„Hefði viljað klára þetta á meira sannfærandi hátt“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. október 2024 23:01 Benedikt Guðmundsson er þjálfari Tindastóls Vísir/Anton Brink Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var ánægður með orkustigið sem hans leikmenn komu með í leikinn gegn Grindavík í kvöld þegar Tindastóll landaði 90-93 sigri í Smáranum. Gestirnir byrjuðu leikinn frábærlega og leiddu 12-32 eftir fyrsta leikhluta. „Virkilega ánægður með byrjunina. Við vorum miklu orkumeiri heldur en þeir. Það var svona töggur í okkur, svona vill maður hafa þetta. Helst allar fjörutíu en maður fær ekki allt sem maður vill.“ Þrátt fyrir frábæra byrjun Tindastóls náðu Grindvíkingar smám saman vopnum sínum og voru hársbreidd frá því að stela sigrinum í lokin. Benni viðurkenndi fúslega að það hefði farið um hann á bekknum á lokasekúndunum. „Að sjálfsögðu! Þetta er aldrei komið og þeir settu stórar körfur í lokin. Voru nálægt því að hirða þetta af okkur þannig að það munaði ekki miklu. Ég hefði náttúrulega viljað klára þetta á meira sannfærandi hátt en ég er bara ánægður með að vinna leikinn. Fá tvö stig og vinna bara hérna mjög gott lið.“ Stólarnir voru að skjóta stórkostlega fyrir utan framan af leik en nýtingin var langt fyrir ofan 60 prósent lengi framan af. „Það er alltaf markmiðið að hitta úr öllum skotum, allavegana sem flestum.“ Var það varnarleikurinn hjá Grindavík sem var að gefa ykkur þessi færi og nýtingu? „Nei, mér fannst við bara vera að fá góð skot. En svo náttúrulega bara svara þeir og jafna ákefðina í leiknum. Mér fannst þeir hálf flatir í byrjun. En ef þú ert bara vel stilltur andlega þá hittirðu betur á vellinum og mér fannst mínir menn vel stilltir andlega.“ Benni vildi þó ekki meina að hann ætti heiðurinn af því að stilla sína menn af. „Þeir gera það bara sjálfir. Ég segi eitthvað og óska eftir einhverju viðhorfi en svo er það bara þeirra að koma með það. Þeir gerðu það og vonandi verður þetta bara alltaf. Það á margt eftir að gerast. Þetta er bara einn leikur og svo er bara næsti leikur í næstu viku.“ Bónus-deild karla Körfubolti Tindastóll Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
Gestirnir byrjuðu leikinn frábærlega og leiddu 12-32 eftir fyrsta leikhluta. „Virkilega ánægður með byrjunina. Við vorum miklu orkumeiri heldur en þeir. Það var svona töggur í okkur, svona vill maður hafa þetta. Helst allar fjörutíu en maður fær ekki allt sem maður vill.“ Þrátt fyrir frábæra byrjun Tindastóls náðu Grindvíkingar smám saman vopnum sínum og voru hársbreidd frá því að stela sigrinum í lokin. Benni viðurkenndi fúslega að það hefði farið um hann á bekknum á lokasekúndunum. „Að sjálfsögðu! Þetta er aldrei komið og þeir settu stórar körfur í lokin. Voru nálægt því að hirða þetta af okkur þannig að það munaði ekki miklu. Ég hefði náttúrulega viljað klára þetta á meira sannfærandi hátt en ég er bara ánægður með að vinna leikinn. Fá tvö stig og vinna bara hérna mjög gott lið.“ Stólarnir voru að skjóta stórkostlega fyrir utan framan af leik en nýtingin var langt fyrir ofan 60 prósent lengi framan af. „Það er alltaf markmiðið að hitta úr öllum skotum, allavegana sem flestum.“ Var það varnarleikurinn hjá Grindavík sem var að gefa ykkur þessi færi og nýtingu? „Nei, mér fannst við bara vera að fá góð skot. En svo náttúrulega bara svara þeir og jafna ákefðina í leiknum. Mér fannst þeir hálf flatir í byrjun. En ef þú ert bara vel stilltur andlega þá hittirðu betur á vellinum og mér fannst mínir menn vel stilltir andlega.“ Benni vildi þó ekki meina að hann ætti heiðurinn af því að stilla sína menn af. „Þeir gera það bara sjálfir. Ég segi eitthvað og óska eftir einhverju viðhorfi en svo er það bara þeirra að koma með það. Þeir gerðu það og vonandi verður þetta bara alltaf. Það á margt eftir að gerast. Þetta er bara einn leikur og svo er bara næsti leikur í næstu viku.“
Bónus-deild karla Körfubolti Tindastóll Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira