Förum á trúnó! Katrín Þrastardóttir skrifar 22. október 2024 11:02 Í amstri dagsins getur verið breytilegt hvar í forgangsröðuninni ástarsambandið lendir. Í tilhugalífinu kemst fátt annað að en tilvonandi maki og erum við mörg vakin og sofin yfir samskiptum, hittingum, nánd og spenningi. Þegar við höfum svo landað laxinum og árin líða bætist við heimili og jafnvel börn eða hundur. Spenningurinn dvínar og alvara lífsins tekur við. Mörg fara þá að forgangsraða börnunum, uppeldinu, vinnunni og félagslífinu ofar en makanum. Þegar það gerist dregur oft úr tilfinningalegri nánd í sambandinu. Þarf að bregðast við því ? og ef já, þá hvernig? Tilfinningaleg nánd leggur sterkan grunn að góðu parsambandi og er grunnforsenda fyrir því að viðhalda heilbrigðu langtíma sambandi. Tilfinningaleg nánd er djúp tenging á milli tveggja aðila sem einkennist af sameiginlegum skilningi, samkennd og trausti. Það er getan til að eiga í opnum samskiptum um tilfinningar sínar, hugsanir og upplifanir. Í því felst að þekkja maka sinn inn og út og vinna að því statt og stöðugt að tengjast tilfinningalega. Góðar leiðir til þess að viðhalda og styrkja tilfinningalega nánd í ástarsambandinu er að venja sig á að sýna maka sínum blíðuhót daglega, létt snerting, faðmlag eða koss kemur okkur langt í amstri dagsins. Falleg orð sem sýna væntumþykju, viðvik og að verja tíma saman styrkir tilfinningatengslin okkar. Það getur verið gaman og ganglegt að skipuleggja tilkomumikil stefnumót en vellukkuð leiðindastund heimafyrir skilar líka miklu í bankann. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um að gefa sér tíma til að eiga í innihaldsríkum samræðum um vonir og væntingar okkar til lífsins og sambandsins, drauma okkar og ótta – á mannamáli, fara reglulega á trúnó! Sé upplifun okkar sú að sambandið hafi glatað tilfinningalegri nánd og við rötum ekki til baka er mjög gagnlegt að leita sér aðstoðar. Fjölskyldufræðingar hafa lokið klínísku námi og veita meðferð fyrir pör byggða á gagnreyndum aðferðum. Fjölskyldumeðferð byggir meðal annars á tengslakenningum þar sem gengið er út frá því að tengslastíllinn sem við þróum í æsku fylgi okkur inn í ástarsambönd á fullorðinsárum. Tengslastíll okkar hefur áhrif á hvernig við eigum í samskiptum, tökumst á við áskoranir og færni okkar til að hlúa að tilfinningalegri nánd. Höfundur er fjölskyldufræðingur hjá Auðnast Klíník. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í amstri dagsins getur verið breytilegt hvar í forgangsröðuninni ástarsambandið lendir. Í tilhugalífinu kemst fátt annað að en tilvonandi maki og erum við mörg vakin og sofin yfir samskiptum, hittingum, nánd og spenningi. Þegar við höfum svo landað laxinum og árin líða bætist við heimili og jafnvel börn eða hundur. Spenningurinn dvínar og alvara lífsins tekur við. Mörg fara þá að forgangsraða börnunum, uppeldinu, vinnunni og félagslífinu ofar en makanum. Þegar það gerist dregur oft úr tilfinningalegri nánd í sambandinu. Þarf að bregðast við því ? og ef já, þá hvernig? Tilfinningaleg nánd leggur sterkan grunn að góðu parsambandi og er grunnforsenda fyrir því að viðhalda heilbrigðu langtíma sambandi. Tilfinningaleg nánd er djúp tenging á milli tveggja aðila sem einkennist af sameiginlegum skilningi, samkennd og trausti. Það er getan til að eiga í opnum samskiptum um tilfinningar sínar, hugsanir og upplifanir. Í því felst að þekkja maka sinn inn og út og vinna að því statt og stöðugt að tengjast tilfinningalega. Góðar leiðir til þess að viðhalda og styrkja tilfinningalega nánd í ástarsambandinu er að venja sig á að sýna maka sínum blíðuhót daglega, létt snerting, faðmlag eða koss kemur okkur langt í amstri dagsins. Falleg orð sem sýna væntumþykju, viðvik og að verja tíma saman styrkir tilfinningatengslin okkar. Það getur verið gaman og ganglegt að skipuleggja tilkomumikil stefnumót en vellukkuð leiðindastund heimafyrir skilar líka miklu í bankann. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um að gefa sér tíma til að eiga í innihaldsríkum samræðum um vonir og væntingar okkar til lífsins og sambandsins, drauma okkar og ótta – á mannamáli, fara reglulega á trúnó! Sé upplifun okkar sú að sambandið hafi glatað tilfinningalegri nánd og við rötum ekki til baka er mjög gagnlegt að leita sér aðstoðar. Fjölskyldufræðingar hafa lokið klínísku námi og veita meðferð fyrir pör byggða á gagnreyndum aðferðum. Fjölskyldumeðferð byggir meðal annars á tengslakenningum þar sem gengið er út frá því að tengslastíllinn sem við þróum í æsku fylgi okkur inn í ástarsambönd á fullorðinsárum. Tengslastíll okkar hefur áhrif á hvernig við eigum í samskiptum, tökumst á við áskoranir og færni okkar til að hlúa að tilfinningalegri nánd. Höfundur er fjölskyldufræðingur hjá Auðnast Klíník.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun