Hvar ætliði að finna alla þessa karla? Davíð Már Sigurðsson skrifar 23. október 2024 12:01 Staða drengja í skólakerfinu hefur lengi verið áberandi í umræðunni um menntamál. Umræðan hefur oft og tíðum snúist fyrst og fremst um það að ekki séu nógu margir karlmenn til að kenna strákunum okkar. Að strákum skorti jákvæðar fyrirmyndir innan skólakerfisins, að það sé ekki komið til móts við þarfir þeirra og þess vegna séu þeir ólæsir, óskrifandi og fleira í þeim dúr. Það er áhyggjuefni út af fyrir sig og frekar ógnvekjandi þróun ef upprennandi kynslóðir verða uppfullar af reiðum ólæsum ungum karlmönnum. Þannig geta byltingar byrjað. Segjum sem svo að töfralausnin felist í því að jafna hlutfall kynjanna í skólum landsins. Fá fleiri karla upp dekk. Hvaðan eiga þeir að koma? Almennt er litið svo á að karlar og konur sæki í ólík störf. Fullyrðingin er einnig notuð til að útskýra launamun kynjanna. Ég ætla svo sem ekki að taka afstöðu til þess. Það væri grein út fyrir sig. En þá velti ég fyrir mér hvort lægri laun og kjaraskerðing útskýri brotthvarf karlmanna úr kennarastéttinni? Meginþorri kennara eru kvenkyns. Það var hins vegar ekki alltaf svo. Einungis fyrir nokkrum áratugum voru meirihluti kennara karlkyns. Lækkuðu launin því karlar hættu að kenna eða hættu þeir að kenna því launin lækkuðu? Minnkaði virðing samfélagsins fyrir starfinu þegar hlutfall kvenna jókst eða hurfu karlmenn frá því virðingin dalaði? Þetta eru erfiðu spurningarnar sem þarf að svara. Það er allavega sorglegt ef aukin þátttaka kvenna í kennslu er orsök eða réttlæting á kjaraskerðingu og launalækkun í fræðslustörfum. Ef við gefum okkur svo að körlum sé meira umhugað um stærri launatékka en konum. Gróða fram yfir hugsjón. Er þá líklegt að það séu margir karlar á leið í kennarann þessa dagana? Þegar bæði almenni markaðurinn og opinberi geirinn bjóða betur launuð og þægilegri störf með minna áreiti og ábyrgð. Lumar ríkið eða Samtök íslenskra sveitarfélaga á einhverri töfralausn til að lokka karlana til baka? Eins og staðan er núna virðast sveitarfélögin vera að veðja á að fá lögbann sett á verkfallsaðgerðir kennara. Núverandi aðferðir ganga treglega að miðað við nýlegustu gögn frá Hagstofu, hlutfall karla við kennslu rétt að slefa yfir 18 prósent og hefur rokkað kringum þá línu síðustu tíu ár. Ekki geta þeir sett lög til að skikka karlmenn í kennarann. Hvað er þá til ráða? Höfundur er karl og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Staða drengja í skólakerfinu hefur lengi verið áberandi í umræðunni um menntamál. Umræðan hefur oft og tíðum snúist fyrst og fremst um það að ekki séu nógu margir karlmenn til að kenna strákunum okkar. Að strákum skorti jákvæðar fyrirmyndir innan skólakerfisins, að það sé ekki komið til móts við þarfir þeirra og þess vegna séu þeir ólæsir, óskrifandi og fleira í þeim dúr. Það er áhyggjuefni út af fyrir sig og frekar ógnvekjandi þróun ef upprennandi kynslóðir verða uppfullar af reiðum ólæsum ungum karlmönnum. Þannig geta byltingar byrjað. Segjum sem svo að töfralausnin felist í því að jafna hlutfall kynjanna í skólum landsins. Fá fleiri karla upp dekk. Hvaðan eiga þeir að koma? Almennt er litið svo á að karlar og konur sæki í ólík störf. Fullyrðingin er einnig notuð til að útskýra launamun kynjanna. Ég ætla svo sem ekki að taka afstöðu til þess. Það væri grein út fyrir sig. En þá velti ég fyrir mér hvort lægri laun og kjaraskerðing útskýri brotthvarf karlmanna úr kennarastéttinni? Meginþorri kennara eru kvenkyns. Það var hins vegar ekki alltaf svo. Einungis fyrir nokkrum áratugum voru meirihluti kennara karlkyns. Lækkuðu launin því karlar hættu að kenna eða hættu þeir að kenna því launin lækkuðu? Minnkaði virðing samfélagsins fyrir starfinu þegar hlutfall kvenna jókst eða hurfu karlmenn frá því virðingin dalaði? Þetta eru erfiðu spurningarnar sem þarf að svara. Það er allavega sorglegt ef aukin þátttaka kvenna í kennslu er orsök eða réttlæting á kjaraskerðingu og launalækkun í fræðslustörfum. Ef við gefum okkur svo að körlum sé meira umhugað um stærri launatékka en konum. Gróða fram yfir hugsjón. Er þá líklegt að það séu margir karlar á leið í kennarann þessa dagana? Þegar bæði almenni markaðurinn og opinberi geirinn bjóða betur launuð og þægilegri störf með minna áreiti og ábyrgð. Lumar ríkið eða Samtök íslenskra sveitarfélaga á einhverri töfralausn til að lokka karlana til baka? Eins og staðan er núna virðast sveitarfélögin vera að veðja á að fá lögbann sett á verkfallsaðgerðir kennara. Núverandi aðferðir ganga treglega að miðað við nýlegustu gögn frá Hagstofu, hlutfall karla við kennslu rétt að slefa yfir 18 prósent og hefur rokkað kringum þá línu síðustu tíu ár. Ekki geta þeir sett lög til að skikka karlmenn í kennarann. Hvað er þá til ráða? Höfundur er karl og kennari.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun