Óli Björn hættir á þingi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. október 2024 16:22 Óli Björn kallar þetta gott á þingi, og þakkar fyrir sig. Vísir/Vilhelm Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri í komandi kosningum. Hann segir ákvörðunina hafa legið fyrir í nokkurn tíma. Frá þessu greinir Óli Björn í grein á vef Sjálfstæðisflokksins, undir yfirskriftinni „Takk fyrir allt“. Þar segir hann sérstaklega ánægjulegt að hafa notið þess trausts og trúnaðar að vera þingmaður Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum, og fyrir það sé hann þakklátur. Óli Björn var fyrst kjörinn á þing árið 2016 og var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum, árið 2021. Stundum reynt á þolrifin „Í starfi mínu sem þingmaður hef ég byggt á hugmyndafræði og lífssýn sjálfstæðisstefnunnar um mannhelgi einstaklingsins – að andlegt og efnahagslegt frelsi sé frumréttur hvers og eins. Og það hefur á stundum reynt á þolrifin. Fram undan eru mikilvægar kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt á brattann að sækja en hefur náð vopnum sínum aftur. Gangi frambjóðendur og við sem styðjum Sjálfstæðisflokkinn til verka af sannfæringu og með sjálfstraust óttast ég ekki dóm kjósenda,“ skrifar hann. „Takk fyrir mig“ Hann muni gera sitt til þess að tryggja góðan árangur, og segir frambjóðendur flokksins þurfa fylgja hugmyndum eftir af ástríðu og sannfæringu. „Sýna staðfestu í baráttunni fyrir frelsi einstaklingsins og fullveldi landsins. Þeirri baráttu legg ég lið í öflugri bakvarðarsveit Sjálfstæðismanna um allt land. Takk fyrir mig.“ Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Teitur Björn vill setjast í laust sæti Þórdísar Teitur Björn Einarsson hefur boðið sig fram til að leiða lista Sjálfstæðiflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Það tilkynnti hann á nánast sama tíma og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tilkynnti að hún fari fram í Kraganum. 16. október 2024 15:44 Þórdís vill sæti Jóns í kjördæmi formannsins Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hyggst gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi. Hún leiddi lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. 16. október 2024 15:20 Aðstoðarmenn ráðherra þurfa nú að líta í kringum sig Hvað verður um aðstoðarmenn ráðherra nú þegar kosningar eru í vændum? Víst er að aðstoðarmenn ráðherra Vinstri grænna þurfa að hætta snarlega. Sem opinberir starfsmenn njóta þeir hins vegar ekki þess að eiga langan uppsagnarfrest heldur er þar um að ræða þrjá mánuði. 16. október 2024 14:31 Vill vera oddviti áfram og hlakkar til slagsins Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi, mun sækjast eftir endurkjöri í fyrsta sæti á lista flokksins í kjördæmin. Hann hefur fengið mótframboð og því stefnir í slag um oddvitasætið. 16. október 2024 12:37 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Frá þessu greinir Óli Björn í grein á vef Sjálfstæðisflokksins, undir yfirskriftinni „Takk fyrir allt“. Þar segir hann sérstaklega ánægjulegt að hafa notið þess trausts og trúnaðar að vera þingmaður Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum, og fyrir það sé hann þakklátur. Óli Björn var fyrst kjörinn á þing árið 2016 og var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum, árið 2021. Stundum reynt á þolrifin „Í starfi mínu sem þingmaður hef ég byggt á hugmyndafræði og lífssýn sjálfstæðisstefnunnar um mannhelgi einstaklingsins – að andlegt og efnahagslegt frelsi sé frumréttur hvers og eins. Og það hefur á stundum reynt á þolrifin. Fram undan eru mikilvægar kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt á brattann að sækja en hefur náð vopnum sínum aftur. Gangi frambjóðendur og við sem styðjum Sjálfstæðisflokkinn til verka af sannfæringu og með sjálfstraust óttast ég ekki dóm kjósenda,“ skrifar hann. „Takk fyrir mig“ Hann muni gera sitt til þess að tryggja góðan árangur, og segir frambjóðendur flokksins þurfa fylgja hugmyndum eftir af ástríðu og sannfæringu. „Sýna staðfestu í baráttunni fyrir frelsi einstaklingsins og fullveldi landsins. Þeirri baráttu legg ég lið í öflugri bakvarðarsveit Sjálfstæðismanna um allt land. Takk fyrir mig.“
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Teitur Björn vill setjast í laust sæti Þórdísar Teitur Björn Einarsson hefur boðið sig fram til að leiða lista Sjálfstæðiflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Það tilkynnti hann á nánast sama tíma og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tilkynnti að hún fari fram í Kraganum. 16. október 2024 15:44 Þórdís vill sæti Jóns í kjördæmi formannsins Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hyggst gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi. Hún leiddi lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. 16. október 2024 15:20 Aðstoðarmenn ráðherra þurfa nú að líta í kringum sig Hvað verður um aðstoðarmenn ráðherra nú þegar kosningar eru í vændum? Víst er að aðstoðarmenn ráðherra Vinstri grænna þurfa að hætta snarlega. Sem opinberir starfsmenn njóta þeir hins vegar ekki þess að eiga langan uppsagnarfrest heldur er þar um að ræða þrjá mánuði. 16. október 2024 14:31 Vill vera oddviti áfram og hlakkar til slagsins Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi, mun sækjast eftir endurkjöri í fyrsta sæti á lista flokksins í kjördæmin. Hann hefur fengið mótframboð og því stefnir í slag um oddvitasætið. 16. október 2024 12:37 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Teitur Björn vill setjast í laust sæti Þórdísar Teitur Björn Einarsson hefur boðið sig fram til að leiða lista Sjálfstæðiflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Það tilkynnti hann á nánast sama tíma og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tilkynnti að hún fari fram í Kraganum. 16. október 2024 15:44
Þórdís vill sæti Jóns í kjördæmi formannsins Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hyggst gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi. Hún leiddi lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. 16. október 2024 15:20
Aðstoðarmenn ráðherra þurfa nú að líta í kringum sig Hvað verður um aðstoðarmenn ráðherra nú þegar kosningar eru í vændum? Víst er að aðstoðarmenn ráðherra Vinstri grænna þurfa að hætta snarlega. Sem opinberir starfsmenn njóta þeir hins vegar ekki þess að eiga langan uppsagnarfrest heldur er þar um að ræða þrjá mánuði. 16. október 2024 14:31
Vill vera oddviti áfram og hlakkar til slagsins Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi, mun sækjast eftir endurkjöri í fyrsta sæti á lista flokksins í kjördæmin. Hann hefur fengið mótframboð og því stefnir í slag um oddvitasætið. 16. október 2024 12:37