Víðir leiðir í Suðurkjördæmi: „Þjóðin þarf festu í landstjórnina núna“ Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2024 20:46 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna. Vísir/Arnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Sverrir Bergmann, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og söngvari. Fjórða sæti skipar svo Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Samfylkingunni. Í tilkynningu kemur fram að heiðurssætin skipi Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingar og þingmaður, og Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi talsmaður Samfylkingarinnar og þingmaður til fjölda ára. „Þetta var frábær fundur á Eyrarbakka. Það er mikill hugur í Samfylkingarfólki á Suðurlandi. Við ætlum að keyra á samstöðu. Jákvæð og stórhuga stjórnmál eru sterkasta svarið við sundrungu og upphlaupum annarra flokka,“ segir Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingar í Suðurkjördæmi, að loknum fundi Samfylkingarinnar í kvöld. „Þjóðin þarf festu í landstjórnina núna. Og við höfum séð þessa festu í nýrri forystu Samfylkingar, sem hefur fyllt fjölda fólks um land allt von og trú á að við getum náð samstöðu og náð þjóðinni saman um málin sem mestu skipta í daglegu lífi. Ég hef bara hrifist með og hef fulla trú á þessu verkefni sem við höfum fylgst með í Samfylkingunni á undanförnum misserum,“ segir Víðir og bætir við: „Nú leggjum við allt undir í kosningabaráttunni. Samfylkingin er til þjónustu reiðubúin, og ég ætla svo sannarlega að gefa allt mitt í verkefnið. Vonandi verður okkur treyst til verka – en við þurfum fyrst að bretta upp ermar og sækja sigurinn.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi: 1. Víðir Reynisson – yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, 2. Ása Berglind Hjálmarsdóttir – bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, 3. Sverrir Bergmann Magnússon – söngvari og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, 4. Arna Ír Gunnarsdóttir – bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi, 5. Ólafur Þór Ólafsson – stjórnsýslufræðingur og fyrrum sveitarstjóri á Tálknafirði, 6. Arndís María Kjartansdóttir – kennari og fasteignasali í Vestmannaeyjum, 7. Hlynur Snær Vilhjálmsson – iðnaðarmaður og nemi, 8. Vala Ósk Ólafsdóttir – félagsráðgjafi í barnaverndarþjónustu, 9. Gunnar Karl Ólafsson – starfsmaður Bárunnar stéttarfélags, 10. Eyrún Fríða Árnadóttir – formaður bæjarráðs Hornafjarðar, 11. Renuka Charee Perera – vörukynningar hjá MS, 12. Óðinn Hilmarsson – húsasmíðameistari, 13. Borghildur Kristinsdóttir – bóndi, 14. Marta Sigurðardóttir – sérfræðingur hjá Isavia, 15. Gísli Matthías Auðunsson – veitingamaður, 16. Eggert Valur Guðmundsson – oddviti Rangárþings ytra, 17. Lína Björg Tryggvadóttir – byggðaþróunarfulltrúi Uppsveita Árnessýslu, 18. Friðjón Einarsson – fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, 19. Margrét Frímannsdóttir – fyrrverandi alþingismaður, 20. Oddný G. Harðardóttir – alþingismaður Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Sverrir Bergmann sækist eftir 3. sæti í Suðurkjördæmi Sverrir Bergmann tónlistarmaður og bæjarstjórnarfulltrúi í Reykjanesbæ býður sig fram í 3. sæti í Suðurkjördæmi fyrir Samfylkinguna. Fyrst var greint frá á mbl.is. Í samtali við fréttastofu segir Sverrir Bergmann að hann hafi stefnt á 2. til 3. sæti en nú þegar liggi ljóst að Víðir Reynisson taki fyrsta sætið stefni hann á það þriðja, hjá Samfylkingu séu fléttulistar. 20. október 2024 12:33 Frægir í framboð Er það ekki veikleikamerki flokka að finnast þeir þurfa að fylla oddvita sæti í kjördæmum með “frægu” fólki, fólki sem ekki hefur tekið þátt í flokksstarfi en er lyft fram fyrir félaga í flokknum sem sinnt hafa innra flokksstarfi árum eða jafnvel áratugum saman? 23. október 2024 21:32 „Ég hef alltaf haft augun á þessu“ Víðir Reynisson segist alltaf haft augun á því að fara á þing. Hann hafi því verið fljótur að taka slaginn þegar uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hafði samband. Hann leggur áherslu á velferðarmál og öryggismál. 19. október 2024 20:10 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Í þriðja sæti er Sverrir Bergmann, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og söngvari. Fjórða sæti skipar svo Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Samfylkingunni. Í tilkynningu kemur fram að heiðurssætin skipi Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingar og þingmaður, og Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi talsmaður Samfylkingarinnar og þingmaður til fjölda ára. „Þetta var frábær fundur á Eyrarbakka. Það er mikill hugur í Samfylkingarfólki á Suðurlandi. Við ætlum að keyra á samstöðu. Jákvæð og stórhuga stjórnmál eru sterkasta svarið við sundrungu og upphlaupum annarra flokka,“ segir Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingar í Suðurkjördæmi, að loknum fundi Samfylkingarinnar í kvöld. „Þjóðin þarf festu í landstjórnina núna. Og við höfum séð þessa festu í nýrri forystu Samfylkingar, sem hefur fyllt fjölda fólks um land allt von og trú á að við getum náð samstöðu og náð þjóðinni saman um málin sem mestu skipta í daglegu lífi. Ég hef bara hrifist með og hef fulla trú á þessu verkefni sem við höfum fylgst með í Samfylkingunni á undanförnum misserum,“ segir Víðir og bætir við: „Nú leggjum við allt undir í kosningabaráttunni. Samfylkingin er til þjónustu reiðubúin, og ég ætla svo sannarlega að gefa allt mitt í verkefnið. Vonandi verður okkur treyst til verka – en við þurfum fyrst að bretta upp ermar og sækja sigurinn.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi: 1. Víðir Reynisson – yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, 2. Ása Berglind Hjálmarsdóttir – bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, 3. Sverrir Bergmann Magnússon – söngvari og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, 4. Arna Ír Gunnarsdóttir – bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi, 5. Ólafur Þór Ólafsson – stjórnsýslufræðingur og fyrrum sveitarstjóri á Tálknafirði, 6. Arndís María Kjartansdóttir – kennari og fasteignasali í Vestmannaeyjum, 7. Hlynur Snær Vilhjálmsson – iðnaðarmaður og nemi, 8. Vala Ósk Ólafsdóttir – félagsráðgjafi í barnaverndarþjónustu, 9. Gunnar Karl Ólafsson – starfsmaður Bárunnar stéttarfélags, 10. Eyrún Fríða Árnadóttir – formaður bæjarráðs Hornafjarðar, 11. Renuka Charee Perera – vörukynningar hjá MS, 12. Óðinn Hilmarsson – húsasmíðameistari, 13. Borghildur Kristinsdóttir – bóndi, 14. Marta Sigurðardóttir – sérfræðingur hjá Isavia, 15. Gísli Matthías Auðunsson – veitingamaður, 16. Eggert Valur Guðmundsson – oddviti Rangárþings ytra, 17. Lína Björg Tryggvadóttir – byggðaþróunarfulltrúi Uppsveita Árnessýslu, 18. Friðjón Einarsson – fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, 19. Margrét Frímannsdóttir – fyrrverandi alþingismaður, 20. Oddný G. Harðardóttir – alþingismaður
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Sverrir Bergmann sækist eftir 3. sæti í Suðurkjördæmi Sverrir Bergmann tónlistarmaður og bæjarstjórnarfulltrúi í Reykjanesbæ býður sig fram í 3. sæti í Suðurkjördæmi fyrir Samfylkinguna. Fyrst var greint frá á mbl.is. Í samtali við fréttastofu segir Sverrir Bergmann að hann hafi stefnt á 2. til 3. sæti en nú þegar liggi ljóst að Víðir Reynisson taki fyrsta sætið stefni hann á það þriðja, hjá Samfylkingu séu fléttulistar. 20. október 2024 12:33 Frægir í framboð Er það ekki veikleikamerki flokka að finnast þeir þurfa að fylla oddvita sæti í kjördæmum með “frægu” fólki, fólki sem ekki hefur tekið þátt í flokksstarfi en er lyft fram fyrir félaga í flokknum sem sinnt hafa innra flokksstarfi árum eða jafnvel áratugum saman? 23. október 2024 21:32 „Ég hef alltaf haft augun á þessu“ Víðir Reynisson segist alltaf haft augun á því að fara á þing. Hann hafi því verið fljótur að taka slaginn þegar uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hafði samband. Hann leggur áherslu á velferðarmál og öryggismál. 19. október 2024 20:10 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Sverrir Bergmann sækist eftir 3. sæti í Suðurkjördæmi Sverrir Bergmann tónlistarmaður og bæjarstjórnarfulltrúi í Reykjanesbæ býður sig fram í 3. sæti í Suðurkjördæmi fyrir Samfylkinguna. Fyrst var greint frá á mbl.is. Í samtali við fréttastofu segir Sverrir Bergmann að hann hafi stefnt á 2. til 3. sæti en nú þegar liggi ljóst að Víðir Reynisson taki fyrsta sætið stefni hann á það þriðja, hjá Samfylkingu séu fléttulistar. 20. október 2024 12:33
Frægir í framboð Er það ekki veikleikamerki flokka að finnast þeir þurfa að fylla oddvita sæti í kjördæmum með “frægu” fólki, fólki sem ekki hefur tekið þátt í flokksstarfi en er lyft fram fyrir félaga í flokknum sem sinnt hafa innra flokksstarfi árum eða jafnvel áratugum saman? 23. október 2024 21:32
„Ég hef alltaf haft augun á þessu“ Víðir Reynisson segist alltaf haft augun á því að fara á þing. Hann hafi því verið fljótur að taka slaginn þegar uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hafði samband. Hann leggur áherslu á velferðarmál og öryggismál. 19. október 2024 20:10