Leggur til að Menendez bræðrunum verði sleppt á reynslulausn Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2024 23:27 Bræðurnir við réttarhöld sín. Vísir/Getty Saksóknari í Los Angeles, George Gascón, hefur mælt með því að Menendez bræðurnir, Eric og Lyle, verði dæmdir á ný. Eins og er afplána bræðurnir lífstíðarfangelsi án möguleika á skilorði fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989. Saksóknari mælir með því að þeim verði sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Haft er eftir Gascón á bandaríska miðlinum ABC að hann ætli að leggja það til að bræðurnir þurfi ekki lengur að afplána án þess að eiga möguleika reynslulausn. Vegna aldurs síns í dag og þegar þeir voru dæmdir fyrst myndu þeir eiga rétt á reynslulausn í dag. „Ég trúi því að þeir hafi borgað sína sekt,“ sagði hann og benti á að þeir hafi verið í fangelsi í 35 ár. Fjölskyldumeðlimir drengjanna hafa biðlar til yfirvalda að hleypa þeim úr fangelsi á reynslulausn.Vísir/EPA Bræðurnir skutu báða foreldra sína til bana þann 20. ágúst 1989. Fjallað er um morðin og aðdraganda þeirra í þáttum sem frumsýndir voru á þessu ári á Netflix. Það eru leiknu þættirnir Monsters: The Lyle and Erik Menendez Story og heimildarþættirnir The Menendez Brothers á Netflix líka. Þegar málið kom upp töldu saksóknarar að bræðurnir hefðu myrt foreldra sína fyrir peningar en verjendur þeirra sögðu þá hafa brotnað undan áralöngu kynferðislegu ofbeldi af hálfu föður þeirra. Málið fór tvisvar fyrir dóm og endaði í síðari málaferlum með því að bræðurnir voru sakfelldir. Ný sönnunargögn Gascón greindi frá því fyrr í mánuðinum að embætti hans væri að skoða ný sönnunargögn í máli bræðranna. Þar á meðal frásögn frá meðlimi strákabandsins Menudo sem greindi frá ofbeldi af hálfu föður bræðranna og bréf sem Eric skrifaði átta mánuðum fyrir morðið þar sem hann talar um ofbeldi föður síns. Í frétt ABC segir að dómari muni taka lokaákvörðun og að skilorðsnefnd þurfi auk þess að samþykkja lausn þeirra. Ættingjar, lögmenn og stuðningsmenn bræðranna hafa lengi þrýst á að þetta verði gert fyrir þá. Lögmaður bræðranna, Mark Geragos, hefur áður lýst því að þeir hafi verið fyrirmyndarfangar og að þeir hafi unnið streitulaust að því að betra sig innan fangelsisins. Þeir hafi unnið að áföllum sínum í hópi með öðrum föngum. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Haft er eftir Gascón á bandaríska miðlinum ABC að hann ætli að leggja það til að bræðurnir þurfi ekki lengur að afplána án þess að eiga möguleika reynslulausn. Vegna aldurs síns í dag og þegar þeir voru dæmdir fyrst myndu þeir eiga rétt á reynslulausn í dag. „Ég trúi því að þeir hafi borgað sína sekt,“ sagði hann og benti á að þeir hafi verið í fangelsi í 35 ár. Fjölskyldumeðlimir drengjanna hafa biðlar til yfirvalda að hleypa þeim úr fangelsi á reynslulausn.Vísir/EPA Bræðurnir skutu báða foreldra sína til bana þann 20. ágúst 1989. Fjallað er um morðin og aðdraganda þeirra í þáttum sem frumsýndir voru á þessu ári á Netflix. Það eru leiknu þættirnir Monsters: The Lyle and Erik Menendez Story og heimildarþættirnir The Menendez Brothers á Netflix líka. Þegar málið kom upp töldu saksóknarar að bræðurnir hefðu myrt foreldra sína fyrir peningar en verjendur þeirra sögðu þá hafa brotnað undan áralöngu kynferðislegu ofbeldi af hálfu föður þeirra. Málið fór tvisvar fyrir dóm og endaði í síðari málaferlum með því að bræðurnir voru sakfelldir. Ný sönnunargögn Gascón greindi frá því fyrr í mánuðinum að embætti hans væri að skoða ný sönnunargögn í máli bræðranna. Þar á meðal frásögn frá meðlimi strákabandsins Menudo sem greindi frá ofbeldi af hálfu föður bræðranna og bréf sem Eric skrifaði átta mánuðum fyrir morðið þar sem hann talar um ofbeldi föður síns. Í frétt ABC segir að dómari muni taka lokaákvörðun og að skilorðsnefnd þurfi auk þess að samþykkja lausn þeirra. Ættingjar, lögmenn og stuðningsmenn bræðranna hafa lengi þrýst á að þetta verði gert fyrir þá. Lögmaður bræðranna, Mark Geragos, hefur áður lýst því að þeir hafi verið fyrirmyndarfangar og að þeir hafi unnið streitulaust að því að betra sig innan fangelsisins. Þeir hafi unnið að áföllum sínum í hópi með öðrum föngum.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira