Play í frjálsu falli Árni Sæberg skrifar 18. október 2024 11:49 Einar Örn tók við sem forstjóri Play í mars. Vísir/Einar Hlutabréfaverð flugfélagsins Play er í frjálsu falli eftir tilkynningu um breytingu á rekstrarformi félagsins í vikunni. Einn af fjórum stærstu hluthöfum félagsins seldi 71 milljón hluta í morgun á genginu ein króna á hlut. Dagslokagengið á miðvikudag var 1,92 krónur. Play tilkynnti í fyrradag að félagið myndi ráðast í umfangsmiklar breytingar og draga verulega úr tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Á sama tíma yrði aukin áhersla sett á sólarlandaferðir. Vélum og starfsfólki á Íslandi muni fækka, og sótt verði um flugrekstrarleyfi erlendis. Allt niður í eina krónu Tilkynning félagsins virðist hafa farið öfugt ofan í fjárfesta. Í gær lækkaði gengi félagsins um 28,13 prósent og lækkunin hefur haldið áfram í dag. Það sem af er degi hefur gengið lækkað um 26,09 prósent og fór lægst niður í eina krónu. Það var verðið í langsamlega stærstu viðskiptum dagsins en 71.651.440 hlutir voru seldir og keyptir klukkan 11 fyrir eina krónu á hlut. Í almennu hlutafjárútboði í apríl síðastliðnum kostaði hver hlutur í Play 4,5 krónur. Fjögur félög koma til greina Athygli vekur að aðeins fjögur félög koma til greina sem seljandi í viðskiptunum, allavega ef miðað er við nýjasta lista Kauphallarinnar, sem gefinn var út í lok september. Samkvæmt listanum á Birta lífeyrissjóður um 190 milljónir hluta, Stoðir hf. 110 milljónir hluta, Fea ehf., félags Elíasar Skúla Skúlasonar, 101 milljón og Leika fjárfestingar ehf., sem Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, stýrir, um 93,5 milljónir hluta. Play Kauphöllin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óljóst hvort breytingarnar bjargi rekstri Play Sérfræðingur með áratuga reynslu úr flugmálaheiminum segir erfitt að segja til um hvort að umfangsmiklar breytingar á rekstri flugfélagsins Play muni koma til með að bjarga rekstri félagsins og tekur fram að vendingarnar komi honum ekki á óvart. Tíminn muni leiða í ljós hvort að Play neyðist til að ráðast í uppsagnir. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um tuttugu prósent í dag. 17. október 2024 12:18 Sækja um leyfi á Möltu Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. 16. október 2024 16:57 Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira
Play tilkynnti í fyrradag að félagið myndi ráðast í umfangsmiklar breytingar og draga verulega úr tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Á sama tíma yrði aukin áhersla sett á sólarlandaferðir. Vélum og starfsfólki á Íslandi muni fækka, og sótt verði um flugrekstrarleyfi erlendis. Allt niður í eina krónu Tilkynning félagsins virðist hafa farið öfugt ofan í fjárfesta. Í gær lækkaði gengi félagsins um 28,13 prósent og lækkunin hefur haldið áfram í dag. Það sem af er degi hefur gengið lækkað um 26,09 prósent og fór lægst niður í eina krónu. Það var verðið í langsamlega stærstu viðskiptum dagsins en 71.651.440 hlutir voru seldir og keyptir klukkan 11 fyrir eina krónu á hlut. Í almennu hlutafjárútboði í apríl síðastliðnum kostaði hver hlutur í Play 4,5 krónur. Fjögur félög koma til greina Athygli vekur að aðeins fjögur félög koma til greina sem seljandi í viðskiptunum, allavega ef miðað er við nýjasta lista Kauphallarinnar, sem gefinn var út í lok september. Samkvæmt listanum á Birta lífeyrissjóður um 190 milljónir hluta, Stoðir hf. 110 milljónir hluta, Fea ehf., félags Elíasar Skúla Skúlasonar, 101 milljón og Leika fjárfestingar ehf., sem Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, stýrir, um 93,5 milljónir hluta.
Play Kauphöllin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óljóst hvort breytingarnar bjargi rekstri Play Sérfræðingur með áratuga reynslu úr flugmálaheiminum segir erfitt að segja til um hvort að umfangsmiklar breytingar á rekstri flugfélagsins Play muni koma til með að bjarga rekstri félagsins og tekur fram að vendingarnar komi honum ekki á óvart. Tíminn muni leiða í ljós hvort að Play neyðist til að ráðast í uppsagnir. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um tuttugu prósent í dag. 17. október 2024 12:18 Sækja um leyfi á Möltu Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. 16. október 2024 16:57 Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Sjá meira
Óljóst hvort breytingarnar bjargi rekstri Play Sérfræðingur með áratuga reynslu úr flugmálaheiminum segir erfitt að segja til um hvort að umfangsmiklar breytingar á rekstri flugfélagsins Play muni koma til með að bjarga rekstri félagsins og tekur fram að vendingarnar komi honum ekki á óvart. Tíminn muni leiða í ljós hvort að Play neyðist til að ráðast í uppsagnir. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um tuttugu prósent í dag. 17. október 2024 12:18
Sækja um leyfi á Möltu Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. 16. október 2024 16:57