Alma Möller skellir sér í pólitíkina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2024 13:13 Alma Möller landlæknir var orðuð við forsetaframboð en tók ekki þann slag. Nú tekur hún slaginn í pólitíkinni. Vísir/Vilhelm Alma Möller landlæknir hefur ákveðið að gefa kost á sér til framboðs hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Alma er svæfinga- og gjörgæslulæknir sem var skipuð landlæknir árið 2018 og varð um leið fyrsta konan til að gegna embættinu. Hún var afar áberandi sem hluti af þríeykinu svokallaða í kórónuveirufaraldrinum á árunum 2020 til 2022. Hún var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu heilbrigðismála sumarið 2020. Alma var orðuð við framboð til forseta Íslands fyrr á árinu en ákvað að fara ekki fram. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún tekið ákvörðun um að láta slag standa í pólitíkinni og bjóða fram krafta sína hjá Samfylkingunni. Ekki náðist í Ölmu við vinnslu fréttarinnar. Uppfært klukkan 16:36 Alma hefur tilkynnt framboð sitt formlega. Tilkynninguna má lesa að neðan: Kæru vinir. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hver útkoman verður er jú óvíst, það er annarra að ákveða það, en ég vil bjóða fram krafta mína í þágu lands og þjóðar. Ég hef unnið í og kringum heilbrigðiskerfið alla mína starfsævi, sem læknir, yfirlæknir, framkvæmdastjóri á Landspítalanum og loks sem landlæknir. Það þarf því ekki að koma á óvart að málefni lýðheilsu og heilbrigðisþjónustu liggja mér nærri hjarta. Í störfum mínum hef ég kynnst að heilbrigðiskerfið okkar er drifið áfram af framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólki. Hins vegar hefur skortur á starfsfólki og innviðaskuld haft áhrif á þjónustuna og við því þarf að bregðast af festu. Þá eru mikil tækifæri fólgin í því að efla lýðheilsu. Ég tel að besti vettvangurinn til að vinna frekar að framgöngu heilbrigðismála sé í framlínu jafnaðarmanna. Efling lýðheilsu, styrking heilbrigðiskerfisins, samtryggingar okkar og öryggisnets, er meðal aðaláherslna Samfylkingarinnar, enda erindi hennar að skapa enn betra samfélag. Forsenda þess er að ná tökum á efnahagsmálunum og skapa hér skilyrði fyrir styrkingu innviða. Við sjáum hvað verður en þangað til sinni ég mínu erilsama starfi sem landlæknir. Komi til kosningabaráttu hefur yfirmaður minn, heilbrigðisráðherra, fallist á beiðni mína um leyfi frá störfum. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Heilbrigðismál Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Alma fer ekki fram Alma L. Möller landlæknir hyggst ekki gefa kost á sér sem næst forseti lýðveldisins. Hún segir að hugleiðingar um framboð hafi ekki farið lengra en að íhuga að íhuga framboð eftir að fjölmargir hafi haft samband og hvatt hana til að bjóða fram krafta sína. 8. apríl 2024 10:29 Jón Magnús gefur kost á sér Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, mun óska eftir þriðja til fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 17. október 2024 12:02 Þórunn og Guðmundur Árni munu bítast um oddvitasætið Þórunn Sveinbjarnardóttir gefur kost á sér í 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður flokksins sækist einnig eftir oddvitasætinu. 16. október 2024 22:46 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Alma er svæfinga- og gjörgæslulæknir sem var skipuð landlæknir árið 2018 og varð um leið fyrsta konan til að gegna embættinu. Hún var afar áberandi sem hluti af þríeykinu svokallaða í kórónuveirufaraldrinum á árunum 2020 til 2022. Hún var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu heilbrigðismála sumarið 2020. Alma var orðuð við framboð til forseta Íslands fyrr á árinu en ákvað að fara ekki fram. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún tekið ákvörðun um að láta slag standa í pólitíkinni og bjóða fram krafta sína hjá Samfylkingunni. Ekki náðist í Ölmu við vinnslu fréttarinnar. Uppfært klukkan 16:36 Alma hefur tilkynnt framboð sitt formlega. Tilkynninguna má lesa að neðan: Kæru vinir. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hver útkoman verður er jú óvíst, það er annarra að ákveða það, en ég vil bjóða fram krafta mína í þágu lands og þjóðar. Ég hef unnið í og kringum heilbrigðiskerfið alla mína starfsævi, sem læknir, yfirlæknir, framkvæmdastjóri á Landspítalanum og loks sem landlæknir. Það þarf því ekki að koma á óvart að málefni lýðheilsu og heilbrigðisþjónustu liggja mér nærri hjarta. Í störfum mínum hef ég kynnst að heilbrigðiskerfið okkar er drifið áfram af framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólki. Hins vegar hefur skortur á starfsfólki og innviðaskuld haft áhrif á þjónustuna og við því þarf að bregðast af festu. Þá eru mikil tækifæri fólgin í því að efla lýðheilsu. Ég tel að besti vettvangurinn til að vinna frekar að framgöngu heilbrigðismála sé í framlínu jafnaðarmanna. Efling lýðheilsu, styrking heilbrigðiskerfisins, samtryggingar okkar og öryggisnets, er meðal aðaláherslna Samfylkingarinnar, enda erindi hennar að skapa enn betra samfélag. Forsenda þess er að ná tökum á efnahagsmálunum og skapa hér skilyrði fyrir styrkingu innviða. Við sjáum hvað verður en þangað til sinni ég mínu erilsama starfi sem landlæknir. Komi til kosningabaráttu hefur yfirmaður minn, heilbrigðisráðherra, fallist á beiðni mína um leyfi frá störfum.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Heilbrigðismál Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Alma fer ekki fram Alma L. Möller landlæknir hyggst ekki gefa kost á sér sem næst forseti lýðveldisins. Hún segir að hugleiðingar um framboð hafi ekki farið lengra en að íhuga að íhuga framboð eftir að fjölmargir hafi haft samband og hvatt hana til að bjóða fram krafta sína. 8. apríl 2024 10:29 Jón Magnús gefur kost á sér Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, mun óska eftir þriðja til fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 17. október 2024 12:02 Þórunn og Guðmundur Árni munu bítast um oddvitasætið Þórunn Sveinbjarnardóttir gefur kost á sér í 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður flokksins sækist einnig eftir oddvitasætinu. 16. október 2024 22:46 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Alma fer ekki fram Alma L. Möller landlæknir hyggst ekki gefa kost á sér sem næst forseti lýðveldisins. Hún segir að hugleiðingar um framboð hafi ekki farið lengra en að íhuga að íhuga framboð eftir að fjölmargir hafi haft samband og hvatt hana til að bjóða fram krafta sína. 8. apríl 2024 10:29
Jón Magnús gefur kost á sér Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, mun óska eftir þriðja til fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 17. október 2024 12:02
Þórunn og Guðmundur Árni munu bítast um oddvitasætið Þórunn Sveinbjarnardóttir gefur kost á sér í 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður flokksins sækist einnig eftir oddvitasætinu. 16. október 2024 22:46