Náttúran þarf að fá rödd sína aftur Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 23. október 2024 16:31 Eftir að ráðuneyti umhverfis var lagt niður fyrir þremur árum og breytt í orku- og landsöluráðuneyti er staða umhverfisverndar gjörbreytt. Jafnvel fólk sem vill hafa marktæka rödd í umhverfis og loftslagsmálum þorir ekki lengur að nefna náttúruvernd án þess að taka skýrt fram í leiðinni að það sé ekki á móti „grænum“ stórframkvæmdum og skilji þörf á margföldun orkuframleiðslu fyrir heiminn, því Ísland megi ekki sitja hjá. Stjórnun umræðunnar heppnaðist fyllilega og mikilvæg rödd umhverfisins hljóðnaði. Fátt heyrist lengur nema hávær hróp um meiri orku og stærri framkvæmdir. Við lifum á tímum fáræðis fjárfesta sem reyna nú að gleypa fjöll, firði, ár, vötn, heiðar og allar auðlindir þjóðarinnar í risastórar framkvæmdir fyrir sérhagsmuni, án þess að almenningur hafi neitt um það að segja. Ætlum við að hafa þetta svona áfram, eða ætlum við að stofna umhverfisráðuneyti aftur og gefa náttúrunni og almenningi rödd? Stjórnmálaflokkar þurfa í stuttri kosningabaráttu að svara kjósendum um þetta. Þeir þurfa líka að svara hvort þeir styðji mannréttindi, tjáningarfrelsi og lýðræði, eða hvort fjárfestar og stjórnmálamenn sem lofa stórframkvæmdum eigi að hafa sviðið einir. Stjórnvöld og talsmenn fjárfestinga hafa sýnt framkomu gagnvart einstaklingum og frjálsum félagasamtökum sem orkar tvímælis. Fólk sem leitar réttar síns er talað niður og sakað um að valda samfélaginu tjóni. Vonandi eru þessi tilvik mistök en ekki kerfisbundin framkoma þar sem hagsmunum almennings og umhverfis er ýtt út af borðinu. 1. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar sakaði nýlega tvenn náttúruverndarsamtök á Suðvesturlandi um að hafa kostað bæjarfélagið 8 milljarða króna, með því að kæra lögn raflínu yfir vatnsverndarsvæði. Bæjarfélagið fór ekki að lögum og kennir kærendum um. 2. Landsvirkjun sakar náttúruverndarsamtök um að hafa kostað samfélagið tvo milljarða með kæru sem felldi framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi. Fyrirtæki sem ekki fór að lögum kennir kærendum um. 3. Umhverfis- orku og loftslagsráðherra fékk furðufyrirspurn frá aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar á ársfundi Samtaka atvinnulífsins um hvort draga þyrfti tennurnar úr úrskurðarnefndum sem taka kærur til meðferðar. Og svarið var „við þurfum að fækka kæruleiðum.“ 4. Þegar náttúruverndin leitaði svara við því í vor hvers vegna rekstrarstyrkir skiluðu sér seint til umhverfisverndarsamtaka var svarið: „Vinna er nú í gangi við endurskoðun og einföldun á heildarstyrkjakerfi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og er við þá vinnu horft til þess að styrkveitingar hverju sinni styðji við áherslumál stjórnvalda á þeim tíma.“ Viðhorfið er að frjáls félagasamtök eigi að vera í vinnu hjá stjórnvöldum. Það er ekki hlutverk þeirra. 5. Nafnlaus leiðari Viðskiptablaðsins og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar efast um kærurétt fámennra samtaka. Viðskiptablaðið skrifar um vitleysisgang og ógöngur sem Árósasamingurinn hafi leitt yfir samfélagið og um andlitslaus náttúruverndarsamtök sem sé skammarlegt að geti tafið framkvæmdir. Allt sýnir þetta að réttindi almennings og frjálsra félagssamtaka eru ekki sjálfsögð. Fleiri dæmi úr umhverfisverndarbaráttu síðustu ára mætti rifja upp. Stjórnmálin hafa nú tækifærið til að snúa af óheillabraut og styðja rétt almennings og umhverfisins. Árósasamingurinn er ekki vitleysisgangur, heldur nauðsyn. Landvernd ályktaði um á aðalfundi í vor um tjáningarfrelsi og almannarétt. Sú ályktun er enn í fullu gildi. Tjáningarfrelsi Styðjum við náttúru- og loftslagsvernd, tryggjum rétt almennings og verjum störf allra sem vinna að umhverfis- og náttúruvernd í félagasamtökum, stofnunum, fjölmiðlum, fyrirtækjum og stjórnmálum. Kjósum með náttúrunni, loftslaginu og fólkinu, verjum auðæfi landsins og gefum ekki frá okkur almannaréttinn og auðlindir framtíðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Umhverfismál Orkumál Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Eftir að ráðuneyti umhverfis var lagt niður fyrir þremur árum og breytt í orku- og landsöluráðuneyti er staða umhverfisverndar gjörbreytt. Jafnvel fólk sem vill hafa marktæka rödd í umhverfis og loftslagsmálum þorir ekki lengur að nefna náttúruvernd án þess að taka skýrt fram í leiðinni að það sé ekki á móti „grænum“ stórframkvæmdum og skilji þörf á margföldun orkuframleiðslu fyrir heiminn, því Ísland megi ekki sitja hjá. Stjórnun umræðunnar heppnaðist fyllilega og mikilvæg rödd umhverfisins hljóðnaði. Fátt heyrist lengur nema hávær hróp um meiri orku og stærri framkvæmdir. Við lifum á tímum fáræðis fjárfesta sem reyna nú að gleypa fjöll, firði, ár, vötn, heiðar og allar auðlindir þjóðarinnar í risastórar framkvæmdir fyrir sérhagsmuni, án þess að almenningur hafi neitt um það að segja. Ætlum við að hafa þetta svona áfram, eða ætlum við að stofna umhverfisráðuneyti aftur og gefa náttúrunni og almenningi rödd? Stjórnmálaflokkar þurfa í stuttri kosningabaráttu að svara kjósendum um þetta. Þeir þurfa líka að svara hvort þeir styðji mannréttindi, tjáningarfrelsi og lýðræði, eða hvort fjárfestar og stjórnmálamenn sem lofa stórframkvæmdum eigi að hafa sviðið einir. Stjórnvöld og talsmenn fjárfestinga hafa sýnt framkomu gagnvart einstaklingum og frjálsum félagasamtökum sem orkar tvímælis. Fólk sem leitar réttar síns er talað niður og sakað um að valda samfélaginu tjóni. Vonandi eru þessi tilvik mistök en ekki kerfisbundin framkoma þar sem hagsmunum almennings og umhverfis er ýtt út af borðinu. 1. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar sakaði nýlega tvenn náttúruverndarsamtök á Suðvesturlandi um að hafa kostað bæjarfélagið 8 milljarða króna, með því að kæra lögn raflínu yfir vatnsverndarsvæði. Bæjarfélagið fór ekki að lögum og kennir kærendum um. 2. Landsvirkjun sakar náttúruverndarsamtök um að hafa kostað samfélagið tvo milljarða með kæru sem felldi framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi. Fyrirtæki sem ekki fór að lögum kennir kærendum um. 3. Umhverfis- orku og loftslagsráðherra fékk furðufyrirspurn frá aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar á ársfundi Samtaka atvinnulífsins um hvort draga þyrfti tennurnar úr úrskurðarnefndum sem taka kærur til meðferðar. Og svarið var „við þurfum að fækka kæruleiðum.“ 4. Þegar náttúruverndin leitaði svara við því í vor hvers vegna rekstrarstyrkir skiluðu sér seint til umhverfisverndarsamtaka var svarið: „Vinna er nú í gangi við endurskoðun og einföldun á heildarstyrkjakerfi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og er við þá vinnu horft til þess að styrkveitingar hverju sinni styðji við áherslumál stjórnvalda á þeim tíma.“ Viðhorfið er að frjáls félagasamtök eigi að vera í vinnu hjá stjórnvöldum. Það er ekki hlutverk þeirra. 5. Nafnlaus leiðari Viðskiptablaðsins og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar efast um kærurétt fámennra samtaka. Viðskiptablaðið skrifar um vitleysisgang og ógöngur sem Árósasamingurinn hafi leitt yfir samfélagið og um andlitslaus náttúruverndarsamtök sem sé skammarlegt að geti tafið framkvæmdir. Allt sýnir þetta að réttindi almennings og frjálsra félagssamtaka eru ekki sjálfsögð. Fleiri dæmi úr umhverfisverndarbaráttu síðustu ára mætti rifja upp. Stjórnmálin hafa nú tækifærið til að snúa af óheillabraut og styðja rétt almennings og umhverfisins. Árósasamingurinn er ekki vitleysisgangur, heldur nauðsyn. Landvernd ályktaði um á aðalfundi í vor um tjáningarfrelsi og almannarétt. Sú ályktun er enn í fullu gildi. Tjáningarfrelsi Styðjum við náttúru- og loftslagsvernd, tryggjum rétt almennings og verjum störf allra sem vinna að umhverfis- og náttúruvernd í félagasamtökum, stofnunum, fjölmiðlum, fyrirtækjum og stjórnmálum. Kjósum með náttúrunni, loftslaginu og fólkinu, verjum auðæfi landsins og gefum ekki frá okkur almannaréttinn og auðlindir framtíðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun