Gerði ekki kröfu um oddvitasæti og fær annað sætið Árni Sæberg skrifar 25. október 2024 14:46 Dagur B. Eggertsson lét nýverið af störfum sem borgarstjóri eftir áratug í brúnni. Stöð 2/Arnar Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, gaf kost á sér í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi kosningum. Hann taldi rétt að sækjast eftir því í stað oddvitasætis í ljósi þess að hann er að hefja nýjan kafla í stjórnmálaþátttöku sinni. Frá þessu greinir Dagur í færslu á Facebook en fyrr í dag greindi Vísir frá því að hann yrði ekki oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Flokkurinn í dauðafæri Dagur segist oft hafa verið hvattur til að fara í landsmálin en hingað til ekki gefið kost á því. Nú sé það breytt. „Í fyrsta lagi hef ég stigið úr stóli borgarstjóra eftir tíu ára feril. Í öðru lagi stendur Samfylkingin gríðarlega sterkt í Reykjavík. Flokkurinn mælist stærstur í borginni í öllum nýjum könnunum. Fylgið mælist nú 26% og flokkurinn hefur bætt við sig yfir 5% frá síðustu borgastjórnarkosningum. Ég man ekki eftir jafnmiklu fylgi á miðju kjörtímabili. Í þriðja lagi eru öflugir félagar mínir í borgarstjórnarflokknum og samhentum meirihluta borgarstjórnar sem ég treysti vel til að vinna áfram að verkefnum Reykjavíkur.“ Á landsvísu sé Samfylkingin í dauðafæri á að verða kjölfestuflokkur og forystuafl til framtíðar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur formanns. Gerði ekki kröfu um oddvitasæti Í komandi þingkosningum hafi Samfylkingin sett heilbrigðismál og umönnun eldra fólks í forgang. „Það eru mér hjartans mál. Þjóðareign á auðlindum og að þær nýtist í almannaþágu er það sömuleiðis. Samgöngumál, menntamál, húsnæðismál, loftslagsmál og svo margt fleira þarf skýrari forystu á þingi. Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér til að leggjast á árarnar með Kristrúnu Frostadóttur formanni flokksins, öflugum hópi frambjóðenda og stuðningsfólki og bjóða mig fram til Alþings.“ Á fyrsta fundi uppstillingarnefndar fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík í síðustu viku hafi hann boðið fram krafta sína í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður á eftir Kristrúnu. „Mér er ljóst að margir höfðu hvatt mig til að sækjast eftir oddvitasæti. Ég met það hins vegar svo að annað sætið undirstriki að ég er að hefja nýjan kafla í stjórnmálaþátttöku minni. Og ætla þar að taka eitt skref í einu um leið og ég lofa að leggja mig allan fram um að vinna að framgangi jafnaðarstefnunnar á nýjum vettvangi.“ Hefur myndað fjóra meirihluta og treystir engum betur en Kristrúnu Dagur segir að hann komi með drjúga reynslu að borðinu, meðal annars af því að mynda fjóra meirihluta í Reykjavík, sem hafi unnið vel saman og setið út kjörtímabilið. „Í mínum huga er það eitt af brýnustu verkefnum landsmálanna, að mynduð verði frjálslynd félagshyggjustjórn og komið á festu við stjórn landsins. Engri manneskju treysti ég betur til þess en Kristrúnu Frostadóttur til að leiða slíka stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn þarf frí. Það er víða verk að vinna og mikilvægt að áherslur og stefnumál Samfylkingarinnar sem hafa verið mótuð í samtali við þjóðina nái fram að ganga. Því mun ég leggja allt það lið sem ég get.“ Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Frá þessu greinir Dagur í færslu á Facebook en fyrr í dag greindi Vísir frá því að hann yrði ekki oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Flokkurinn í dauðafæri Dagur segist oft hafa verið hvattur til að fara í landsmálin en hingað til ekki gefið kost á því. Nú sé það breytt. „Í fyrsta lagi hef ég stigið úr stóli borgarstjóra eftir tíu ára feril. Í öðru lagi stendur Samfylkingin gríðarlega sterkt í Reykjavík. Flokkurinn mælist stærstur í borginni í öllum nýjum könnunum. Fylgið mælist nú 26% og flokkurinn hefur bætt við sig yfir 5% frá síðustu borgastjórnarkosningum. Ég man ekki eftir jafnmiklu fylgi á miðju kjörtímabili. Í þriðja lagi eru öflugir félagar mínir í borgarstjórnarflokknum og samhentum meirihluta borgarstjórnar sem ég treysti vel til að vinna áfram að verkefnum Reykjavíkur.“ Á landsvísu sé Samfylkingin í dauðafæri á að verða kjölfestuflokkur og forystuafl til framtíðar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur formanns. Gerði ekki kröfu um oddvitasæti Í komandi þingkosningum hafi Samfylkingin sett heilbrigðismál og umönnun eldra fólks í forgang. „Það eru mér hjartans mál. Þjóðareign á auðlindum og að þær nýtist í almannaþágu er það sömuleiðis. Samgöngumál, menntamál, húsnæðismál, loftslagsmál og svo margt fleira þarf skýrari forystu á þingi. Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér til að leggjast á árarnar með Kristrúnu Frostadóttur formanni flokksins, öflugum hópi frambjóðenda og stuðningsfólki og bjóða mig fram til Alþings.“ Á fyrsta fundi uppstillingarnefndar fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík í síðustu viku hafi hann boðið fram krafta sína í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður á eftir Kristrúnu. „Mér er ljóst að margir höfðu hvatt mig til að sækjast eftir oddvitasæti. Ég met það hins vegar svo að annað sætið undirstriki að ég er að hefja nýjan kafla í stjórnmálaþátttöku minni. Og ætla þar að taka eitt skref í einu um leið og ég lofa að leggja mig allan fram um að vinna að framgangi jafnaðarstefnunnar á nýjum vettvangi.“ Hefur myndað fjóra meirihluta og treystir engum betur en Kristrúnu Dagur segir að hann komi með drjúga reynslu að borðinu, meðal annars af því að mynda fjóra meirihluta í Reykjavík, sem hafi unnið vel saman og setið út kjörtímabilið. „Í mínum huga er það eitt af brýnustu verkefnum landsmálanna, að mynduð verði frjálslynd félagshyggjustjórn og komið á festu við stjórn landsins. Engri manneskju treysti ég betur til þess en Kristrúnu Frostadóttur til að leiða slíka stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn þarf frí. Það er víða verk að vinna og mikilvægt að áherslur og stefnumál Samfylkingarinnar sem hafa verið mótuð í samtali við þjóðina nái fram að ganga. Því mun ég leggja allt það lið sem ég get.“
Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira