Reykjavík er þriðja hávaðamengaðasta flugvallaborg í Evrópu Kristján Vigfússon skrifar 17. október 2024 14:01 Árið 2014 var gefin út skýrsla af Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) um hávaða frá flugumferð í Evrópu (EEA, 2014). Í þeirri skýrslu kemur fram að Reykjavík er í þriðja sæti yfir borgir í Evrópu þar sem íbúar verða fyrir mestri hávaðamengun frá flugi. Um var að ræða rannsókn á hljóð- og hávaðamengun vegna flugs í 66 borgum og bæjum með flugvelli í Evrópu. Nánast jöfn í fyrsta sæti eru borgirnar London, Reykjavík og Varna í Búlgaríu. Þessar þrjá borgir bera höfuð og herðar yfir aðrar borgir hvað hávaðamengun yfir L den > 55 dB varðar. Um 25% íbúa í Reykjavík urðu fyrir hávaðatruflunum yfir þessum mörkum en eingöngu um 0,1% íbúa Helskinki og Kaupmannahafnar. Frá árinu 2014 hafa ný hverfi verið byggð upp og þétting byggðar átt sér stað í hverfum nálægt vellinum. Höfuðborgarsvæðið hefur breyst hratt hvað hávaðamengun varðar síðustu ár meðal annars vegna mikillar aukningar á lendingum einkaþotna inn í miðri Reykjavík. En þar eru fyrst og remst á ferðinni auðmenn og forrréttinda fólk sem telur sjálfsagt að raska ró almennings á höfuðborgarsvæðinu fyrir sína eigin sérhagsmuni. Einkaþotur eru oft á tíðum í gangi á flughlaði Isavia án eftirlits niður í 50 m frá íbúðarhúsnæði í allt að 1.5 klst í senn og hávaðinn og eldsneytismengunin slík að börn og ungmenni geta ekki leikið sér á leikvöllum og útivistarsvæðum. Sýnt hefur verið fram á skaðleg áhrif umhverfishávaða á námshæfileika barna m.a vegna hávaðamengunar frá flugi (Hygge o.fl., 2002). Ennfremur hafa rannsóknir sýnt að áhrifin vegna hávaðamengunar frá flugvélum hafa skaðleg áhrif á bæði heilsu og vitsmunalega hæfileika barna (Stansfeld o.fl., 2005) en fjölmargir leikskólar og skólar eru staðsettir mjög nálægt vellinum og undir flugleiðum. Einkaþotur eru samkvæmt rannsóknum mest mengandi samgöngumáti samtímans (Sobieralski & Mumbower, 2020). Eigendur þessara einkaþotna borga engin gjöld fyrir hávaðamengun eða koltvísýringslosun sem þýðir með öðrum orðum að þeir sem hafa breiðustu bökin og fljúga um í einkaþotum axla enga ábyrgð á sinni eigin mengun og þeirri skerðingu á lífsgæðum sem þeir valda almenningi á höfuðborgarsvæðinu. Fram hefur komið og staðfest af Isavia að stæða gjöld fyrir einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í fimm daga (Cessna Citation M2) hafi verið 35.485 kr. árið 2022 á sama tíma og fimm daga stæða gjöld fyrir bíl voru 39.000 kr. í bílakjallara á Hafnartorgi. Rannsóknir hafa sýnt að hver farþegi í einkaþotu veldur tíu -til fimmtánfaldri koltvísýringsmengun á við farþega á áætlunarflugi. Sala á einkaþotum hefur tvöfaldast frá því fyrir Covid. Þessar einkaþotur eru nú með opið lendingarleyfi í miðri Reykjavíkurborg. Stjórnvöld ættu að sýna jákvætt frumkvæði og banna lendingar einkaþotna á Reykjavíkurflugvelli til að bæta hér lífsgæði og lýðheilsu almennings. Höfundur er einn af stofnendum Hljóðmarkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Kópavogur Fréttir af flugi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2014 var gefin út skýrsla af Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) um hávaða frá flugumferð í Evrópu (EEA, 2014). Í þeirri skýrslu kemur fram að Reykjavík er í þriðja sæti yfir borgir í Evrópu þar sem íbúar verða fyrir mestri hávaðamengun frá flugi. Um var að ræða rannsókn á hljóð- og hávaðamengun vegna flugs í 66 borgum og bæjum með flugvelli í Evrópu. Nánast jöfn í fyrsta sæti eru borgirnar London, Reykjavík og Varna í Búlgaríu. Þessar þrjá borgir bera höfuð og herðar yfir aðrar borgir hvað hávaðamengun yfir L den > 55 dB varðar. Um 25% íbúa í Reykjavík urðu fyrir hávaðatruflunum yfir þessum mörkum en eingöngu um 0,1% íbúa Helskinki og Kaupmannahafnar. Frá árinu 2014 hafa ný hverfi verið byggð upp og þétting byggðar átt sér stað í hverfum nálægt vellinum. Höfuðborgarsvæðið hefur breyst hratt hvað hávaðamengun varðar síðustu ár meðal annars vegna mikillar aukningar á lendingum einkaþotna inn í miðri Reykjavík. En þar eru fyrst og remst á ferðinni auðmenn og forrréttinda fólk sem telur sjálfsagt að raska ró almennings á höfuðborgarsvæðinu fyrir sína eigin sérhagsmuni. Einkaþotur eru oft á tíðum í gangi á flughlaði Isavia án eftirlits niður í 50 m frá íbúðarhúsnæði í allt að 1.5 klst í senn og hávaðinn og eldsneytismengunin slík að börn og ungmenni geta ekki leikið sér á leikvöllum og útivistarsvæðum. Sýnt hefur verið fram á skaðleg áhrif umhverfishávaða á námshæfileika barna m.a vegna hávaðamengunar frá flugi (Hygge o.fl., 2002). Ennfremur hafa rannsóknir sýnt að áhrifin vegna hávaðamengunar frá flugvélum hafa skaðleg áhrif á bæði heilsu og vitsmunalega hæfileika barna (Stansfeld o.fl., 2005) en fjölmargir leikskólar og skólar eru staðsettir mjög nálægt vellinum og undir flugleiðum. Einkaþotur eru samkvæmt rannsóknum mest mengandi samgöngumáti samtímans (Sobieralski & Mumbower, 2020). Eigendur þessara einkaþotna borga engin gjöld fyrir hávaðamengun eða koltvísýringslosun sem þýðir með öðrum orðum að þeir sem hafa breiðustu bökin og fljúga um í einkaþotum axla enga ábyrgð á sinni eigin mengun og þeirri skerðingu á lífsgæðum sem þeir valda almenningi á höfuðborgarsvæðinu. Fram hefur komið og staðfest af Isavia að stæða gjöld fyrir einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í fimm daga (Cessna Citation M2) hafi verið 35.485 kr. árið 2022 á sama tíma og fimm daga stæða gjöld fyrir bíl voru 39.000 kr. í bílakjallara á Hafnartorgi. Rannsóknir hafa sýnt að hver farþegi í einkaþotu veldur tíu -til fimmtánfaldri koltvísýringsmengun á við farþega á áætlunarflugi. Sala á einkaþotum hefur tvöfaldast frá því fyrir Covid. Þessar einkaþotur eru nú með opið lendingarleyfi í miðri Reykjavíkurborg. Stjórnvöld ættu að sýna jákvætt frumkvæði og banna lendingar einkaþotna á Reykjavíkurflugvelli til að bæta hér lífsgæði og lýðheilsu almennings. Höfundur er einn af stofnendum Hljóðmarkar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar