„Flókin staða“ í kjaradeilum kennara Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 23. október 2024 00:02 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Einar Samband íslenskra sveitarfélaga telur rétt að gefa kennurum færi á að bæta kjör sín með því að auka kennsluskyldu. Fundi í kjaradeildu Kennarasambandsins og sveitarfélaga var aflýst í morgun þar sem beðið er niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunar í fyrramálið. Kennaraverkföll í ellefu skólum hefjast að óbreyttu í næstu viku. Í grein sem var birt í morgun vekur Samband íslenskra sveitarfélaga athygli á því að kaupmáttarleiðrétt laun grunnskólakennara hér á landi séu yfir meðaltali OECD ríkjanna. Launadreifing innan stéttarinnar sé hins vegar afar lítil og launahæstu grunnskólakennararnir einungis með um átta prósenta hærri laun en sem nemur byrjunarlaunum. Á sama tíma sé kennslukylda óvíða minni og því sé færi til breytinga. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segist vilja auka sveigjanleika í tengslum við kennsluskyldu þannig að kennarar geti unnið sig upp. „Við ákváðum bara að birta þetta því þetta er ein af þeim greiningum sem við erum að vinna að núna. Síðan sjáum við bara hvernig er. Okkar fólk situr við samningaborðið og þar eru málin rædd fram og til baka. Og við viljum endilega leysa þetta sem allra fyrst,“ segir Heiða í samtali við fréttastofu. Hvernig meturðu stöðuna í deilunni? „Staðan er svolítið flókin. Ég held að fólk sé ekki alveg að skilja hvert annað. Þess vegna held ég að svona greiningar geti hjálpað okkur að sjá okkur í samhengi við það sem er að gerast annars staðar.“ Heiða segir sveitarfélögin hafa sett mörg verkefni á kennara sem teljist ekki til kennslu. Jafnvel sé verið að verðmeta þau störf meira en kennslu og það þurfi að skoða. „Við höfum byggt upp svolítið flókið kerfi þannig að ég held að það sé mikilvægt að við skoðum okkar hlið, hvernig við getum þá mögulega komið til móts við kröfur kennara.“ Hún segir Kennarasambandið ekki hafa fallist á þá leið að fá Jafnlaunastofu til að greina virði starfanna í þeim tilgangi að jafna laun milli markaða. „Það er svolítið flókið að finna lausnina þar,“ segir Heiða. „En ég vona auðvitað innilega, og ég hef enga trú á öðru en að allir mæti til leiks og sitji. Við höfum tíu daga og munum nýta þá eins vel og við mögulega getum til að ná saman. Þetta er auðvitað gríðarlega mikilvæg stétt og undir miklu álagi. Við þurfum einhvern veginn að bæta þeirra starfsaðstæður og fjölga tækifærum til að vinna sig upp og nýta sína hæfileika.“ Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Kennaraverkföll í ellefu skólum hefjast að óbreyttu í næstu viku. Í grein sem var birt í morgun vekur Samband íslenskra sveitarfélaga athygli á því að kaupmáttarleiðrétt laun grunnskólakennara hér á landi séu yfir meðaltali OECD ríkjanna. Launadreifing innan stéttarinnar sé hins vegar afar lítil og launahæstu grunnskólakennararnir einungis með um átta prósenta hærri laun en sem nemur byrjunarlaunum. Á sama tíma sé kennslukylda óvíða minni og því sé færi til breytinga. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segist vilja auka sveigjanleika í tengslum við kennsluskyldu þannig að kennarar geti unnið sig upp. „Við ákváðum bara að birta þetta því þetta er ein af þeim greiningum sem við erum að vinna að núna. Síðan sjáum við bara hvernig er. Okkar fólk situr við samningaborðið og þar eru málin rædd fram og til baka. Og við viljum endilega leysa þetta sem allra fyrst,“ segir Heiða í samtali við fréttastofu. Hvernig meturðu stöðuna í deilunni? „Staðan er svolítið flókin. Ég held að fólk sé ekki alveg að skilja hvert annað. Þess vegna held ég að svona greiningar geti hjálpað okkur að sjá okkur í samhengi við það sem er að gerast annars staðar.“ Heiða segir sveitarfélögin hafa sett mörg verkefni á kennara sem teljist ekki til kennslu. Jafnvel sé verið að verðmeta þau störf meira en kennslu og það þurfi að skoða. „Við höfum byggt upp svolítið flókið kerfi þannig að ég held að það sé mikilvægt að við skoðum okkar hlið, hvernig við getum þá mögulega komið til móts við kröfur kennara.“ Hún segir Kennarasambandið ekki hafa fallist á þá leið að fá Jafnlaunastofu til að greina virði starfanna í þeim tilgangi að jafna laun milli markaða. „Það er svolítið flókið að finna lausnina þar,“ segir Heiða. „En ég vona auðvitað innilega, og ég hef enga trú á öðru en að allir mæti til leiks og sitji. Við höfum tíu daga og munum nýta þá eins vel og við mögulega getum til að ná saman. Þetta er auðvitað gríðarlega mikilvæg stétt og undir miklu álagi. Við þurfum einhvern veginn að bæta þeirra starfsaðstæður og fjölga tækifærum til að vinna sig upp og nýta sína hæfileika.“
Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira