Benóný fékk verðlaunin, Flugleiðahornið, fyrir leik KR og HK á AVIS-vellinum í Laugardalnum í dag.
Verðlaunin virðast hafa gefið Benóný byr í seglin því hann skoraði tvö mörk fyrir KR í fyrri hálfleik.
Benóný skoraði svo þitt þriðja mark og fjórða mark KR í upphafi seinni hálfleiks. Markið var sögulegt en með því jafnaði hann markametið í efstu deild. Hann deilir því nú með Pétri Péturssyni, Guðmundi Torfasyni, Þórði Guðjónssyni, Tryggva Guðmundssyni og Andra Rúnari Bjarnasyni.

Fylgjast má með gangi mála í leik KR og HK á Stöð 2 Sport eða í beinni textalýsingu, hér fyrir neðan.
Uppfært 15:35
Benóný er búinn að slá markametið í efstu deild. Hann gerði það þegar hann skoraði sitt fjórða mark og fimmta mark KR á 67. mínútu.