Fá annað tækifæri: Lengd framlengingar kærð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. október 2024 21:32 Stjarnan getur enn orðið Íslandsmeistari í 4. flokki drengja í C-liða keppni. Vísir/Diego/Samsett Á miðvikudag mætast KA og Stjarnan að nýju á Akureyri í leik um Íslandsmeistaratitilinn í C-liða keppni 4. flokks drengja en þar spila drengir fæddir 2010 og 2011. Ekki verður allur leikurinn leikinn upp á nýtt heldur aðeins framlenging leiksins. Þá þarf KA að greiða ferðakostnað Stjörnunnar. Úrslitaleikurinn fór fram 14. september síðastliðinn og var staðan 3-3 að loknum venjulegum leiktíma en heimamenn komust 3-0 yfir. Í kjölfarið var framlengt en aðeins voru spilaðar tíu mínútur (2x5 mínútur) frekar en 2x10 mínútur eins og reglurnar kveða á um. Þar sem ekki var skorað í framlengingu þurfti að útkljá leikinn með vítaspyrnukeppni og þar hafði KA betur. Nú greinir Akureyri.net frá því að Stjarnan hafi kært úrslit leiksins til aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands þegar félagið áttaði sig á mistökum dómarans og að framlengingin hafi átt að vera samtals 20 mínútur en ekki aðeins 10 mínútur. Þar kemur einnig fram að í leiknum hafi hvort lið aðeins tekið þrjár vítaspyrnur en í vítakeppni er það liðið sem er yfir eftir fimm spyrnur sem vinnur. Það er ef það er ekki ljóst hver vinnur áður en fimmta spyrnan er tekin. Stjarnan fór fram á að úrslit leiksins yrðu dæmd ógild og að framlengingin, og vítaspyrnukeppnin ef til hennar kæmi, færi fram á heimavelli Stjörnunnar. Til vara gerðu Garðbæingar sömu kröfu nema ef leikið yrði á Akureyri þá þyrfti KA að greiða ferðakostnað. Kæra Stjörnunnar er á þessa leið: Þegar venjulegum leiktíma lauk og áður en framlenging hófst yfirgaf dómarinn leikstað og afhenti öðrum flautuna og þar með stjórn leiksins. Sá sem tók við flautunni þekkti ekki reglugerðina og var framlengingin 2x5 mínútur en ekki 2x10 mínútur. Þjálfarateymi Stjörnunnar mótmælti og lét vita hversu langur leikurinn ætti að vera. Jafnt var með liðum eftir framlengingu og þá var farið í vítaspyrnukeppni sem var þrjár spyrnur á hvort lið í stað fimm. Aftur lét þjálfarateymi Stjörnunnar í sér heyra. KA kom eftirfarandiá framfæri við aga- og úrskurðarnefnd KSÍ: Dómarinn var viðstaddur eftir að venjulegum leiktíma lauk og tók sjálfur ákvörðun að lengd framlengingar yrði 2x5 mínútur en ekki 2x10 mínútur. Dómarinn upplýsti bæði þjálfarateymi um ákvörðun sína. Engin mótmæli né mótbárur komu frá þjálfarateymi Stjörnunnar. Myndbandsupptaka staðfestir það. Dómarinn þurfti að yfirgefa leikstað þar sem hann var hluti af dómarateymi í leik sem byrjaði á Dalvík klukkan 16.30. Fól hann þá öðrum að taka við hlutverki dómara. Þótt framkvæmd leiksins hafi ekki verið í samræmi við reglugerð KSÍ bitnuðu mistök dómara á báðum liðum. Í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ segir meðal annars: Óumdeilt er að dómari leiksins upplýsti um og ákvað að framlenging skyldi vera 2 x 5 mínútur. Að henni lokinni fór fram vítaspyrnukeppni þar sem hvort lið tók aðeins þrjár spyrnur til að ráða fram úrslit í leiknum. Samkvæmt reglugerðar KSÍ skal leiktími framlengingar í 4. flokki karla vera 20 mín (2 x 10 mín). Sé enn jafnt að lokinni framlengingu skal fara fram vítaspyrnukeppni þar sem hvort lið tekur fimm spyrnur. Ef staðan er jöfn þegar hvort lið hefur tekið fimm spyrnur, skal spyrnum haldið áfram þar til annað liðið hefur skorað marki meira en hitt úr jafn mörgum spyrnum. Að mati aga- og úrskurðarnefndar eru ákvæði knattspyrnulaganna og reglugerðar ófrávíkjanleg og því ljóst að dómarinn gerði mistök varðand leiktímann. Engu breytir hvort mistök dómara hafi haft áhrif á báða aðila eða hafi verið framkvæmd með vitund beggja liða. Fallist er á kröfu Stjörnunnar að: Framlengingin skal fara fram að nýju, nú í 2 x 10 mínútur. Verði jafnt eftir framlengingu skal fara fram vítaspyrnukeppni, 5 spyrnur á hvort lið. Leikið skal á heimavelli KA. KA er gert að greiða ferðakostnað Stjörnunnar til Akureyrar og heim aftur. Tekið er fram að gæta skuli hagkvæmni í ferðakostnaði. Hann getur „aldrei numið hærri upphæð en sem nemur fargjaldi frá viðurkenndu rútufyrirtæki á umræddri leið. Sé ferðakostnaður hærri skal aðkomulið bera kostnað af mismun.“ Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan KA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira
Úrslitaleikurinn fór fram 14. september síðastliðinn og var staðan 3-3 að loknum venjulegum leiktíma en heimamenn komust 3-0 yfir. Í kjölfarið var framlengt en aðeins voru spilaðar tíu mínútur (2x5 mínútur) frekar en 2x10 mínútur eins og reglurnar kveða á um. Þar sem ekki var skorað í framlengingu þurfti að útkljá leikinn með vítaspyrnukeppni og þar hafði KA betur. Nú greinir Akureyri.net frá því að Stjarnan hafi kært úrslit leiksins til aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands þegar félagið áttaði sig á mistökum dómarans og að framlengingin hafi átt að vera samtals 20 mínútur en ekki aðeins 10 mínútur. Þar kemur einnig fram að í leiknum hafi hvort lið aðeins tekið þrjár vítaspyrnur en í vítakeppni er það liðið sem er yfir eftir fimm spyrnur sem vinnur. Það er ef það er ekki ljóst hver vinnur áður en fimmta spyrnan er tekin. Stjarnan fór fram á að úrslit leiksins yrðu dæmd ógild og að framlengingin, og vítaspyrnukeppnin ef til hennar kæmi, færi fram á heimavelli Stjörnunnar. Til vara gerðu Garðbæingar sömu kröfu nema ef leikið yrði á Akureyri þá þyrfti KA að greiða ferðakostnað. Kæra Stjörnunnar er á þessa leið: Þegar venjulegum leiktíma lauk og áður en framlenging hófst yfirgaf dómarinn leikstað og afhenti öðrum flautuna og þar með stjórn leiksins. Sá sem tók við flautunni þekkti ekki reglugerðina og var framlengingin 2x5 mínútur en ekki 2x10 mínútur. Þjálfarateymi Stjörnunnar mótmælti og lét vita hversu langur leikurinn ætti að vera. Jafnt var með liðum eftir framlengingu og þá var farið í vítaspyrnukeppni sem var þrjár spyrnur á hvort lið í stað fimm. Aftur lét þjálfarateymi Stjörnunnar í sér heyra. KA kom eftirfarandiá framfæri við aga- og úrskurðarnefnd KSÍ: Dómarinn var viðstaddur eftir að venjulegum leiktíma lauk og tók sjálfur ákvörðun að lengd framlengingar yrði 2x5 mínútur en ekki 2x10 mínútur. Dómarinn upplýsti bæði þjálfarateymi um ákvörðun sína. Engin mótmæli né mótbárur komu frá þjálfarateymi Stjörnunnar. Myndbandsupptaka staðfestir það. Dómarinn þurfti að yfirgefa leikstað þar sem hann var hluti af dómarateymi í leik sem byrjaði á Dalvík klukkan 16.30. Fól hann þá öðrum að taka við hlutverki dómara. Þótt framkvæmd leiksins hafi ekki verið í samræmi við reglugerð KSÍ bitnuðu mistök dómara á báðum liðum. Í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ segir meðal annars: Óumdeilt er að dómari leiksins upplýsti um og ákvað að framlenging skyldi vera 2 x 5 mínútur. Að henni lokinni fór fram vítaspyrnukeppni þar sem hvort lið tók aðeins þrjár spyrnur til að ráða fram úrslit í leiknum. Samkvæmt reglugerðar KSÍ skal leiktími framlengingar í 4. flokki karla vera 20 mín (2 x 10 mín). Sé enn jafnt að lokinni framlengingu skal fara fram vítaspyrnukeppni þar sem hvort lið tekur fimm spyrnur. Ef staðan er jöfn þegar hvort lið hefur tekið fimm spyrnur, skal spyrnum haldið áfram þar til annað liðið hefur skorað marki meira en hitt úr jafn mörgum spyrnum. Að mati aga- og úrskurðarnefndar eru ákvæði knattspyrnulaganna og reglugerðar ófrávíkjanleg og því ljóst að dómarinn gerði mistök varðand leiktímann. Engu breytir hvort mistök dómara hafi haft áhrif á báða aðila eða hafi verið framkvæmd með vitund beggja liða. Fallist er á kröfu Stjörnunnar að: Framlengingin skal fara fram að nýju, nú í 2 x 10 mínútur. Verði jafnt eftir framlengingu skal fara fram vítaspyrnukeppni, 5 spyrnur á hvort lið. Leikið skal á heimavelli KA. KA er gert að greiða ferðakostnað Stjörnunnar til Akureyrar og heim aftur. Tekið er fram að gæta skuli hagkvæmni í ferðakostnaði. Hann getur „aldrei numið hærri upphæð en sem nemur fargjaldi frá viðurkenndu rútufyrirtæki á umræddri leið. Sé ferðakostnaður hærri skal aðkomulið bera kostnað af mismun.“
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan KA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira