besta móti Klukkan 16:33 var bilið milli vélanna orðið 0.01 NM (18 metrar) og næstu níu mínúturnar var það á bilinu 0.01 NM til 0.03 NM (18 - 56 metrar). Þá flugu þeir yfir Vík og Skóga og beygðu svo suður í átt að Vestmannaeyjum. Samkvæmt flugmönnunum voru veðurskilyrði með allra besta móti við Vestmannaeyjar. Klukkan 16:42:06 voru vélarnarnar rétt norðan við Heimaey, en ákvörðun hafði verið tekin um að fljúga hring yfir Vestmannaeyjar. Fremri vélin, sem var vinstra megin við aftari vélina og örlítið ofar, beygði þá til vinstri. Flugmaður aftari vélarinnar beygði þá einnig til vinstri, gaf aðeins í og ætlaði að lyfta vélinni örlítið. Skemmdir urðu á vinstri hreyfli aftari vélarinnar.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Þá fann hann fyrir vindhviðu frá fremri flugvélinni, sem olli því að að flugvél hans sveigði meira til vinstri en áætlað var, og nálgaðist hina vélina óðfluga. Flugmaðurinn segist hafa brugðist við með því að reyna beygja til hægri og bremsa. Það hafi hins vegar ekki tekist, en vinstri hreyfill aftari vélarinnar skall svo í stél fremri vélarinnar hægra meginn. Samkvæmt gögnum frá flugumferðarstjórn er talið líklegt að slysið hafi orðið klukkan 16:42:13. Skemmdir urðu á bæði hreyflinum og stélinu. Tilkynntu ekki um slysið Eftir áreksturinn dró flugmaður aftari vélarinnar úr hraðanum og fjarlægðist hinni vélinni. Þá hafi hann dregið úr kraftinum í vinstri hreyfli, þar sem hann hafði orðið fyrir skemmdum. Flugmennirnir voru svo í samskiptum og reyndu að meta skemmdirnar, en héldu fluginu svo áfram. Stélið á fremri vélinni.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Klukkan 16:44 hafði flugumferðarstjórn samband við báða flugmennina og sagði þeim hvert þeir ættu að fljúga. Hvorugur flugmaðurinn minntist á áreksturinn. Þeir segjast hafa verið uppteknir við að fylgjast með ástandi vélanna og að lenda þeim örugglega. Báðir flugmenn höfðu öll tilskylin leyfi og reynslu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar að flugmenn skuli alltaf láta flugumferðarstjórn vita af öllum árekstrum og óhöppum sem verða, meðal annars svo að viðbragðsaðilar geti verið í viðbragðsstöðu. Vestmannaeyjar Samgönguslys Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rannsókn á árekstri flugvélanna á frumstigi Rannsókn á árekstri tveggja flugvéla við Vestmannaeyjar á sunnudag er á frumstigi. Ekki er ljóst hvenær skýrsla um málið verður gefin út af Rannsóknarnefnd samgönguslysa. 15. febrúar 2024 15:45 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Tvær einkaflugvélar rákust saman á flugi við Vestmannaeyjar í febrúar síðastliðnum. Flugmaður og farþegi voru í annarri vélinni en aðeins flugmaður í hinni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið rannsókn á atvikinu. Í skýrslu RNSA segir að vélarnar hafi verið í svokölluðu ferjuflugi frá Belfast til Keflavíkur. Báðar vélarnar hafi verið af sömu gerð, King Air B200. Lagt hafi verið af stað frá Belfast klukkan 14:00. Fram kemur að báðir flugmenn hafi fengið leyfi um 16:27 til þess að færa sig neðar í lofthelginni, úr blindflugi yfir í svokallað sjónflug. Klukkan 16:31 hafi annar flugmaðurinn tilkynnt flugumferðarstjórn að vélarnar væru í samflugi, og aðeins 2000 fet væru á milli vélanna. Þá voru þeir suðaustan við Vík. Veðurskilyrði með besta móti Klukkan 16:33 var bilið milli vélanna orðið 0.01 NM (18 metrar) og næstu níu mínúturnar var það á bilinu 0.01 NM til 0.03 NM (18 - 56 metrar). Þá flugu þeir yfir Vík og Skóga og beygðu svo suður í átt að Vestmannaeyjum. Samkvæmt flugmönnunum voru veðurskilyrði með allra besta móti við Vestmannaeyjar. Klukkan 16:42:06 voru vélarnarnar rétt norðan við Heimaey, en ákvörðun hafði verið tekin um að fljúga hring yfir Vestmannaeyjar. Fremri vélin, sem var vinstra megin við aftari vélina og örlítið ofar, beygði þá til vinstri. Flugmaður aftari vélarinnar beygði þá einnig til vinstri, gaf aðeins í og ætlaði að lyfta vélinni örlítið. Skemmdir urðu á vinstri hreyfli aftari vélarinnar.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Þá fann hann fyrir vindhviðu frá fremri flugvélinni, sem olli því að að flugvél hans sveigði meira til vinstri en áætlað var, og nálgaðist hina vélina óðfluga. Flugmaðurinn segist hafa brugðist við með því að reyna beygja til hægri og bremsa. Það hafi hins vegar ekki tekist, en vinstri hreyfill aftari vélarinnar skall svo í stél fremri vélarinnar hægra meginn. Samkvæmt gögnum frá flugumferðarstjórn er talið líklegt að slysið hafi orðið klukkan 16:42:13. Skemmdir urðu á bæði hreyflinum og stélinu. Tilkynntu ekki um slysið Eftir áreksturinn dró flugmaður aftari vélarinnar úr hraðanum og fjarlægðist hinni vélinni. Þá hafi hann dregið úr kraftinum í vinstri hreyfli, þar sem hann hafði orðið fyrir skemmdum. Flugmennirnir voru svo í samskiptum og reyndu að meta skemmdirnar, en héldu fluginu svo áfram. Stélið á fremri vélinni.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Klukkan 16:44 hafði flugumferðarstjórn samband við báða flugmennina og sagði þeim hvert þeir ættu að fljúga. Hvorugur flugmaðurinn minntist á áreksturinn. Þeir segjast hafa verið uppteknir við að fylgjast með ástandi vélanna og að lenda þeim örugglega. Báðir flugmenn höfðu öll tilskylin leyfi og reynslu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar að flugmenn skuli alltaf láta flugumferðarstjórn vita af öllum árekstrum og óhöppum sem verða, meðal annars svo að viðbragðsaðilar geti verið í viðbragðsstöðu.
Vestmannaeyjar Samgönguslys Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rannsókn á árekstri flugvélanna á frumstigi Rannsókn á árekstri tveggja flugvéla við Vestmannaeyjar á sunnudag er á frumstigi. Ekki er ljóst hvenær skýrsla um málið verður gefin út af Rannsóknarnefnd samgönguslysa. 15. febrúar 2024 15:45 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Rannsókn á árekstri flugvélanna á frumstigi Rannsókn á árekstri tveggja flugvéla við Vestmannaeyjar á sunnudag er á frumstigi. Ekki er ljóst hvenær skýrsla um málið verður gefin út af Rannsóknarnefnd samgönguslysa. 15. febrúar 2024 15:45