Hvar ætliði að finna alla þessa karla? Davíð Már Sigurðsson skrifar 23. október 2024 12:01 Staða drengja í skólakerfinu hefur lengi verið áberandi í umræðunni um menntamál. Umræðan hefur oft og tíðum snúist fyrst og fremst um það að ekki séu nógu margir karlmenn til að kenna strákunum okkar. Að strákum skorti jákvæðar fyrirmyndir innan skólakerfisins, að það sé ekki komið til móts við þarfir þeirra og þess vegna séu þeir ólæsir, óskrifandi og fleira í þeim dúr. Það er áhyggjuefni út af fyrir sig og frekar ógnvekjandi þróun ef upprennandi kynslóðir verða uppfullar af reiðum ólæsum ungum karlmönnum. Þannig geta byltingar byrjað. Segjum sem svo að töfralausnin felist í því að jafna hlutfall kynjanna í skólum landsins. Fá fleiri karla upp dekk. Hvaðan eiga þeir að koma? Almennt er litið svo á að karlar og konur sæki í ólík störf. Fullyrðingin er einnig notuð til að útskýra launamun kynjanna. Ég ætla svo sem ekki að taka afstöðu til þess. Það væri grein út fyrir sig. En þá velti ég fyrir mér hvort lægri laun og kjaraskerðing útskýri brotthvarf karlmanna úr kennarastéttinni? Meginþorri kennara eru kvenkyns. Það var hins vegar ekki alltaf svo. Einungis fyrir nokkrum áratugum voru meirihluti kennara karlkyns. Lækkuðu launin því karlar hættu að kenna eða hættu þeir að kenna því launin lækkuðu? Minnkaði virðing samfélagsins fyrir starfinu þegar hlutfall kvenna jókst eða hurfu karlmenn frá því virðingin dalaði? Þetta eru erfiðu spurningarnar sem þarf að svara. Það er allavega sorglegt ef aukin þátttaka kvenna í kennslu er orsök eða réttlæting á kjaraskerðingu og launalækkun í fræðslustörfum. Ef við gefum okkur svo að körlum sé meira umhugað um stærri launatékka en konum. Gróða fram yfir hugsjón. Er þá líklegt að það séu margir karlar á leið í kennarann þessa dagana? Þegar bæði almenni markaðurinn og opinberi geirinn bjóða betur launuð og þægilegri störf með minna áreiti og ábyrgð. Lumar ríkið eða Samtök íslenskra sveitarfélaga á einhverri töfralausn til að lokka karlana til baka? Eins og staðan er núna virðast sveitarfélögin vera að veðja á að fá lögbann sett á verkfallsaðgerðir kennara. Núverandi aðferðir ganga treglega að miðað við nýlegustu gögn frá Hagstofu, hlutfall karla við kennslu rétt að slefa yfir 18 prósent og hefur rokkað kringum þá línu síðustu tíu ár. Ekki geta þeir sett lög til að skikka karlmenn í kennarann. Hvað er þá til ráða? Höfundur er karl og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Staða drengja í skólakerfinu hefur lengi verið áberandi í umræðunni um menntamál. Umræðan hefur oft og tíðum snúist fyrst og fremst um það að ekki séu nógu margir karlmenn til að kenna strákunum okkar. Að strákum skorti jákvæðar fyrirmyndir innan skólakerfisins, að það sé ekki komið til móts við þarfir þeirra og þess vegna séu þeir ólæsir, óskrifandi og fleira í þeim dúr. Það er áhyggjuefni út af fyrir sig og frekar ógnvekjandi þróun ef upprennandi kynslóðir verða uppfullar af reiðum ólæsum ungum karlmönnum. Þannig geta byltingar byrjað. Segjum sem svo að töfralausnin felist í því að jafna hlutfall kynjanna í skólum landsins. Fá fleiri karla upp dekk. Hvaðan eiga þeir að koma? Almennt er litið svo á að karlar og konur sæki í ólík störf. Fullyrðingin er einnig notuð til að útskýra launamun kynjanna. Ég ætla svo sem ekki að taka afstöðu til þess. Það væri grein út fyrir sig. En þá velti ég fyrir mér hvort lægri laun og kjaraskerðing útskýri brotthvarf karlmanna úr kennarastéttinni? Meginþorri kennara eru kvenkyns. Það var hins vegar ekki alltaf svo. Einungis fyrir nokkrum áratugum voru meirihluti kennara karlkyns. Lækkuðu launin því karlar hættu að kenna eða hættu þeir að kenna því launin lækkuðu? Minnkaði virðing samfélagsins fyrir starfinu þegar hlutfall kvenna jókst eða hurfu karlmenn frá því virðingin dalaði? Þetta eru erfiðu spurningarnar sem þarf að svara. Það er allavega sorglegt ef aukin þátttaka kvenna í kennslu er orsök eða réttlæting á kjaraskerðingu og launalækkun í fræðslustörfum. Ef við gefum okkur svo að körlum sé meira umhugað um stærri launatékka en konum. Gróða fram yfir hugsjón. Er þá líklegt að það séu margir karlar á leið í kennarann þessa dagana? Þegar bæði almenni markaðurinn og opinberi geirinn bjóða betur launuð og þægilegri störf með minna áreiti og ábyrgð. Lumar ríkið eða Samtök íslenskra sveitarfélaga á einhverri töfralausn til að lokka karlana til baka? Eins og staðan er núna virðast sveitarfélögin vera að veðja á að fá lögbann sett á verkfallsaðgerðir kennara. Núverandi aðferðir ganga treglega að miðað við nýlegustu gögn frá Hagstofu, hlutfall karla við kennslu rétt að slefa yfir 18 prósent og hefur rokkað kringum þá línu síðustu tíu ár. Ekki geta þeir sett lög til að skikka karlmenn í kennarann. Hvað er þá til ráða? Höfundur er karl og kennari.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun