Telja árásir sænskra unglinga runnar undan rifjum Írana Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2024 09:35 Mikill viðbúnaður var þegar skotum var hleypt af við ísraelskt fyrirtæki í Gautaborg í síðustu viku. Skotmaðurinn reyndist þrettán ára piltur. Vísir/EPA Sænska öryggislögreglan telur að írönsk stjórnvöld hafi fengið þarlend glæpagengi til þess að ráðast á ísraels fyrirtæki og sendiskrifstofur á Norðurlöndum undanfarnar vikur. Gengin hafa notað unglinga sem handbendi sín í þeim árásum. Skotum var hleypt af við hergagnaverksmiðju dótturfélags ísraelsks fyrirtækis í Gautaborg í síðustu viku. Skotmaðurinn var þrettán ára gamall piltur. Lögreglan rannsakar málið sem tilraun til manndráps. Árásin var ekki einsdæmi. Fyrr í þessum mánuði voru sænskir unglingar handteknir eftir sprengingar við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Talið er að þeir hafi sprengt tvær handsprengjur nærri sendiráðinu. Daginn áður hafði skotum verið hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Sænska öryggislögreglan Säpo sagði strax að Íranir gætu hafa komið nálægt árásunum. Hún hafði raunar sakar írönsk yfirvöld um að fá sænska glæpamenn til þess að fremja árásir stofnanir sem tengdust Ísrael eða gyðingum nokkrum mánuðum fyrr en stjórnvöld í Teheran brugðust ókvæða við. Írönsk stjónvöld styðja Hezbollah-samtökin í Líbanon sem hafa skotið eldflaugum á Ísrael sem hefur svarað fyrir sig með meiriháttar hernaðaraðgerð í sunnanverðu landinu á síðustu vikum. Höfuðpaur talinn vinna fyrir írönsk stjórnvöld Skipulögð glæpastarfsemi er vaxandi vandamál í Svíþjóð. Ofbeldisfull gengi hafa í mörgum tilfellum fengið unglinga til þess að sjá um skítverk fyrir sig, þar á meðal skotárásir, sprengjuárásir og jafnvel leigumorð. Ofbeldisalda vegna gengjanna stigmagnaðist í fyrra þegar móðir höfuðpaurs eins þeirra var myrt á heimili sínu í Uppsölum. Morðið tengdist hatrömmum deilum höfuðpaursins við Rawa Majid, leiðtoga Foxtrot, alræmdasta gengis Svíþjóðar. Morðingjarnir voru fimmtán og nítján ára gamlir. Majid flúði land og er eftirlýstur. Hann fæddist í Íran en flutti til Svíþjóðar með foreldrum sínum sem voru írakskir kúrdar þegar hann var barn að aldri. Majid er talinn hafa flutt til Írans í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC sem fjallar ítarlega um málið. Ísraelska leyniþjónustan Mossad sakaði Majid um að vinna með írönskum stjórnvöldum og Säpo sagði síðar að hún hefði staðfest að Íranir notuðu sænsk glæpagengi sem leppa sína. Eru bara að vinna verk Unglingarnir sem fremja voðaverk fyrir glæpin eru sagðir málaliðar sem fá greitt fyrir viðvik eins og þeir væru pítsusendlar. „Þeir eru ekkert sérstaklega færir í því, þeir eru ekki knúnir áfram af innra hatri eða átökum þannig lagað. Þeir eru bara að vinna verk,“ hefur BBC eftir David Sausdal, afbrotafræðingi við háskólann í Lundi. Þessi verktakamenning í undirheiminum er sögð torvelda lögreglu að fylgjast með starfsemi gengjanna. Hún virðist einnig teygja anga sína út fyrir Svíþjóð eins og sprengingarnar við sendiráðið í Kaupmannahöfn benda til. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, sagði sænskum fjölmiðlum nýlega að sænsk glæpagengi hefðu sent fólk til Íslands til þess að fremja afbrot. Nú er talið að um fjórtán þúsund manns tilheyri glæpagengjum í Svíþjóð og allt að 48.000 til viðbótar hafi tengsl við þau. Hlutfallslega margir gengjafélagar hafa verið karlmenn af innflytjendaættum. Í seinni tíð hefur „innfæddum“ Svíum, bæði unglingum og fullorðnum, í röðum gengjanna. Svíþjóð Ísrael Erlend sakamál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Skotum var hleypt af við hergagnaverksmiðju dótturfélags ísraelsks fyrirtækis í Gautaborg í síðustu viku. Skotmaðurinn var þrettán ára gamall piltur. Lögreglan rannsakar málið sem tilraun til manndráps. Árásin var ekki einsdæmi. Fyrr í þessum mánuði voru sænskir unglingar handteknir eftir sprengingar við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Talið er að þeir hafi sprengt tvær handsprengjur nærri sendiráðinu. Daginn áður hafði skotum verið hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Sænska öryggislögreglan Säpo sagði strax að Íranir gætu hafa komið nálægt árásunum. Hún hafði raunar sakar írönsk yfirvöld um að fá sænska glæpamenn til þess að fremja árásir stofnanir sem tengdust Ísrael eða gyðingum nokkrum mánuðum fyrr en stjórnvöld í Teheran brugðust ókvæða við. Írönsk stjónvöld styðja Hezbollah-samtökin í Líbanon sem hafa skotið eldflaugum á Ísrael sem hefur svarað fyrir sig með meiriháttar hernaðaraðgerð í sunnanverðu landinu á síðustu vikum. Höfuðpaur talinn vinna fyrir írönsk stjórnvöld Skipulögð glæpastarfsemi er vaxandi vandamál í Svíþjóð. Ofbeldisfull gengi hafa í mörgum tilfellum fengið unglinga til þess að sjá um skítverk fyrir sig, þar á meðal skotárásir, sprengjuárásir og jafnvel leigumorð. Ofbeldisalda vegna gengjanna stigmagnaðist í fyrra þegar móðir höfuðpaurs eins þeirra var myrt á heimili sínu í Uppsölum. Morðið tengdist hatrömmum deilum höfuðpaursins við Rawa Majid, leiðtoga Foxtrot, alræmdasta gengis Svíþjóðar. Morðingjarnir voru fimmtán og nítján ára gamlir. Majid flúði land og er eftirlýstur. Hann fæddist í Íran en flutti til Svíþjóðar með foreldrum sínum sem voru írakskir kúrdar þegar hann var barn að aldri. Majid er talinn hafa flutt til Írans í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC sem fjallar ítarlega um málið. Ísraelska leyniþjónustan Mossad sakaði Majid um að vinna með írönskum stjórnvöldum og Säpo sagði síðar að hún hefði staðfest að Íranir notuðu sænsk glæpagengi sem leppa sína. Eru bara að vinna verk Unglingarnir sem fremja voðaverk fyrir glæpin eru sagðir málaliðar sem fá greitt fyrir viðvik eins og þeir væru pítsusendlar. „Þeir eru ekkert sérstaklega færir í því, þeir eru ekki knúnir áfram af innra hatri eða átökum þannig lagað. Þeir eru bara að vinna verk,“ hefur BBC eftir David Sausdal, afbrotafræðingi við háskólann í Lundi. Þessi verktakamenning í undirheiminum er sögð torvelda lögreglu að fylgjast með starfsemi gengjanna. Hún virðist einnig teygja anga sína út fyrir Svíþjóð eins og sprengingarnar við sendiráðið í Kaupmannahöfn benda til. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, sagði sænskum fjölmiðlum nýlega að sænsk glæpagengi hefðu sent fólk til Íslands til þess að fremja afbrot. Nú er talið að um fjórtán þúsund manns tilheyri glæpagengjum í Svíþjóð og allt að 48.000 til viðbótar hafi tengsl við þau. Hlutfallslega margir gengjafélagar hafa verið karlmenn af innflytjendaættum. Í seinni tíð hefur „innfæddum“ Svíum, bæði unglingum og fullorðnum, í röðum gengjanna.
Svíþjóð Ísrael Erlend sakamál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent