Alma Möller skellir sér í pólitíkina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2024 13:13 Alma Möller landlæknir var orðuð við forsetaframboð en tók ekki þann slag. Nú tekur hún slaginn í pólitíkinni. Vísir/Vilhelm Alma Möller landlæknir hefur ákveðið að gefa kost á sér til framboðs hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Alma er svæfinga- og gjörgæslulæknir sem var skipuð landlæknir árið 2018 og varð um leið fyrsta konan til að gegna embættinu. Hún var afar áberandi sem hluti af þríeykinu svokallaða í kórónuveirufaraldrinum á árunum 2020 til 2022. Hún var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu heilbrigðismála sumarið 2020. Alma var orðuð við framboð til forseta Íslands fyrr á árinu en ákvað að fara ekki fram. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún tekið ákvörðun um að láta slag standa í pólitíkinni og bjóða fram krafta sína hjá Samfylkingunni. Ekki náðist í Ölmu við vinnslu fréttarinnar. Uppfært klukkan 16:36 Alma hefur tilkynnt framboð sitt formlega. Tilkynninguna má lesa að neðan: Kæru vinir. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hver útkoman verður er jú óvíst, það er annarra að ákveða það, en ég vil bjóða fram krafta mína í þágu lands og þjóðar. Ég hef unnið í og kringum heilbrigðiskerfið alla mína starfsævi, sem læknir, yfirlæknir, framkvæmdastjóri á Landspítalanum og loks sem landlæknir. Það þarf því ekki að koma á óvart að málefni lýðheilsu og heilbrigðisþjónustu liggja mér nærri hjarta. Í störfum mínum hef ég kynnst að heilbrigðiskerfið okkar er drifið áfram af framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólki. Hins vegar hefur skortur á starfsfólki og innviðaskuld haft áhrif á þjónustuna og við því þarf að bregðast af festu. Þá eru mikil tækifæri fólgin í því að efla lýðheilsu. Ég tel að besti vettvangurinn til að vinna frekar að framgöngu heilbrigðismála sé í framlínu jafnaðarmanna. Efling lýðheilsu, styrking heilbrigðiskerfisins, samtryggingar okkar og öryggisnets, er meðal aðaláherslna Samfylkingarinnar, enda erindi hennar að skapa enn betra samfélag. Forsenda þess er að ná tökum á efnahagsmálunum og skapa hér skilyrði fyrir styrkingu innviða. Við sjáum hvað verður en þangað til sinni ég mínu erilsama starfi sem landlæknir. Komi til kosningabaráttu hefur yfirmaður minn, heilbrigðisráðherra, fallist á beiðni mína um leyfi frá störfum. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Heilbrigðismál Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Alma fer ekki fram Alma L. Möller landlæknir hyggst ekki gefa kost á sér sem næst forseti lýðveldisins. Hún segir að hugleiðingar um framboð hafi ekki farið lengra en að íhuga að íhuga framboð eftir að fjölmargir hafi haft samband og hvatt hana til að bjóða fram krafta sína. 8. apríl 2024 10:29 Jón Magnús gefur kost á sér Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, mun óska eftir þriðja til fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 17. október 2024 12:02 Þórunn og Guðmundur Árni munu bítast um oddvitasætið Þórunn Sveinbjarnardóttir gefur kost á sér í 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður flokksins sækist einnig eftir oddvitasætinu. 16. október 2024 22:46 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Alma er svæfinga- og gjörgæslulæknir sem var skipuð landlæknir árið 2018 og varð um leið fyrsta konan til að gegna embættinu. Hún var afar áberandi sem hluti af þríeykinu svokallaða í kórónuveirufaraldrinum á árunum 2020 til 2022. Hún var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu heilbrigðismála sumarið 2020. Alma var orðuð við framboð til forseta Íslands fyrr á árinu en ákvað að fara ekki fram. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún tekið ákvörðun um að láta slag standa í pólitíkinni og bjóða fram krafta sína hjá Samfylkingunni. Ekki náðist í Ölmu við vinnslu fréttarinnar. Uppfært klukkan 16:36 Alma hefur tilkynnt framboð sitt formlega. Tilkynninguna má lesa að neðan: Kæru vinir. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hver útkoman verður er jú óvíst, það er annarra að ákveða það, en ég vil bjóða fram krafta mína í þágu lands og þjóðar. Ég hef unnið í og kringum heilbrigðiskerfið alla mína starfsævi, sem læknir, yfirlæknir, framkvæmdastjóri á Landspítalanum og loks sem landlæknir. Það þarf því ekki að koma á óvart að málefni lýðheilsu og heilbrigðisþjónustu liggja mér nærri hjarta. Í störfum mínum hef ég kynnst að heilbrigðiskerfið okkar er drifið áfram af framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólki. Hins vegar hefur skortur á starfsfólki og innviðaskuld haft áhrif á þjónustuna og við því þarf að bregðast af festu. Þá eru mikil tækifæri fólgin í því að efla lýðheilsu. Ég tel að besti vettvangurinn til að vinna frekar að framgöngu heilbrigðismála sé í framlínu jafnaðarmanna. Efling lýðheilsu, styrking heilbrigðiskerfisins, samtryggingar okkar og öryggisnets, er meðal aðaláherslna Samfylkingarinnar, enda erindi hennar að skapa enn betra samfélag. Forsenda þess er að ná tökum á efnahagsmálunum og skapa hér skilyrði fyrir styrkingu innviða. Við sjáum hvað verður en þangað til sinni ég mínu erilsama starfi sem landlæknir. Komi til kosningabaráttu hefur yfirmaður minn, heilbrigðisráðherra, fallist á beiðni mína um leyfi frá störfum.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Heilbrigðismál Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Alma fer ekki fram Alma L. Möller landlæknir hyggst ekki gefa kost á sér sem næst forseti lýðveldisins. Hún segir að hugleiðingar um framboð hafi ekki farið lengra en að íhuga að íhuga framboð eftir að fjölmargir hafi haft samband og hvatt hana til að bjóða fram krafta sína. 8. apríl 2024 10:29 Jón Magnús gefur kost á sér Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, mun óska eftir þriðja til fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 17. október 2024 12:02 Þórunn og Guðmundur Árni munu bítast um oddvitasætið Þórunn Sveinbjarnardóttir gefur kost á sér í 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður flokksins sækist einnig eftir oddvitasætinu. 16. október 2024 22:46 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Alma fer ekki fram Alma L. Möller landlæknir hyggst ekki gefa kost á sér sem næst forseti lýðveldisins. Hún segir að hugleiðingar um framboð hafi ekki farið lengra en að íhuga að íhuga framboð eftir að fjölmargir hafi haft samband og hvatt hana til að bjóða fram krafta sína. 8. apríl 2024 10:29
Jón Magnús gefur kost á sér Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, mun óska eftir þriðja til fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 17. október 2024 12:02
Þórunn og Guðmundur Árni munu bítast um oddvitasætið Þórunn Sveinbjarnardóttir gefur kost á sér í 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður flokksins sækist einnig eftir oddvitasætinu. 16. október 2024 22:46