„Það þarf að nýta auðlindir landsins, það er alveg ljóst“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. október 2024 23:54 Halla Hrund mun að öllum líkindum verma fyrsta sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir fráfarandi orkumálastjóri og verðandi oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi segir alveg ljóst að nýta þurfi auðlindir landsins, en nýtingin þurfi að vera ábyrg. Hún segir að Framsókn sé samvinnuflokkur sem geti unnið þvert á pólitíska hagsmuni. „Það er alveg ljóst að það þarf að vera mikil sókn framundan hjá Framsókn,“ svaraði Halla Hrund, þegar spurt var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvort stefna Framsóknar í orkumálum yrði nú varkárari en verið hefur. „En varðandi auðlindamálin þá eru þau sannarlega eitt af mínum lykilerindum, en það hefur samt verið þannig að á þeim tíma sem ég hef verið orkumálastjóri hefur bæði verið mikil sókn í jarðhitanum, og ég hef veitt leyfi fyrir fleiri megavöttum á síðustu þremur árum en var gert tíu árin á undan, þannig það er nú gömul mýta að þetta þýði varkárni í virkjunum,“ segir hún. Auðvitað muni flokkurinn þó tala fyrir ábyrgri auðlindanýtingu sem skili sér til samfélagsins. Hún segir að hennar meginerindi séu að passa upp á að við séum að fá sem mestan ábata fyrir samfélagið okkar úr ólíkum auðlindum. „Ég hef líka stórt og mikið landsbyggðarhjarta og það gleður mig mjög að fá að leiða Suðurkjördæmi, sem er ótrúlega fjölbreytt og spennandi kjördæmi sem á gríðarlega mikið inni,“ segir Halla. Þá segir hún að húsnæðismálin séu orðin þannig að venjulegt fólk sé að keppa við fagfjárfesta á opnum húsum. „Þetta er eitthvað sem er grundvallarskynsemismál að leysa og eitthvað sem ég mun beita mér fyrir,“ segir Halla Hrund. Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Orkumál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Sjá meira
„Það er alveg ljóst að það þarf að vera mikil sókn framundan hjá Framsókn,“ svaraði Halla Hrund, þegar spurt var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvort stefna Framsóknar í orkumálum yrði nú varkárari en verið hefur. „En varðandi auðlindamálin þá eru þau sannarlega eitt af mínum lykilerindum, en það hefur samt verið þannig að á þeim tíma sem ég hef verið orkumálastjóri hefur bæði verið mikil sókn í jarðhitanum, og ég hef veitt leyfi fyrir fleiri megavöttum á síðustu þremur árum en var gert tíu árin á undan, þannig það er nú gömul mýta að þetta þýði varkárni í virkjunum,“ segir hún. Auðvitað muni flokkurinn þó tala fyrir ábyrgri auðlindanýtingu sem skili sér til samfélagsins. Hún segir að hennar meginerindi séu að passa upp á að við séum að fá sem mestan ábata fyrir samfélagið okkar úr ólíkum auðlindum. „Ég hef líka stórt og mikið landsbyggðarhjarta og það gleður mig mjög að fá að leiða Suðurkjördæmi, sem er ótrúlega fjölbreytt og spennandi kjördæmi sem á gríðarlega mikið inni,“ segir Halla. Þá segir hún að húsnæðismálin séu orðin þannig að venjulegt fólk sé að keppa við fagfjárfesta á opnum húsum. „Þetta er eitthvað sem er grundvallarskynsemismál að leysa og eitthvað sem ég mun beita mér fyrir,“ segir Halla Hrund.
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Orkumál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Sjá meira