Hættum þessu bulli – enga strúta hér á landi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 20. október 2024 10:31 Þetta er ekki flókið. Náum sátt um menntakerfið og málið er dautt. Eldgamalt vandamál sem þarf að leysa. Kjör á pari við viðmiðunarstéttir miðað við fimm ára háskólanám. Kjarasamningur þar sem kennarar þurfa ekki að selja sálu sína til að koma út í plús. Viðunandi starfsaðstæður sem veikja ekki einstaklinga vegna álags og myglu. Skýr framtíðarsýn svo allir séu að slá taktinn saman. Börn eiga rétt á menntakerfi sem er ekki á virku sprengjusvæði. Kennarar eiga rétt á kjörum og starfsskilyrðum sem hægt er að lifa á eins og aðrir háskólamenntaðir og valda ekki veikindum. Foreldrar eiga rétt á menntakerfi sem virkar fyrir börnin þeirra. Hvað er málið ? Ætlum við virkilega að halda þessari vitleysu áfram ? Það breytist ekkert ef við breytum ekki neinu. Það er ekki nóg að slökkva elda hér og þar. Það þarf róttækar breytingar og allt samfélagið þarf að koma inn í þá jöfnu. Það sér það hver heilvita maður að sveitarfélögin eru ekki að ráða við það verkefni að reka grunnskólana. Ríkið þarf að stíga fast inn. Á meðan við höldum þessu bulli áfram þá erum við að viðhalda menntakerfi sem dansar á brúninni. Girðum okkur í brók. Það er til haugur af skýrslum og rannsóknum sem styðja það sem ég er að segja. Það mun taka tíma að lagfæra það menntakerfi sem við búum við í dag en á meðan stjórnvöld stinga hausnum í sandinn þá munum við halda áfram að búa við það sama. Strútar eru ekki góðir viðsemjendur. Höfundur er grunnskólakennari og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Réttindi barna Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þetta er ekki flókið. Náum sátt um menntakerfið og málið er dautt. Eldgamalt vandamál sem þarf að leysa. Kjör á pari við viðmiðunarstéttir miðað við fimm ára háskólanám. Kjarasamningur þar sem kennarar þurfa ekki að selja sálu sína til að koma út í plús. Viðunandi starfsaðstæður sem veikja ekki einstaklinga vegna álags og myglu. Skýr framtíðarsýn svo allir séu að slá taktinn saman. Börn eiga rétt á menntakerfi sem er ekki á virku sprengjusvæði. Kennarar eiga rétt á kjörum og starfsskilyrðum sem hægt er að lifa á eins og aðrir háskólamenntaðir og valda ekki veikindum. Foreldrar eiga rétt á menntakerfi sem virkar fyrir börnin þeirra. Hvað er málið ? Ætlum við virkilega að halda þessari vitleysu áfram ? Það breytist ekkert ef við breytum ekki neinu. Það er ekki nóg að slökkva elda hér og þar. Það þarf róttækar breytingar og allt samfélagið þarf að koma inn í þá jöfnu. Það sér það hver heilvita maður að sveitarfélögin eru ekki að ráða við það verkefni að reka grunnskólana. Ríkið þarf að stíga fast inn. Á meðan við höldum þessu bulli áfram þá erum við að viðhalda menntakerfi sem dansar á brúninni. Girðum okkur í brók. Það er til haugur af skýrslum og rannsóknum sem styðja það sem ég er að segja. Það mun taka tíma að lagfæra það menntakerfi sem við búum við í dag en á meðan stjórnvöld stinga hausnum í sandinn þá munum við halda áfram að búa við það sama. Strútar eru ekki góðir viðsemjendur. Höfundur er grunnskólakennari og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar