„Við þurftum aðeins bara að ná andanum“ Siggeir Ævarsson skrifar 23. október 2024 21:41 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, einbeittur á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvíkingar unnu öruggan 57-79 á toppliði Hauka í Bónus-deild kvenna í kvöld. Leikurinn fór þó brösulega af stað fyrir gestina en eftir leikhlé sem Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur tók, breyttist allt. „Eins og við töluðum um fyrir leik. Þær eru bara mjög „agressívar“ og eru að pressa mjög hátt á vellinum. Þær voru náttúrulega bara að „gambla“ með því að setja tvær á Brittany. Við þurftum aðeins bara að ná andanum og fá smá yfirvegun í það sem við vorum að gera.“ Njarðvíkingar náðu heldur betur andanum, breyttu stöðunni úr 9-2 í 11-12 og smám saman tóku þær öll völd á vellinum. „Eftir að það kom, eftir að við komum þessu í fimm á fimm leik, þá vorum við miklu betri. Það er bara þannig, á báðum endum vallarins. Við náðum að „covera transition“ vörn og spila fimm á fimm, gerðum við vel og náðum stoppum. Fráköstuðum frábærlega. Og í fimm á fimm á hálfum velli sóknarlega fannst mér þetta líka bara virkilega gott.“ Brittany Dinkins var frábær í liði Njarðvíkur í kvöld. Skoraði 30 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þá setti hún fimm þrista í sjö skotum og áttu Haukar í miklum vandræðum með hana í vörninni. Einar sagði að það ætti þó ekki að koma neinum á óvart hversu öflugur leikmaður hún er. „Hún er geggjaður leikmaður og það er ekkert nýtt fyrir aðdáendur íslensks körfubolta, hún er þekkt stærð. Gerði náttúrulega hrikalega vel með allan þennan djöfulgang í kringum sig. Spilar í rúmar 39 mínútur. Hún er vél, það er bara þannig og gerði feiki vel.“ „En við þurfum að gera þetta sem lið. Stigaskorið kannski dreifðist ekkert frábærlega. Hún er með 30 og Em er í 15 stigum. En það eru margir leikmenn að leggja í púkkið. Sara hugrökk, Bo setur stóra þrista, Anna setur stóra þrista. Þetta er það sem við þurfum, við þurfum að fá hluti úr öllum áttum.“ Bo var hvergi bangin í kvöld og setti tvo stóra þristaVísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvíkingar skoruðu fimm þrista í röð í upphafi seinni hálfleiks og það virtist slá Hauka algjörlega út af laginu. „Ég er sammála því. Eftir það fannst mér við einhvern veginn lofttæma þær. Fórum kannski í það að reyna að sigla þessu heim, lengja sóknirnar okkar og spila kannski ekki skemmtilegasta körfuboltann. En vorum bara skynsamar og ég er hrikalega ánægður með stelpurnar þar.“ Njarðvíkingar hafa farið brösulega af stað í deildinni í haust og sigurinn í kvöld því kærkominn, en Einar er í langhlaupi. „Ég er alveg með það í hnakkanum að á löngum köflum er ég hérna með þrjár 16 ára stelpur inn á. Ég bara geri ráð fyrir því að þær geri á einhverjum tímapunkti það sem við köllum „rookie mistake“ og læri. Á sama tíma erum við með leiðtoga sem leiða og mér fannst Britt og Em báðar geggjaðar í dag. Bara góður liðssigur. Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
„Eins og við töluðum um fyrir leik. Þær eru bara mjög „agressívar“ og eru að pressa mjög hátt á vellinum. Þær voru náttúrulega bara að „gambla“ með því að setja tvær á Brittany. Við þurftum aðeins bara að ná andanum og fá smá yfirvegun í það sem við vorum að gera.“ Njarðvíkingar náðu heldur betur andanum, breyttu stöðunni úr 9-2 í 11-12 og smám saman tóku þær öll völd á vellinum. „Eftir að það kom, eftir að við komum þessu í fimm á fimm leik, þá vorum við miklu betri. Það er bara þannig, á báðum endum vallarins. Við náðum að „covera transition“ vörn og spila fimm á fimm, gerðum við vel og náðum stoppum. Fráköstuðum frábærlega. Og í fimm á fimm á hálfum velli sóknarlega fannst mér þetta líka bara virkilega gott.“ Brittany Dinkins var frábær í liði Njarðvíkur í kvöld. Skoraði 30 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þá setti hún fimm þrista í sjö skotum og áttu Haukar í miklum vandræðum með hana í vörninni. Einar sagði að það ætti þó ekki að koma neinum á óvart hversu öflugur leikmaður hún er. „Hún er geggjaður leikmaður og það er ekkert nýtt fyrir aðdáendur íslensks körfubolta, hún er þekkt stærð. Gerði náttúrulega hrikalega vel með allan þennan djöfulgang í kringum sig. Spilar í rúmar 39 mínútur. Hún er vél, það er bara þannig og gerði feiki vel.“ „En við þurfum að gera þetta sem lið. Stigaskorið kannski dreifðist ekkert frábærlega. Hún er með 30 og Em er í 15 stigum. En það eru margir leikmenn að leggja í púkkið. Sara hugrökk, Bo setur stóra þrista, Anna setur stóra þrista. Þetta er það sem við þurfum, við þurfum að fá hluti úr öllum áttum.“ Bo var hvergi bangin í kvöld og setti tvo stóra þristaVísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvíkingar skoruðu fimm þrista í röð í upphafi seinni hálfleiks og það virtist slá Hauka algjörlega út af laginu. „Ég er sammála því. Eftir það fannst mér við einhvern veginn lofttæma þær. Fórum kannski í það að reyna að sigla þessu heim, lengja sóknirnar okkar og spila kannski ekki skemmtilegasta körfuboltann. En vorum bara skynsamar og ég er hrikalega ánægður með stelpurnar þar.“ Njarðvíkingar hafa farið brösulega af stað í deildinni í haust og sigurinn í kvöld því kærkominn, en Einar er í langhlaupi. „Ég er alveg með það í hnakkanum að á löngum köflum er ég hérna með þrjár 16 ára stelpur inn á. Ég bara geri ráð fyrir því að þær geri á einhverjum tímapunkti það sem við köllum „rookie mistake“ og læri. Á sama tíma erum við með leiðtoga sem leiða og mér fannst Britt og Em báðar geggjaðar í dag. Bara góður liðssigur.
Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti