Telja árásir sænskra unglinga runnar undan rifjum Írana Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2024 09:35 Mikill viðbúnaður var þegar skotum var hleypt af við ísraelskt fyrirtæki í Gautaborg í síðustu viku. Skotmaðurinn reyndist þrettán ára piltur. Vísir/EPA Sænska öryggislögreglan telur að írönsk stjórnvöld hafi fengið þarlend glæpagengi til þess að ráðast á ísraels fyrirtæki og sendiskrifstofur á Norðurlöndum undanfarnar vikur. Gengin hafa notað unglinga sem handbendi sín í þeim árásum. Skotum var hleypt af við hergagnaverksmiðju dótturfélags ísraelsks fyrirtækis í Gautaborg í síðustu viku. Skotmaðurinn var þrettán ára gamall piltur. Lögreglan rannsakar málið sem tilraun til manndráps. Árásin var ekki einsdæmi. Fyrr í þessum mánuði voru sænskir unglingar handteknir eftir sprengingar við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Talið er að þeir hafi sprengt tvær handsprengjur nærri sendiráðinu. Daginn áður hafði skotum verið hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Sænska öryggislögreglan Säpo sagði strax að Íranir gætu hafa komið nálægt árásunum. Hún hafði raunar sakar írönsk yfirvöld um að fá sænska glæpamenn til þess að fremja árásir stofnanir sem tengdust Ísrael eða gyðingum nokkrum mánuðum fyrr en stjórnvöld í Teheran brugðust ókvæða við. Írönsk stjónvöld styðja Hezbollah-samtökin í Líbanon sem hafa skotið eldflaugum á Ísrael sem hefur svarað fyrir sig með meiriháttar hernaðaraðgerð í sunnanverðu landinu á síðustu vikum. Höfuðpaur talinn vinna fyrir írönsk stjórnvöld Skipulögð glæpastarfsemi er vaxandi vandamál í Svíþjóð. Ofbeldisfull gengi hafa í mörgum tilfellum fengið unglinga til þess að sjá um skítverk fyrir sig, þar á meðal skotárásir, sprengjuárásir og jafnvel leigumorð. Ofbeldisalda vegna gengjanna stigmagnaðist í fyrra þegar móðir höfuðpaurs eins þeirra var myrt á heimili sínu í Uppsölum. Morðið tengdist hatrömmum deilum höfuðpaursins við Rawa Majid, leiðtoga Foxtrot, alræmdasta gengis Svíþjóðar. Morðingjarnir voru fimmtán og nítján ára gamlir. Majid flúði land og er eftirlýstur. Hann fæddist í Íran en flutti til Svíþjóðar með foreldrum sínum sem voru írakskir kúrdar þegar hann var barn að aldri. Majid er talinn hafa flutt til Írans í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC sem fjallar ítarlega um málið. Ísraelska leyniþjónustan Mossad sakaði Majid um að vinna með írönskum stjórnvöldum og Säpo sagði síðar að hún hefði staðfest að Íranir notuðu sænsk glæpagengi sem leppa sína. Eru bara að vinna verk Unglingarnir sem fremja voðaverk fyrir glæpin eru sagðir málaliðar sem fá greitt fyrir viðvik eins og þeir væru pítsusendlar. „Þeir eru ekkert sérstaklega færir í því, þeir eru ekki knúnir áfram af innra hatri eða átökum þannig lagað. Þeir eru bara að vinna verk,“ hefur BBC eftir David Sausdal, afbrotafræðingi við háskólann í Lundi. Þessi verktakamenning í undirheiminum er sögð torvelda lögreglu að fylgjast með starfsemi gengjanna. Hún virðist einnig teygja anga sína út fyrir Svíþjóð eins og sprengingarnar við sendiráðið í Kaupmannahöfn benda til. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, sagði sænskum fjölmiðlum nýlega að sænsk glæpagengi hefðu sent fólk til Íslands til þess að fremja afbrot. Nú er talið að um fjórtán þúsund manns tilheyri glæpagengjum í Svíþjóð og allt að 48.000 til viðbótar hafi tengsl við þau. Hlutfallslega margir gengjafélagar hafa verið karlmenn af innflytjendaættum. Í seinni tíð hefur „innfæddum“ Svíum, bæði unglingum og fullorðnum, í röðum gengjanna. Svíþjóð Ísrael Erlend sakamál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Skotum var hleypt af við hergagnaverksmiðju dótturfélags ísraelsks fyrirtækis í Gautaborg í síðustu viku. Skotmaðurinn var þrettán ára gamall piltur. Lögreglan rannsakar málið sem tilraun til manndráps. Árásin var ekki einsdæmi. Fyrr í þessum mánuði voru sænskir unglingar handteknir eftir sprengingar við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Talið er að þeir hafi sprengt tvær handsprengjur nærri sendiráðinu. Daginn áður hafði skotum verið hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Sænska öryggislögreglan Säpo sagði strax að Íranir gætu hafa komið nálægt árásunum. Hún hafði raunar sakar írönsk yfirvöld um að fá sænska glæpamenn til þess að fremja árásir stofnanir sem tengdust Ísrael eða gyðingum nokkrum mánuðum fyrr en stjórnvöld í Teheran brugðust ókvæða við. Írönsk stjónvöld styðja Hezbollah-samtökin í Líbanon sem hafa skotið eldflaugum á Ísrael sem hefur svarað fyrir sig með meiriháttar hernaðaraðgerð í sunnanverðu landinu á síðustu vikum. Höfuðpaur talinn vinna fyrir írönsk stjórnvöld Skipulögð glæpastarfsemi er vaxandi vandamál í Svíþjóð. Ofbeldisfull gengi hafa í mörgum tilfellum fengið unglinga til þess að sjá um skítverk fyrir sig, þar á meðal skotárásir, sprengjuárásir og jafnvel leigumorð. Ofbeldisalda vegna gengjanna stigmagnaðist í fyrra þegar móðir höfuðpaurs eins þeirra var myrt á heimili sínu í Uppsölum. Morðið tengdist hatrömmum deilum höfuðpaursins við Rawa Majid, leiðtoga Foxtrot, alræmdasta gengis Svíþjóðar. Morðingjarnir voru fimmtán og nítján ára gamlir. Majid flúði land og er eftirlýstur. Hann fæddist í Íran en flutti til Svíþjóðar með foreldrum sínum sem voru írakskir kúrdar þegar hann var barn að aldri. Majid er talinn hafa flutt til Írans í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC sem fjallar ítarlega um málið. Ísraelska leyniþjónustan Mossad sakaði Majid um að vinna með írönskum stjórnvöldum og Säpo sagði síðar að hún hefði staðfest að Íranir notuðu sænsk glæpagengi sem leppa sína. Eru bara að vinna verk Unglingarnir sem fremja voðaverk fyrir glæpin eru sagðir málaliðar sem fá greitt fyrir viðvik eins og þeir væru pítsusendlar. „Þeir eru ekkert sérstaklega færir í því, þeir eru ekki knúnir áfram af innra hatri eða átökum þannig lagað. Þeir eru bara að vinna verk,“ hefur BBC eftir David Sausdal, afbrotafræðingi við háskólann í Lundi. Þessi verktakamenning í undirheiminum er sögð torvelda lögreglu að fylgjast með starfsemi gengjanna. Hún virðist einnig teygja anga sína út fyrir Svíþjóð eins og sprengingarnar við sendiráðið í Kaupmannahöfn benda til. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, sagði sænskum fjölmiðlum nýlega að sænsk glæpagengi hefðu sent fólk til Íslands til þess að fremja afbrot. Nú er talið að um fjórtán þúsund manns tilheyri glæpagengjum í Svíþjóð og allt að 48.000 til viðbótar hafi tengsl við þau. Hlutfallslega margir gengjafélagar hafa verið karlmenn af innflytjendaættum. Í seinni tíð hefur „innfæddum“ Svíum, bæði unglingum og fullorðnum, í röðum gengjanna.
Svíþjóð Ísrael Erlend sakamál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira