„Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2024 08:02 Elías Ingi Árnason útskýrir ákvörðun sína fyrir gáttuðum Hlyni Sævari Jónssyni. stöð 2 sport Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins. Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leik ÍA og Víkings skoraði varamaðurinn Breki Þór Hermannsson fyrir heimamenn. Markið var hins vegar dæmt af. Nánast í næstu sókn skoraði Danijel Dejan Djuric svo sigurmark Víkinga, 3-4. Skagamenn voru æfir eftir leikinn enda eiga þeir ekki lengur möguleika á Evrópusæti eftir tapið. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ekki bara ósáttur við markið sem var dæmt af Skagamönnum heldur einnig að Erlendur Eiríksson hafi verið fjórði dómari á leiknum. Hann dæmdi umdeilda vítaspyrnu í leik ÍA og Víkings á Akranesi fyrr í sumar. Stúkumenn fóru vel og vandlega yfir markið sem var dæmt af ÍA en fundu ekkert athugavert við það. „Ég get bara ekki skilið hvað hann er að dæma á því það er engin hendi og alls ekkert brot á Hlyn,“ sagði Albert Ingason en Elías Ingi á að hafa sagt við Skagamenn að hann hafi dæmt markið af vegna brots Hlyns Sævars Jónssonar. „Þetta eru bara dómaramistök. Ég er viss um að dómarinn sé búinn að kíkja á þetta og átta sig á að hann gerði mistök,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Þetta eru leiðindamistök, slæm mistök og koma á mjög slæmum tíma í lok móts og skipta miklu máli fyrir úrslit þessa leiks. Það er leiðinlegt þegar svona gerist, þegar svona dómaramistök hafa svona mikil áhrif.“ Óskiljanleg mistök Albert tók aftur við boltanum og sagðist ekkert skilja í Elíasi Inga. „Þessi mistök pirra mig rosalega mikið. Af því að hann er bara að dæma á einhverjum líkindum þarna. Hann sér ekkert þarna. Ég er búinn að sjá þetta tuttugu sinnum og get ekki séð á hvað hann er að dæma. Fyrir mér eru þetta bara rándýr mistök, óskiljanleg mistök,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - Umræða um markið sem var dæmt af ÍA „Ég er nokkuð viss um að ef Pétur Guðmundsson hefði verið eftirlitsmaður á þessum leik hefði hann látið Elías Inga blása eftir leik og ég er ekki svo viss um að hann hefði fengið keyra heim. Ég skil þetta ekki.“ Strákarnir héldu áfram að skoða atvikið en Guðmundur Benediktsson stóð á því fastar en fótunum að boltinn hefði farið í höndina á einhverjum inni í vítateignum. Erfitt var þó að sjá það. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla ÍA Víkingur Reykjavík Stúkan Tengdar fréttir „Þarft að vinna uppi á Skaga til þess að verða Íslandsmeistari“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson sótti mikilvæg þrjú stig á æskuslóðir sínar á Akranes þegar lærisveinar hans hjá Víkingi kreistu fram sigur í ótrúlegum sjö mara leik sem hafði upp á ofboðslega margt að bjóða. 19. október 2024 18:05 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leik ÍA og Víkings skoraði varamaðurinn Breki Þór Hermannsson fyrir heimamenn. Markið var hins vegar dæmt af. Nánast í næstu sókn skoraði Danijel Dejan Djuric svo sigurmark Víkinga, 3-4. Skagamenn voru æfir eftir leikinn enda eiga þeir ekki lengur möguleika á Evrópusæti eftir tapið. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ekki bara ósáttur við markið sem var dæmt af Skagamönnum heldur einnig að Erlendur Eiríksson hafi verið fjórði dómari á leiknum. Hann dæmdi umdeilda vítaspyrnu í leik ÍA og Víkings á Akranesi fyrr í sumar. Stúkumenn fóru vel og vandlega yfir markið sem var dæmt af ÍA en fundu ekkert athugavert við það. „Ég get bara ekki skilið hvað hann er að dæma á því það er engin hendi og alls ekkert brot á Hlyn,“ sagði Albert Ingason en Elías Ingi á að hafa sagt við Skagamenn að hann hafi dæmt markið af vegna brots Hlyns Sævars Jónssonar. „Þetta eru bara dómaramistök. Ég er viss um að dómarinn sé búinn að kíkja á þetta og átta sig á að hann gerði mistök,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Þetta eru leiðindamistök, slæm mistök og koma á mjög slæmum tíma í lok móts og skipta miklu máli fyrir úrslit þessa leiks. Það er leiðinlegt þegar svona gerist, þegar svona dómaramistök hafa svona mikil áhrif.“ Óskiljanleg mistök Albert tók aftur við boltanum og sagðist ekkert skilja í Elíasi Inga. „Þessi mistök pirra mig rosalega mikið. Af því að hann er bara að dæma á einhverjum líkindum þarna. Hann sér ekkert þarna. Ég er búinn að sjá þetta tuttugu sinnum og get ekki séð á hvað hann er að dæma. Fyrir mér eru þetta bara rándýr mistök, óskiljanleg mistök,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - Umræða um markið sem var dæmt af ÍA „Ég er nokkuð viss um að ef Pétur Guðmundsson hefði verið eftirlitsmaður á þessum leik hefði hann látið Elías Inga blása eftir leik og ég er ekki svo viss um að hann hefði fengið keyra heim. Ég skil þetta ekki.“ Strákarnir héldu áfram að skoða atvikið en Guðmundur Benediktsson stóð á því fastar en fótunum að boltinn hefði farið í höndina á einhverjum inni í vítateignum. Erfitt var þó að sjá það. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla ÍA Víkingur Reykjavík Stúkan Tengdar fréttir „Þarft að vinna uppi á Skaga til þess að verða Íslandsmeistari“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson sótti mikilvæg þrjú stig á æskuslóðir sínar á Akranes þegar lærisveinar hans hjá Víkingi kreistu fram sigur í ótrúlegum sjö mara leik sem hafði upp á ofboðslega margt að bjóða. 19. október 2024 18:05 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
„Þarft að vinna uppi á Skaga til þess að verða Íslandsmeistari“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson sótti mikilvæg þrjú stig á æskuslóðir sínar á Akranes þegar lærisveinar hans hjá Víkingi kreistu fram sigur í ótrúlegum sjö mara leik sem hafði upp á ofboðslega margt að bjóða. 19. október 2024 18:05