Um er að ræða göturnar Aragötu, Oddagötu og Sæmundargötu.
Tilkynnt var í byrjun september að Háskóli Íslands hafi frestað gjaldtöku fyrir bílastæði við skólann fram yfir áramót. Var ástæðan sögð sú að vinna við innleiðinguna hefði tekið lengri tíma en ætlað var og því hafi verið tekin sú ákvörðun að fresta henni.
Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs segir að ekki sé talin þörf á gjaldskyldu götum þremur fyrr en þá.
„Núverandi gjaldskylda er þó í gildi þar til ný samþykkt hefur verið birt í Stjórnartíðindum og merkingar og greiðsluvél fjarlægð,“ segir í fundargerðinni.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, lét bóka það sérstaklega að flokkurinn fagni þessari afturköllun og vilji láta ganga lengra og afturkalla gjaldskyldu í kringum alla skóla og sjúkrastofnanir.
„Gengið hefur verið of langt í að seilast í vasa þeirra sem verða og vilja nota bíl ekki síst meðan ljóst þykir að almenningssamgöngur eru langt því frá að vera viðunandi,“ segir Kolbrún.