Sjáðu stikluna fyrir Kanann: „Þegar hann sagði Ísland hugsaði ég bara um ísbirni“ Sindri Sverrisson skrifar 18. október 2024 22:32 Margir stórkostlegir körfuboltamenn hafa komið til Íslands frá Bandaríkjunum í gegnum árin. Stöð 2/Kaninn Kaninn er ný fjögurra þátta heimildaþáttaröð sem frumsýnd verður á Stöð 2 og Stöð 2 Sport þann 24. nóvember. Stiklu fyrir þættina má nú sjá á Vísi. Þættirnir segja sögu bandarískra körfuboltamanna sem leikið hafa hér á landi allt frá því að þeir fyrstu komu hingað til lands um miðbik áttunda áratugsins. Síðan þá hafa um 1000 Kanar, karlar og konur, leikið í styttri og lengri tíma með íslenskum félagsliðum. Stikluna má sjá hér að neðan. „Þegar hann sagði Ísland hugsaði ég bara um ísbirni,“ segir Danny Shouse, einn af viðmælendum í þáttunum, sem varð Íslandsmeistari með Njarðvík í byrjun níunda áratugarins. „Á þessum tíma voru útlendingar ekki oft til sýnis hér á götum á Íslandi,“ segir Einar Bollason en þættirnir endurspegla einmitt stórkostlegar breytingar á íslensku samfélagi, tíðaranda og stemmningu, allt frá ævintýralegum upphafsárum þegar karfan var enn að slíta barnsskónum hér á landi til dagsins í dag. Að þáttunum standa þeir Jóhann Alfreð Kristinsson, Andri Ólafsson og Hrafn Jónsson. Þeir heimsóttu nokkrar af goðsögnum efstu deildar, líkt og fyrrnefndan Shouse, Rondey Robinson og Frank Booker, sem settu mark sitt á íþróttina og samfélagið, og veltu upp spurningunni; hvernig er að fara úr því að spila fyrir þúsundir áhorfenda í háskólaboltanum vestanhafs í að halda áfram að elta drauminn á lítilli eyju í Norður-Atlantshafi? Körfubolti Kaninn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Fleiri fréttir Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Sjá meira
Þættirnir segja sögu bandarískra körfuboltamanna sem leikið hafa hér á landi allt frá því að þeir fyrstu komu hingað til lands um miðbik áttunda áratugsins. Síðan þá hafa um 1000 Kanar, karlar og konur, leikið í styttri og lengri tíma með íslenskum félagsliðum. Stikluna má sjá hér að neðan. „Þegar hann sagði Ísland hugsaði ég bara um ísbirni,“ segir Danny Shouse, einn af viðmælendum í þáttunum, sem varð Íslandsmeistari með Njarðvík í byrjun níunda áratugarins. „Á þessum tíma voru útlendingar ekki oft til sýnis hér á götum á Íslandi,“ segir Einar Bollason en þættirnir endurspegla einmitt stórkostlegar breytingar á íslensku samfélagi, tíðaranda og stemmningu, allt frá ævintýralegum upphafsárum þegar karfan var enn að slíta barnsskónum hér á landi til dagsins í dag. Að þáttunum standa þeir Jóhann Alfreð Kristinsson, Andri Ólafsson og Hrafn Jónsson. Þeir heimsóttu nokkrar af goðsögnum efstu deildar, líkt og fyrrnefndan Shouse, Rondey Robinson og Frank Booker, sem settu mark sitt á íþróttina og samfélagið, og veltu upp spurningunni; hvernig er að fara úr því að spila fyrir þúsundir áhorfenda í háskólaboltanum vestanhafs í að halda áfram að elta drauminn á lítilli eyju í Norður-Atlantshafi?
Körfubolti Kaninn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Fleiri fréttir Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Sjá meira