Landsliðshetjan í áfalli: Ég skelf öll Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2024 09:30 Katrine Lunde er frábær markvörður og var síðast í stór hlutverki þegar Norðmenn unnu Ólympíugull í París í ágúst. Getty/Buda Mendes Katrine Lunde er enn einn besti handboltamarkvörður heims þótt að hún haldi upp á 45 ára afmælið í mars. Það breytir ekki því að hún gæti verið án félags á föstudaginn. Þessi sigursæli leikmaður spilar með Vipers í heimalandinu en þrátt fyrir mikla sigurgöngu undanfarinn áratug þá hefur reksturinn gengið skelfilega síðustu misseri. Fjárhagsvandræði Vipers Kristiansand hafa verið mikil og halda áfram. Björgunaraðferðir síðustu mánaða hafa greinilega ekki gengið nógu vel því nú er enn á ný komið að lokafresti þar sem gjaldþrot vofir yfir. Leikmenn liðsins, þar á meðal Lunde, voru kallaðir á fund þar sem kom fram að félagið þurfi að safna 25 milljónum norskra króna fyrir föstudaginn. Það gera 316 milljónir íslenskra króna. Takist það ekki fer félagið á hausinn. Frétt NRK um málið og viðbrögð Katrine Lunde.NRK „Ég skelf öll. Þetta er alls ekki gaman og hefur mikil áhrif á okkur. Þetta er lífið mitt,“ sagði Katrine Lunde við TV 2 í Noregi. Liðsfélagi hennar Silje Waade var með tárin í augunum eftir fundinn. „Mér líður eins og ég hafi stokkið fram af brúninni og nú er ég bara að bíða eftir því að komast að því hvernig dýnan er. Þetta er lífið okkar. Ég veit ekki hvort ég fái að mæta í vinnuna á mánudaginn,“ sagði Waade. Umræða um mögulegt gjaldþrot Vipers var líka í febrúar og ágúst en í bæði þau skiptin tókst að bjarga málunum. Það hafa hins vegar verið sannkallaðar skammtímalausnir. Waade hefur verið hjá félaginu frá 2018 og hefur orðið sex sinnum meistari. „Við vitum vel af því að félagið glímir við fjárhagsvandræði en það kom samt mikið á óvart hvað upphæðin er há og hvað fyrirvarinn er stuttur,“ sagði Waade. Leikmenn Vipers spila leik áður en kemur að lokafrestinum og sá er í Meistaradeildinni í kvöld á móti Budocnost. Kyvåg tror Vipers er historie: – Synd og trist https://t.co/Z9dQ82lDy6— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) October 15, 2024 Norski handboltinn Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Sjá meira
Þessi sigursæli leikmaður spilar með Vipers í heimalandinu en þrátt fyrir mikla sigurgöngu undanfarinn áratug þá hefur reksturinn gengið skelfilega síðustu misseri. Fjárhagsvandræði Vipers Kristiansand hafa verið mikil og halda áfram. Björgunaraðferðir síðustu mánaða hafa greinilega ekki gengið nógu vel því nú er enn á ný komið að lokafresti þar sem gjaldþrot vofir yfir. Leikmenn liðsins, þar á meðal Lunde, voru kallaðir á fund þar sem kom fram að félagið þurfi að safna 25 milljónum norskra króna fyrir föstudaginn. Það gera 316 milljónir íslenskra króna. Takist það ekki fer félagið á hausinn. Frétt NRK um málið og viðbrögð Katrine Lunde.NRK „Ég skelf öll. Þetta er alls ekki gaman og hefur mikil áhrif á okkur. Þetta er lífið mitt,“ sagði Katrine Lunde við TV 2 í Noregi. Liðsfélagi hennar Silje Waade var með tárin í augunum eftir fundinn. „Mér líður eins og ég hafi stokkið fram af brúninni og nú er ég bara að bíða eftir því að komast að því hvernig dýnan er. Þetta er lífið okkar. Ég veit ekki hvort ég fái að mæta í vinnuna á mánudaginn,“ sagði Waade. Umræða um mögulegt gjaldþrot Vipers var líka í febrúar og ágúst en í bæði þau skiptin tókst að bjarga málunum. Það hafa hins vegar verið sannkallaðar skammtímalausnir. Waade hefur verið hjá félaginu frá 2018 og hefur orðið sex sinnum meistari. „Við vitum vel af því að félagið glímir við fjárhagsvandræði en það kom samt mikið á óvart hvað upphæðin er há og hvað fyrirvarinn er stuttur,“ sagði Waade. Leikmenn Vipers spila leik áður en kemur að lokafrestinum og sá er í Meistaradeildinni í kvöld á móti Budocnost. Kyvåg tror Vipers er historie: – Synd og trist https://t.co/Z9dQ82lDy6— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) October 15, 2024
Norski handboltinn Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Sjá meira