Græningjar vilja fara fram í öllum kjördæmum Lovísa Arnardóttir skrifar 20. október 2024 16:01 Kikka segir þau vilja bjóða fram í öllum kjördæmum. Nái þau ekki inn á þing ætli þau að veita þeim flokkum aðhald sem þar eru. Samsett Hópur fólks vinnur nú að því að stofna Græningja, ný stjórnmálasamtök. Markmið þeirra er að bjóða fram í alþingiskosningum í nóvember í öllum kjördæmum. Áður en til þess kemur þarf þó að stofna samtökin og til þess eru þau nú að safna undirskriftum. „Það er framhaldsaðalfundur á Valkyrjunni í dag klukkan 17 en við verðum í Kringlunni á milli 12 og 17 að safna meðmælum fyrir nafninu Græningjar,“ segir Kikka Sigurðardóttir eigandi Valkyrjunnar og einn stofnenda samtakanna. Hún segir helstu málefni flokksins vera loftslagsmál, náttúruvernd, jafnrétti og mannréttindi. Þá muni þau einnig leggja áherslu á sjálfbærni, dýravernd og að girða fyrir spillingu. Þá vilja þau að öll mál sem varði alla þjóðina fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Auk þess vilja þau skoða möguleikann á borgaralaunum og að kerfi samfélagsins sem aðeins þjóni hluta þess verði endurskoðuð. Vilja fólk á öllum aldri „Þetta er allt í vinnslu og við viljum endilega sjá fólk á öllum aldri á framhaldsaðalfundinum, en kannski helst ungt fólk. Við erum í miðri hringiðu akkúrat núna,“ segir Kikka. Þessi stefnumál hafa mörg verið tengd Vinstri grænum? „Einhver þeirra, en alls ekki öll. Vinstri græn eru bara alls ekki búin að vera að standa sig í ríkisstjórn og gátu ekki eini sinni fylgt eftir sinni eigin loftslagsstefnu. Þau fóru inn í einhvern annan heim og gleymdu grænu málunum,“ segir Kikka. Hún segir að það sé hennar von að þau komist á þing en ef það takist ekki séu þau þá allavega orðin af í umræðunni. Flokkarnir verði eflaust allir með græna stefnu en þau muni passa að flokkarnir fylgi þessum stefnum eftir. Stofna fyrst flokkinn og fara svo í meðmælasöfnun Hún segir þau nú vinna að því að safna 300 undirskriftum til að formlega stofna stjórnmálaflokkinn og þegar það er komið á skrá þá verði opnuð fyrir þau gátt inn á island.is þar sem aðrir flokkar safna meðmælum. „Það er hægt að koma í Valkyrjuna eða hitta okkur í Kringlunni,“ segir Kikka en sjálf ætlar hún að vera við Hagkaup að safna undirskriftum. Hún segir unnið að því að móta stefnu flokksins en það verði gert á næstu vikum. Sjálf ætlar hún að fara á lista fyrir flokkinn en það eigi eftir að koma í ljós hverjir muni leiða listana. „Það verða auðvitað hæfustu einstaklingarnir sem leiða. Við höfum tíu og hálfan dag til stefnu,“ segir hún og að þau ætli að vinna hratt næstu daga. Hún segist ekki eiga von á því að það verði erfitt að fylla listana. Það séu margir sem hafi orðið fyrir vonbrigðum með umhverfismálin innan núverandi flokka. Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
„Það er framhaldsaðalfundur á Valkyrjunni í dag klukkan 17 en við verðum í Kringlunni á milli 12 og 17 að safna meðmælum fyrir nafninu Græningjar,“ segir Kikka Sigurðardóttir eigandi Valkyrjunnar og einn stofnenda samtakanna. Hún segir helstu málefni flokksins vera loftslagsmál, náttúruvernd, jafnrétti og mannréttindi. Þá muni þau einnig leggja áherslu á sjálfbærni, dýravernd og að girða fyrir spillingu. Þá vilja þau að öll mál sem varði alla þjóðina fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Auk þess vilja þau skoða möguleikann á borgaralaunum og að kerfi samfélagsins sem aðeins þjóni hluta þess verði endurskoðuð. Vilja fólk á öllum aldri „Þetta er allt í vinnslu og við viljum endilega sjá fólk á öllum aldri á framhaldsaðalfundinum, en kannski helst ungt fólk. Við erum í miðri hringiðu akkúrat núna,“ segir Kikka. Þessi stefnumál hafa mörg verið tengd Vinstri grænum? „Einhver þeirra, en alls ekki öll. Vinstri græn eru bara alls ekki búin að vera að standa sig í ríkisstjórn og gátu ekki eini sinni fylgt eftir sinni eigin loftslagsstefnu. Þau fóru inn í einhvern annan heim og gleymdu grænu málunum,“ segir Kikka. Hún segir að það sé hennar von að þau komist á þing en ef það takist ekki séu þau þá allavega orðin af í umræðunni. Flokkarnir verði eflaust allir með græna stefnu en þau muni passa að flokkarnir fylgi þessum stefnum eftir. Stofna fyrst flokkinn og fara svo í meðmælasöfnun Hún segir þau nú vinna að því að safna 300 undirskriftum til að formlega stofna stjórnmálaflokkinn og þegar það er komið á skrá þá verði opnuð fyrir þau gátt inn á island.is þar sem aðrir flokkar safna meðmælum. „Það er hægt að koma í Valkyrjuna eða hitta okkur í Kringlunni,“ segir Kikka en sjálf ætlar hún að vera við Hagkaup að safna undirskriftum. Hún segir unnið að því að móta stefnu flokksins en það verði gert á næstu vikum. Sjálf ætlar hún að fara á lista fyrir flokkinn en það eigi eftir að koma í ljós hverjir muni leiða listana. „Það verða auðvitað hæfustu einstaklingarnir sem leiða. Við höfum tíu og hálfan dag til stefnu,“ segir hún og að þau ætli að vinna hratt næstu daga. Hún segist ekki eiga von á því að það verði erfitt að fylla listana. Það séu margir sem hafi orðið fyrir vonbrigðum með umhverfismálin innan núverandi flokka.
Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira