Allt næsta ár undir til að halda byltingunni áfram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2024 11:49 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Hátt í fjörutíu samtök munu í dag afhenda formönnum stjórnmálaflokkanna kröfugerð og krefjast aðgerða svo ná megi fullu jafnrétti. Stefnt er að fjölbreyttri dagskrá allt næsta ár, þegar 50 ár verða liðin frá fyrsta Kvennafrídeginum. Um er að ræða 36 samtök femínista, kvenna, launafólks, hinsegin fólks og fatlaðs fólks, sem vilja fylgja eftir þeirri samstöðu sem skapaðist í kvennaverkfalli síðasta árs. Það gera þau undir yfirskriftinni Kvennaár 2025. „Við erum búin að ydda kröfurnar sem þar voru gerðar, og ætlum að leggja þær fram í kvöld og afhenda formönnum stjórnmálaflokkanna. Það eru sjö búnir að staðfesta komu sína. Við erum auðvitað að gera þá kröfu að þau bæði grípi til breytinga á lögum og aðgerða þannig að tryggja megi jafnrétti kynjanna,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sem er á meðal þeirra samtaka sem standa að Kvennaári 2025. Þriðja vaktin meðal umfjöllunarefna Sonja segir að skipta megi kröfunum í þrjá meginþætti. „Að það þurfi að útrýma kynbundnu ofbeldi og launamisrétti, og síðan að það þurfi að stuðla að því að konur beri ekki meginábyrgðina á svokölluðum ólaunuðum störfum. Sem eru þá eins og að sinna börnum og heimili, heldur að því sé skipt jafnt á milli kynjanna.“ Kröfugerðin verður afhent á blaðamannafundi í Bíó Paradís á Hverfisgötu klukkan hálf sjö í kvöld. Í kjölfar þess hefst frumsýning á heimildamyndinni Dagurinn sem Ísland stöðvaðist eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur, en hún fjallar um Kvennafríið 1975. Allt næsta ár undir Yfirskriftin Kvennaár 2025 vísar til þess að á næsta ári eru 50 ár liðin frá fyrsta kvennafríinu. . „Árið 1975 var allt árið lagt undir. Við erum að undirbúa það sömuleiðis, og munum kynna það í upphafi næsta árs, fjölbreytta dagskrá til að halda byltingunni áfram,“ segir Sonja Ýr. Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Um er að ræða 36 samtök femínista, kvenna, launafólks, hinsegin fólks og fatlaðs fólks, sem vilja fylgja eftir þeirri samstöðu sem skapaðist í kvennaverkfalli síðasta árs. Það gera þau undir yfirskriftinni Kvennaár 2025. „Við erum búin að ydda kröfurnar sem þar voru gerðar, og ætlum að leggja þær fram í kvöld og afhenda formönnum stjórnmálaflokkanna. Það eru sjö búnir að staðfesta komu sína. Við erum auðvitað að gera þá kröfu að þau bæði grípi til breytinga á lögum og aðgerða þannig að tryggja megi jafnrétti kynjanna,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sem er á meðal þeirra samtaka sem standa að Kvennaári 2025. Þriðja vaktin meðal umfjöllunarefna Sonja segir að skipta megi kröfunum í þrjá meginþætti. „Að það þurfi að útrýma kynbundnu ofbeldi og launamisrétti, og síðan að það þurfi að stuðla að því að konur beri ekki meginábyrgðina á svokölluðum ólaunuðum störfum. Sem eru þá eins og að sinna börnum og heimili, heldur að því sé skipt jafnt á milli kynjanna.“ Kröfugerðin verður afhent á blaðamannafundi í Bíó Paradís á Hverfisgötu klukkan hálf sjö í kvöld. Í kjölfar þess hefst frumsýning á heimildamyndinni Dagurinn sem Ísland stöðvaðist eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur, en hún fjallar um Kvennafríið 1975. Allt næsta ár undir Yfirskriftin Kvennaár 2025 vísar til þess að á næsta ári eru 50 ár liðin frá fyrsta kvennafríinu. . „Árið 1975 var allt árið lagt undir. Við erum að undirbúa það sömuleiðis, og munum kynna það í upphafi næsta árs, fjölbreytta dagskrá til að halda byltingunni áfram,“ segir Sonja Ýr.
Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent