Greint er frá frestuninni í tilkynningu á vef Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt dagskrá er um að ræða framhald af kjördæmaráðsfundinum sem haldinn var í gær. Á fundinum verði tillaga kjörnefndar um 5. til 28. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi borin upp og afgreidd.
Fullskipaður framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi verði staðfestur í heild sinni og loks verði önnur mál tekin fyrir.
Ekkert drama
Árnína Steinunn Kristjánsdóttir, formaður kjördæmaráðs, segir í samtali við Vísi að ástæðan fyrir frestuninni sé einfaldlega sú að verkefnið tekur lengri tíma en búist var við.
Það sé tímafrekt að hringja í alla 24 sem boðið verður að þiggja sæti á listanum. Þá hafi helgin verið annasöm fyrir kjördæmaráðið og lítil orka hafi verið eftir á tankinum þegar það kom saman í dag. Því hafi verið ákveðið að fresta fundinum þangað til á fimmtudagskvöld svo að unnt væri að vinna verkið vel.