Telja árásir sænskra unglinga runnar undan rifjum Írana Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2024 09:35 Mikill viðbúnaður var þegar skotum var hleypt af við ísraelskt fyrirtæki í Gautaborg í síðustu viku. Skotmaðurinn reyndist þrettán ára piltur. Vísir/EPA Sænska öryggislögreglan telur að írönsk stjórnvöld hafi fengið þarlend glæpagengi til þess að ráðast á ísraels fyrirtæki og sendiskrifstofur á Norðurlöndum undanfarnar vikur. Gengin hafa notað unglinga sem handbendi sín í þeim árásum. Skotum var hleypt af við hergagnaverksmiðju dótturfélags ísraelsks fyrirtækis í Gautaborg í síðustu viku. Skotmaðurinn var þrettán ára gamall piltur. Lögreglan rannsakar málið sem tilraun til manndráps. Árásin var ekki einsdæmi. Fyrr í þessum mánuði voru sænskir unglingar handteknir eftir sprengingar við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Talið er að þeir hafi sprengt tvær handsprengjur nærri sendiráðinu. Daginn áður hafði skotum verið hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Sænska öryggislögreglan Säpo sagði strax að Íranir gætu hafa komið nálægt árásunum. Hún hafði raunar sakar írönsk yfirvöld um að fá sænska glæpamenn til þess að fremja árásir stofnanir sem tengdust Ísrael eða gyðingum nokkrum mánuðum fyrr en stjórnvöld í Teheran brugðust ókvæða við. Írönsk stjónvöld styðja Hezbollah-samtökin í Líbanon sem hafa skotið eldflaugum á Ísrael sem hefur svarað fyrir sig með meiriháttar hernaðaraðgerð í sunnanverðu landinu á síðustu vikum. Höfuðpaur talinn vinna fyrir írönsk stjórnvöld Skipulögð glæpastarfsemi er vaxandi vandamál í Svíþjóð. Ofbeldisfull gengi hafa í mörgum tilfellum fengið unglinga til þess að sjá um skítverk fyrir sig, þar á meðal skotárásir, sprengjuárásir og jafnvel leigumorð. Ofbeldisalda vegna gengjanna stigmagnaðist í fyrra þegar móðir höfuðpaurs eins þeirra var myrt á heimili sínu í Uppsölum. Morðið tengdist hatrömmum deilum höfuðpaursins við Rawa Majid, leiðtoga Foxtrot, alræmdasta gengis Svíþjóðar. Morðingjarnir voru fimmtán og nítján ára gamlir. Majid flúði land og er eftirlýstur. Hann fæddist í Íran en flutti til Svíþjóðar með foreldrum sínum sem voru írakskir kúrdar þegar hann var barn að aldri. Majid er talinn hafa flutt til Írans í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC sem fjallar ítarlega um málið. Ísraelska leyniþjónustan Mossad sakaði Majid um að vinna með írönskum stjórnvöldum og Säpo sagði síðar að hún hefði staðfest að Íranir notuðu sænsk glæpagengi sem leppa sína. Eru bara að vinna verk Unglingarnir sem fremja voðaverk fyrir glæpin eru sagðir málaliðar sem fá greitt fyrir viðvik eins og þeir væru pítsusendlar. „Þeir eru ekkert sérstaklega færir í því, þeir eru ekki knúnir áfram af innra hatri eða átökum þannig lagað. Þeir eru bara að vinna verk,“ hefur BBC eftir David Sausdal, afbrotafræðingi við háskólann í Lundi. Þessi verktakamenning í undirheiminum er sögð torvelda lögreglu að fylgjast með starfsemi gengjanna. Hún virðist einnig teygja anga sína út fyrir Svíþjóð eins og sprengingarnar við sendiráðið í Kaupmannahöfn benda til. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, sagði sænskum fjölmiðlum nýlega að sænsk glæpagengi hefðu sent fólk til Íslands til þess að fremja afbrot. Nú er talið að um fjórtán þúsund manns tilheyri glæpagengjum í Svíþjóð og allt að 48.000 til viðbótar hafi tengsl við þau. Hlutfallslega margir gengjafélagar hafa verið karlmenn af innflytjendaættum. Í seinni tíð hefur „innfæddum“ Svíum, bæði unglingum og fullorðnum, í röðum gengjanna. Svíþjóð Ísrael Erlend sakamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Skotum var hleypt af við hergagnaverksmiðju dótturfélags ísraelsks fyrirtækis í Gautaborg í síðustu viku. Skotmaðurinn var þrettán ára gamall piltur. Lögreglan rannsakar málið sem tilraun til manndráps. Árásin var ekki einsdæmi. Fyrr í þessum mánuði voru sænskir unglingar handteknir eftir sprengingar við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Talið er að þeir hafi sprengt tvær handsprengjur nærri sendiráðinu. Daginn áður hafði skotum verið hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Sænska öryggislögreglan Säpo sagði strax að Íranir gætu hafa komið nálægt árásunum. Hún hafði raunar sakar írönsk yfirvöld um að fá sænska glæpamenn til þess að fremja árásir stofnanir sem tengdust Ísrael eða gyðingum nokkrum mánuðum fyrr en stjórnvöld í Teheran brugðust ókvæða við. Írönsk stjónvöld styðja Hezbollah-samtökin í Líbanon sem hafa skotið eldflaugum á Ísrael sem hefur svarað fyrir sig með meiriháttar hernaðaraðgerð í sunnanverðu landinu á síðustu vikum. Höfuðpaur talinn vinna fyrir írönsk stjórnvöld Skipulögð glæpastarfsemi er vaxandi vandamál í Svíþjóð. Ofbeldisfull gengi hafa í mörgum tilfellum fengið unglinga til þess að sjá um skítverk fyrir sig, þar á meðal skotárásir, sprengjuárásir og jafnvel leigumorð. Ofbeldisalda vegna gengjanna stigmagnaðist í fyrra þegar móðir höfuðpaurs eins þeirra var myrt á heimili sínu í Uppsölum. Morðið tengdist hatrömmum deilum höfuðpaursins við Rawa Majid, leiðtoga Foxtrot, alræmdasta gengis Svíþjóðar. Morðingjarnir voru fimmtán og nítján ára gamlir. Majid flúði land og er eftirlýstur. Hann fæddist í Íran en flutti til Svíþjóðar með foreldrum sínum sem voru írakskir kúrdar þegar hann var barn að aldri. Majid er talinn hafa flutt til Írans í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC sem fjallar ítarlega um málið. Ísraelska leyniþjónustan Mossad sakaði Majid um að vinna með írönskum stjórnvöldum og Säpo sagði síðar að hún hefði staðfest að Íranir notuðu sænsk glæpagengi sem leppa sína. Eru bara að vinna verk Unglingarnir sem fremja voðaverk fyrir glæpin eru sagðir málaliðar sem fá greitt fyrir viðvik eins og þeir væru pítsusendlar. „Þeir eru ekkert sérstaklega færir í því, þeir eru ekki knúnir áfram af innra hatri eða átökum þannig lagað. Þeir eru bara að vinna verk,“ hefur BBC eftir David Sausdal, afbrotafræðingi við háskólann í Lundi. Þessi verktakamenning í undirheiminum er sögð torvelda lögreglu að fylgjast með starfsemi gengjanna. Hún virðist einnig teygja anga sína út fyrir Svíþjóð eins og sprengingarnar við sendiráðið í Kaupmannahöfn benda til. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, sagði sænskum fjölmiðlum nýlega að sænsk glæpagengi hefðu sent fólk til Íslands til þess að fremja afbrot. Nú er talið að um fjórtán þúsund manns tilheyri glæpagengjum í Svíþjóð og allt að 48.000 til viðbótar hafi tengsl við þau. Hlutfallslega margir gengjafélagar hafa verið karlmenn af innflytjendaættum. Í seinni tíð hefur „innfæddum“ Svíum, bæði unglingum og fullorðnum, í röðum gengjanna.
Svíþjóð Ísrael Erlend sakamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira