Fjölgar í hópi alvarlega veikra barna Bjarki Sigurðsson skrifar 24. október 2024 10:47 Mánagarður er við Eggertsgötu í Reykjavík. Vísir/Einar Af sjö börnum úr leikskólanum Mánagarði sem liggja inni á Barnaspítala Hringsins með staðfesta E.coli-sýkingu eru tvö alvarlega veik. Tíu eru með staðfesta sýkingu. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, upplýsingafulltrúi Landspítalans, í samtali við fréttastofu. Fyrsta barnið greindist síðdegis á þriðjudag. Alvarleg veikindi koma oft síðar fram eftir smit. Veikindin hefjast með niðurgangi sem fljótt verður blóðugur. Bakterían framleiðir eiturefni sem valda bólgum og blæðingum frá görn. Sérfræðingur á barnaspítalanum sagði við fréttastofu í gær það alvarlegast ef efnið kemst í nýrun, og valdi þar skaða. Sjö börn liggja inni á spítalanum með misalvarleg einkenni. Búið er að senda nokkur sýkt börn heim en þau eru þó enn undir eftirliti. Leiðbeiningar til foreldra barna vegna iðrasýkingar af völdum E. coli (STEC) eru m.a.: Ef barn er algjörlega einkennalaust þá má það gera allt eins og venjulega. Passa þarf vel handþvott og almennt hreinlæti sérstaklega kringum bleyjuskipti ef það á við. Góð regla er að þvo alltaf hendur vel fyrir og eftir mat. Ef barn er með lítil eða væg einkenni iðrasýkingar þá skal hafa samband við upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar í síma 1700 til að fá frekari leiðbeiningar. Mikilvægt er að barnið drekki vel. Ef barn er með mikil einkenni iðrasýkingar svo sem svæsinn niðurgang eða blóðugan niðurgang, uppköst eða kviðverki eða er slappt og meðtekið þá hafa samband við bráðamóttöku barna á Landspítala. Um 120 börn eru á leikskólanum Mánagarði sem hefur verið lokað í kjölfar smitanna. Hann er rekinn af Félagsstofnun stúdenta en verið er að taka sýni úr matvælum á leikskólanum og reyna að rekja hvaðan bakterían sem veldur sýkingunni kemur. Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Greina matinn sem börnin á Mánagarði borðuðu Mikil vinna stendur yfir hjá Matvælastofnun, embætti sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitinu við að leita að uppruna sýkingar sem leitt hefur til veikinda barna á leikskólanum Mánagarði. Þó nokkur börn hafa verið lögð inn á Landspítalann. Sterkar vísbendingar eru um orsök smitsins. Leikskólastjóri lítur málið alvarlegum augum en fyrsta barnið greindist síðdegis í gær. 23. október 2024 12:58 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira
Þetta staðfestir Andri Ólafsson, upplýsingafulltrúi Landspítalans, í samtali við fréttastofu. Fyrsta barnið greindist síðdegis á þriðjudag. Alvarleg veikindi koma oft síðar fram eftir smit. Veikindin hefjast með niðurgangi sem fljótt verður blóðugur. Bakterían framleiðir eiturefni sem valda bólgum og blæðingum frá görn. Sérfræðingur á barnaspítalanum sagði við fréttastofu í gær það alvarlegast ef efnið kemst í nýrun, og valdi þar skaða. Sjö börn liggja inni á spítalanum með misalvarleg einkenni. Búið er að senda nokkur sýkt börn heim en þau eru þó enn undir eftirliti. Leiðbeiningar til foreldra barna vegna iðrasýkingar af völdum E. coli (STEC) eru m.a.: Ef barn er algjörlega einkennalaust þá má það gera allt eins og venjulega. Passa þarf vel handþvott og almennt hreinlæti sérstaklega kringum bleyjuskipti ef það á við. Góð regla er að þvo alltaf hendur vel fyrir og eftir mat. Ef barn er með lítil eða væg einkenni iðrasýkingar þá skal hafa samband við upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar í síma 1700 til að fá frekari leiðbeiningar. Mikilvægt er að barnið drekki vel. Ef barn er með mikil einkenni iðrasýkingar svo sem svæsinn niðurgang eða blóðugan niðurgang, uppköst eða kviðverki eða er slappt og meðtekið þá hafa samband við bráðamóttöku barna á Landspítala. Um 120 börn eru á leikskólanum Mánagarði sem hefur verið lokað í kjölfar smitanna. Hann er rekinn af Félagsstofnun stúdenta en verið er að taka sýni úr matvælum á leikskólanum og reyna að rekja hvaðan bakterían sem veldur sýkingunni kemur.
Leiðbeiningar til foreldra barna vegna iðrasýkingar af völdum E. coli (STEC) eru m.a.: Ef barn er algjörlega einkennalaust þá má það gera allt eins og venjulega. Passa þarf vel handþvott og almennt hreinlæti sérstaklega kringum bleyjuskipti ef það á við. Góð regla er að þvo alltaf hendur vel fyrir og eftir mat. Ef barn er með lítil eða væg einkenni iðrasýkingar þá skal hafa samband við upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar í síma 1700 til að fá frekari leiðbeiningar. Mikilvægt er að barnið drekki vel. Ef barn er með mikil einkenni iðrasýkingar svo sem svæsinn niðurgang eða blóðugan niðurgang, uppköst eða kviðverki eða er slappt og meðtekið þá hafa samband við bráðamóttöku barna á Landspítala.
Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Greina matinn sem börnin á Mánagarði borðuðu Mikil vinna stendur yfir hjá Matvælastofnun, embætti sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitinu við að leita að uppruna sýkingar sem leitt hefur til veikinda barna á leikskólanum Mánagarði. Þó nokkur börn hafa verið lögð inn á Landspítalann. Sterkar vísbendingar eru um orsök smitsins. Leikskólastjóri lítur málið alvarlegum augum en fyrsta barnið greindist síðdegis í gær. 23. október 2024 12:58 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira
Greina matinn sem börnin á Mánagarði borðuðu Mikil vinna stendur yfir hjá Matvælastofnun, embætti sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitinu við að leita að uppruna sýkingar sem leitt hefur til veikinda barna á leikskólanum Mánagarði. Þó nokkur börn hafa verið lögð inn á Landspítalann. Sterkar vísbendingar eru um orsök smitsins. Leikskólastjóri lítur málið alvarlegum augum en fyrsta barnið greindist síðdegis í gær. 23. október 2024 12:58