Lætin í Kópavogi til skoðunar hjá KKÍ Aron Guðmundsson skrifar 18. október 2024 09:28 Það sauð rækilega upp úr í hálfleik hjá Grindavík og Hetti í 3.umferð Bónus deildar karla í körfubolta í Smáranum í gær Vísir: Myndir - Anton Brink Lætin sem áttu sér stað í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í 3.umferð Bónus deildar karla í körfubolta í gær, þar sem að DeAndre Kane leikmaður Grindavíkur sló í andlit Courvoisier McCauley leikmanns Hattar, eru til skoðunar hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri sambandsins í samtali við Vísi. Upp úr sauð í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í Smáranum í Kópavogi í gærkvöld, í Bónus-deild karla í körfubolta. DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, sló þá í andlit Courvoisier McCauley, leikmanns Hattar. Atvikið átti sér stað þar sem að leikmenn voru að hita upp fyrir seinni hálfleik en í aðdraganda mátti sjá þá Kane og McCauley eiga orðaskipti líkt og sjá má hér fyrir neðan Í samtali við Vísi í morgun staðfesti Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands að málið væri til skoðunar hjá sambandinu. Það væri vel meðvitað um lætin í Smáranum í gærkvöldi. Í viðtölum sem Ágúst Orri Arnarson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2, tók við menn eftir leik, var vel greinilegt að mönnum var heitt í hamsi. Kane, þungamiðjan í atburðarásinni í Smáranum sagðist ætla að „flengja Hattar-menn“ þegar að liðin mætast næst. „Hann kýldi mig. Kíktu í myndavélina,“ sagði Kane svo um deilurnar milli sín og McCauley. McCauley hafði ekki sömu sögu að segja og Kane: „Ég var kýldur af leikmanni í hinu liðinu, hann kom yfir á minn vallarhelming. Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala.“ Þjálfari Hattar, Viðar Örn Hafsteinsson, hefur fengið sig fullsaddann af látunum í Kane: „Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja, maðurinn er búinn að vera í eitt og hálft í ár í einhverju djöfulsins bulli.“ Leikur þar sem að átök í hálfleik drógu athyglina frá körfuboltanum sjálfum sem spilaður var innan vallar. Leik sem lauk með tuttugu og níu stiga sigri Grindvíkinga, 113-84. Liðin mætast næst þann 16.janúar í upphafi næsta árs. Bónus-deild karla Höttur KKÍ UMF Grindavík Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira
Upp úr sauð í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í Smáranum í Kópavogi í gærkvöld, í Bónus-deild karla í körfubolta. DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, sló þá í andlit Courvoisier McCauley, leikmanns Hattar. Atvikið átti sér stað þar sem að leikmenn voru að hita upp fyrir seinni hálfleik en í aðdraganda mátti sjá þá Kane og McCauley eiga orðaskipti líkt og sjá má hér fyrir neðan Í samtali við Vísi í morgun staðfesti Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands að málið væri til skoðunar hjá sambandinu. Það væri vel meðvitað um lætin í Smáranum í gærkvöldi. Í viðtölum sem Ágúst Orri Arnarson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2, tók við menn eftir leik, var vel greinilegt að mönnum var heitt í hamsi. Kane, þungamiðjan í atburðarásinni í Smáranum sagðist ætla að „flengja Hattar-menn“ þegar að liðin mætast næst. „Hann kýldi mig. Kíktu í myndavélina,“ sagði Kane svo um deilurnar milli sín og McCauley. McCauley hafði ekki sömu sögu að segja og Kane: „Ég var kýldur af leikmanni í hinu liðinu, hann kom yfir á minn vallarhelming. Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala.“ Þjálfari Hattar, Viðar Örn Hafsteinsson, hefur fengið sig fullsaddann af látunum í Kane: „Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja, maðurinn er búinn að vera í eitt og hálft í ár í einhverju djöfulsins bulli.“ Leikur þar sem að átök í hálfleik drógu athyglina frá körfuboltanum sjálfum sem spilaður var innan vallar. Leik sem lauk með tuttugu og níu stiga sigri Grindvíkinga, 113-84. Liðin mætast næst þann 16.janúar í upphafi næsta árs.
Bónus-deild karla Höttur KKÍ UMF Grindavík Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira